laugardagur, apríl 01, 2006

Ég sé á netinu að Alice Munro verður með nýja bók í haust, The View from Castle Rock. Bækurnar hennar eru yfirleitt um 300 síður og sögurnar á bilinu 30-60 síður. Flestir sem hafa vit á eru sammála um að hún sé besti núlifandi smásagnahöfundur í heiminum og sumum finnst hún vera besti rithöfundur í heimi, ég ætla nú ekki að halda því fram þó að ég viti um engan sem mér líkar betur. Yfirleitt líða um þrjú til fjögur ár á milli bókanna hennar og því koma þessi afköst núna nokkuð á óvart, því síðasta bókin hennar kom út í fyrra og Munro er orðin 73 ára. En hvað ég er að tala um þetta við ykkur, bjánarnir ykkar, þið þekkið hana ekki og kunnið ábyggilega ekki að meta hana. Haldið bara áfram að lesa Dan Brown.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að Dan Brown, hefurðu lesið hann Gústi?

5:20 e.h., apríl 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú meiri bókmenntasnobbbhrokinn. Hver heldurðu að þú sért, Silja Aðalsteinsdóttir?

5:21 e.h., apríl 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef lesið tvær bækur eftir Munro. Mér fannst sumar sögurnar hennar mjög flottar, en margar hverjar mjög flatar, sumar jafnvel óþægilega klysjukenndar. Sérstaklega man ég eftir einni sögu sem mér fannst svo arfaslök að það jaðraði við að mér fyndist ég vera móðgaður, The Shining Houses, en þar sem hún var í fyrsta smásagnasafninu hennar þá er maður kannski tilbúinn að fyrirgefa henni það :) En margar aðrar sögur eftir hana eru mjög flottar. Svo ég haldi mig við Dance of the Happy Shades, þá er fyrsta sagan í þeirri bók, Walker Brothers Cowboy líklega ennþá uppáhalds Munro sagan mín.

6:46 e.h., apríl 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann var nú að hrósa Gilzeneggers (Big Brother kynslóðinn)í síðustu færslu sinni.Er eitthvað til á íslensku eftir Munro?

6:47 e.h., apríl 01, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, hún er óþýdd, Rúnar Helgi þarf að þýða hana, hann er maðurinn í það. Hver var hin bókin sem þú last eftir hana, Kári?

7:27 e.h., apríl 01, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kári, ég væri spenntur að vita hvernig þér myndi líka við lengri sögurnar hennar, t.d. Powers úr síðustu bók eða Carried Away úr þeirri þarsíðustu. Þetta eru eiginlega nóvellur enda gjarnan gerðar sjónvarpskvikmyndir úr lengir sögunum hennar í Kanada. Powers er magnað vek. Ég væri til í að lána þér þessar bækur og breiða þannig út boðskapinn. Fyrsta bókin er ágæt og ég er sammála þér um að fyrsta sagan þar er einstök, en almennt kemst hún ekki í hálfkvisti við það besta eftir Munro.

7:57 e.h., apríl 01, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Carried Away er ekki úr þarsíðustu heldur úr Open Secrets. Í svipuðum klassa er síðan titilsagan úr Hateship, Friendship, Courtship, Loveship, Marriege.

7:58 e.h., apríl 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er að koma ný bók frá honum Brown? Langt er um liðið frá þeirri síðustu.

9:06 e.h., apríl 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta settir þú inn í gær:
„En hvað ég er að tala um þetta við ykkur, bjánarnir ykkar, þið þekkið hana ekki og kunnið ábyggilega ekki að meta hana. Haldið bara áfram að lesa Dan Brown.“
Hvað er að? Ertu að snapa rifrildi? Þú gengur greinilega ekki heill til skógar. Svo er fólk að svara þér kurteislega, líklega vegna þess að það vorkennir þér. Bendi fólki að lesa comment 40. talsin, þann 27. mars. Þar var verið að reyna að skýra út fyrir Ágústi auðveldar staðreyndir, en ekkert gekk. Hann hótaði ofbeldi, ekki skrýtið að fólk þori ekki að koma ekki undir nafni.

Vona að þér batni í alvöru.

9:45 f.h., apríl 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gilz mokar út bókum, Andri Snær mokar út bókum og Gústa er dömpað af Blaðinu. Hvað er nýtt?

1:00 e.h., apríl 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Tískubólur koma og hverfa síðan sem dögg fyrir sólu. Hver mann eftir Gilz eftir 1000 ár. Bloggið hans Gústa kemur til með að gegna sama hlutverki sem annálaritun fyrri alda,þar sem fólk getur grennslast fyrir um stórhugsanir litla mannsins.

1:57 e.h., apríl 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Iss, þetta segir bara ljóta fólkið.

4:35 e.h., apríl 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Veistu, ég get ekki munað titilinn. Eina ástæðan að ég man titlanna á Dance of the Happy Shades og sögunum þar í er að ég skrifaði grein um bókina fyrir Drauminn fyrir greinaflokk sem ég hugðist halda úti um gleymdar fyrstu bækur þekktra rithöfunda. Ég hætti síðan við í miðjum klíðum þegar ég uppgötvaði að ég hafði ekkert að segja um þá bók sem ég gæti ekki sagt með tveim þremur hlekkjum á bókagagnrýni á netinu.

En hin bókin sem ég las var, að ég held, frá 9. áratugnum. Ef ég man rétt þá fannst mér fyrsta sagan brillíant en sögurnar sem eftir komu dæmi um lögmálið um 'diminishing returns' (man ekki íslenska heitið) og hafi að lokum lagt bókina frá mér í miðri sögu og ekki klárað. Reyndar var leið mín að Alice Munro dálítið skrítin því að ég las þetta safn í þeirri trú að Alice Munro væri breska skáldkonan Iris Murdoch, og uppgötvaði mistökin ekki fyrr en einhverjum mánuðum seinna þegar myndin Iris var sýnd á Íslandi.

Hins vegar las ég þetta fyrir sirka fimm árum (sumarið eftir að ég útskrifaðist úr MR, held ég) og bókmenntasmekkur minn hefur þróast talsvert, þannig að ég hef í hyggju að kíkja á einhver af síðari söfnum Munro. Kannski þegar ég er loksins búinn að lesa allar þær íslensku bækur sem mér fundust áhugaverðar sem komu út á síðastliðnu ári. Dance of the Happy Shades las ég fyrr í vetur og hafði gaman af, þrátt fyrir að ég hafi hoppað yfir sumar sögurnar ef mér leist ekki á fyrstu blaðsíðurnar. Ég nenni ekki að lesa texta sem mér finnst ekki góður. Ég myndi gjarnan vilja fá bækurnar að láni, en ég bý í Providence borg í Bandaríkjunum, þannig að ég held að ég fái þær bara af bókasafni :)

5:52 e.h., apríl 02, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef þú býrð í Bandaríkjunum þá geturðu auðvitað fengið allt að láni eftir kellinguna. Ég er algjörlega ósammála þér og hef aldrei rekist á flatneskju í sögu eftir Munro. Stíllinn er oft einfaldur, frásögnin hæg og söguþráðuinn stundum flókinn og ruglingslegur en allt er þetta mikið á dýptina. Af nokkur ónákvæmni en ekki út í loftið má segja almennt um sögur Munro að því lengri og því nýrri sem þær eru, því betri.

5:56 e.h., apríl 02, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:29 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:05 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home