sunnudagur, mars 26, 2006

Ég held að Sjálfstæðismenn ættu að gleðjast varlega yfir niðurstöðum skoðanakönnunar um fylgi flokka til borgarstjórnar. Það er vissulega gott að vera með meirihluta en 40% óákveðnir ætti skv. reynslunni að þýða töluverðan mínus af þessu fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er samt ekki slæm staða rétt fyrir kosningabaráttuna.

Ég heyrði í dag þau rök að það væri meira lýðræði að nokkrir flokkar stjórnuðu borginni fremur en að hún kæmist aftur undir stjórn eins flokks. Vel má vera að eitthvað hafi vantað upp á lýðræðið í valdatíð DO sem borgarstjóra. Hins vegar vissu menn hvað þeir voru að gera, höfðu skýr markmið og náðu þeim. Þeir ætluðu sér að byggja ráðhús og gerðu það. Það sama gilti um Perluna. BÚR var seld og ýmsar fleiri umbætur framkvæmdar. - Það var líka kraftur í R-listanum í byrjun, sérstaklega í dagvistarmálum. En í seinni tíð óskar maður eiginlega eftir minna lýðræði og meiri stefnufestu, þ.e. ef lýðræði ef fólgið í sífelldum samkomulagsbræðingi nokkurra flokka og flokksbrota (sem hinn almenni borgari upplifir í sjálfu sér ekki sem meira lýðræði en ofurvald eins flokks). Menn sjá hryllinginn á Hringbrautinni, Hlemmi og í nýju leiðakerfi SVR. Allt dæmi um skelfilegar aðgerðir fólks sem getur ekki ákveðið í hvorn fótinn það ætlar að stíga.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta enn ein tilgátan sett fram án djúprar þekkingar?

Hvað er BÚR?

7:10 e.h., mars 26, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hér áður fyrr tíðkaðist að bæjarfélagið stæði í útgerð. Davíð slátraði því. Einu sinni tíðkaðist líka að vinnandi fólk gæti ekki komið börnunum sínum í leikskóla, það breyttist með R-listanum. Djúp þekking? Já, maður getur a.m.k. upplifað skipulagsmistökin undanfarin misseri sjálfur.

7:12 e.h., mars 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Var það Davíði að þakka að BUR var seld ? Jú Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir einkavinnavæðingu.

8:08 e.h., mars 26, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta áttu ekki að vera skrif til að mæra Davíð. Ég var bara að velta því upp að það væri ekkert verra að einn flokkur færi með stjórn borgarinnar en margir. Í seinni tíð virðist stjórn margra flokka leiða til óákveðni og glundroða. - Ég efast um að nokkur gæti hugsað sér núna að Reykjavíkurborg stæði í sjávarútgerð.

9:22 e.h., mars 26, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:54 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:05 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home