mánudagur, mars 24, 2008

Café Roma á Eyjunni

Það gerðist ítrekað misserin mín á Vísisblogginu að ég hjólaði upp á Rauðarárstíg, settist inn á Café Roma (sem í raun réttri telst til Laugavegar), kveikti á fartölvunni og bloggaði. Ég hætti hins vegar um áramótin og nú tæpum þremur mánuðum síðar er ég að detta inn á Eyjuna. Á nákvæmlega þessari stundu er ég staddur á þessu sama ágæta kaffihúsi en gamla blogspot-síðan mín færist hingað á Eyjuna. Vel má vera að fyrstu færslurnar hér munu ekki leiftra af sömu stílsnilldinni og margt sem ég bloggaði áður því ég skynja þegar í byrjun að ég er ryðgaður í þessu formi.

Allir vita hvers vegna ég hætti og hafa hlegið að því upp í opið geðið á mér. Bókin mín seldist í 200 eintökum. Líklega munu um 1000 manns taka hana að láni á bókasöfnum á þessu ári (miðað við útlán hingað til). Þetta er mín staða. Ég er rithöfundur. Ég á lesendur en þeir eru ekki ýkja margir enn sem komið er. Auðvitað er engan veginn útséð með minn rithöfundarferil. Menn eldast vel í þessu fagi, ég er 45 ára og er við góða heilsu. Ég kann nú orðið ýmislegt fyrir mér í ritlistinni og á eftir að láta mikið að mér kveða í framtíðinni.

En engu að síður er það þannig að þegar ég gef út bók er niðurstaðan yfirleitt svona frekar vinsamlegt tómlæti. Hingað til, það er að segja. "Æ, það er svo mikið af rithöfundum og bókum", hugsa ég þá.

Á hinn bóginn er það líka staðreynd að þegar ég blogga dreg ég að mér athygli. Bloggarar eru hins vegar miklu fleiri en rithöfundar, þeir skipta líklega tugum þúsunda hérlendis. Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei runnið saman við þann massa heldur alltaf skorið mig úr og það án þess að reyna nokkuð beinlínis til þess.

Það þýðir lítið að velta vöngum yfir þessu. Bara halda áfram. Að skrifa sögur og blogga. Því mér varð fljótt ljóst að ég vildi halda áfram blogginu. En ég vildi líka breyta til. Ég talaði við Eyjuna fyrir stuttu. Þeir tóku vel á móti mér og létu teikna af mér þessa fínu mynd.

Ég hef ekkert að segja um hrun krónunnar og yfirvofandi kreppu. Aðrir gera því góð skil og ég les af áhuga. Mig langar hins vegar að fjalla dálítið um frásagnartækni á næstunni. Það verður ekki þungmelt en er efni næsta pistils sem birtist í síðasta lagi eftir viku.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með nýja bloggheimilið!

5:16 e.h., mars 24, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

takk

5:20 e.h., mars 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur verið að bókin þín hafi ekki selst betur en raun bar vitni af því að bókaútgefandinn þinn var ekki nógu duglegur að plögga henni?
Allavega fann ég hana ekki á þremur bóksölustöðum í Vesturbænum þegar ég var að svipast um eftir henni fyrir jól. Hefði keypt hana ef ég hefði séð hana en sá hana ekki og nennti ekki að gera mér ferð í bókabúð.
Er svo ómenningarlegur að kaupa mínar bækur í matvörubúðum.

7:11 e.h., mars 24, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bónus vildi hana ekki en hún var í Hagkaup. Reyndar sá ég fjölmargar alveg jafnósöluvænlegar bækur í Bónus.

7:37 e.h., mars 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert alveg ágætur bloggari til aflestrar en hvað fær þig til að draga þá ályktun að þú sért ekki hluti af bloggmassanum íslenska?

Ertu svona framúrskarandi eða bara öðruvísi?

Auðvitað ert þú sérstakur. Fallegt og einstakt snjókorn, jafnvel fágætur.

Eins og flestir aðrir.

11:10 e.h., mars 24, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er hluti af massanum en ekki einn af þeim sem hverfa inn í hann, sem renna saman við hann.

12:24 f.h., mars 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég samgleðst. Ánægður með að þú ert kominn á Eyjuna. Það er mín síða. Mér finnst bloggarasystemið frábært hjá þeim.

Mér finnst gaman að kommenta á blogg annarra!! Er svo sem frekar lélegur penni held ég. Nota svo mikið af óþarfa atviksorðum og lýsingarorðum.

Kannski ég geti lært eitthvað af næstu pistlum þínum um frásagnartækni.. :-)

Ég er ekki búinn að lesa nýjustu bókina þína en það er ekki vegna þess að mig langar ekki til þess. Heldur vegna þess að ég er hryllilega lélegur við bóklestur yfir höfuð þessi misserin. Er ennþá að reyna að krafla mig í gegnum Rimlar hugans síðan um jól og það á víst að vera bók sem ekki á að vera hægt að leggja frá sér!!!

En.. alla vega. Frábært að sjá þú ert kominn í púkkið hérna á Eyjunni. Hlakka til að lesa bloggið þitt.

Bestu kveðjur
Jón H.

4:13 f.h., mars 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þakka hlýjar móttökur, Jón.

11:24 f.h., mars 25, 2008  
Blogger Finnur Þór Vilhjálmsson said...

Velkominn aftur ÁBS. Þú ert vissulega gimsteinn í bloggsorpinu.

Fyrst þú minnist á það verð ég að nefna: Já, ég las bókina þína. Og nei, ég keypti hana ekki heldur tók hana á Borgarbókasafninu. Meira að segja meðan hún var nýútkomin með tveggja vikna skilatímanum og dagsektum.

Og þú mátt alveg vita að mér fannst hún góð. Með betri íslenskum bókum sem ég hef lesið undanfarið. Hún er knöpp og skýr og markviss og í henni einhver laxnesk samúð með persónunum - mitt í öllum næðingnum og kaldrananum - sem einkennir oft góðar sögur. Ég spara nákvæmari útlistun enda fannst mér meira um vert, í ljósi þanka þinna í pistlinum, að koma að meginatriðinu: bókin er góð, svo haltu áfram.

11:29 f.h., mars 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir þetta, Finnur Þór. Einhver tíma smellur þetta allt saman.

11:33 f.h., mars 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að þú skyldir byrja að blogga núna. Það var nefnilega í morgun að ég horfði á myndina Bráðin.
Ég vona að önnur verk þín séu ekki í sama gæðaflokki, því að ef svo er þá er ekki að undra að fólk hafi ekki keypt bókina þína. Miklu frekar hitt að þúsund manns fái hana að láni.
Eitt að lokum, skrifaðir þú setninguna "djöfull skal ég ríða henni maður" sjálfur, eða var um spuna leikarans að ræða?
Ég væri líka til í að fá meiri upplýsingar um gerð þessarar myndar og hvernig þessi prósess var.
Endilega skrifaðu mér línu á gustafhannibal@gmail.com

11:44 e.h., mars 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég svaraði Gústafi Hannibal í tölvupósti og sagði honum frá afskiptum mínum af stuttmynd sem ég hef aldrei séð, en þau fólust í að skrifa fyrst handritsdrög sem síðar munu hafa breyst, á hvern hátt ég veit ekkert um og hef engan áhuga á.

12:08 f.h., mars 26, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home