föstudagur, mars 28, 2008

Tímar aðgerðaleysis

Átti maður að hlæja eða gráta yfir viðtalinu við Gísla Martein og Dag Eggerts úti á Hverfisgötu í Kastljósinu í gærkvöld?

Kannski hlæja og gráta.

Þeir stóðu fyrir framan viðbjóðslegan, útkrotaðan og niðurníddan húskofa, einn af ótalmörgum í miðborginni. Dagur er í svona léttum grobbstjórnarandstöðuham þess efnis að ástandið hefði verið skárra í dag 100 dagana hans. Gísli Marteinn viðurkenndi að of mikið væri blaðrað í nefndum og stýrihópum og of lítið gert en maður fékk sterklega á tilfinninguna að þannig yrði það áfram.

Þeir máttu eiga að þeir voru ágætlega klæddir - í æpandi mótsögn við húskofana.

Sú skoðun sérfræðinga virtist ekki hafa náð til þeirra að það sé marklaust og fráleitt að vernda hús og hús. Ákvörðun um allsherjarskipulag á Laugaveginum og í nágrenni er það sem gildir og langskynsamlegast virðist að byggja í gömlum stíl. Verndun húsa sem slíkra finnst mér vera óþörf, aðalatriðið er heildaryfirbragðið, byggingarlag þeirra húsa sem standa eiga á þessu svæði, hvort sem þau eru uppgerð, endurgerð eða nýbyggð.

Er nokkur minnsta von til þess að núverandi furðumeirihluti í borgastjórn geti tekið af skarið og komið þessum málum í höfn? Gulrótin er kosningasigur, nokkuð sem í dag virðist mjög fjarlægt fyrir báða flokka sem hafa meirihluta í borginni.

2 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Ég er nokkurn vegin sammála þér, aldrei þessu vant enn eina ferðina. Ég skil ekki þessa hallæris-krútt-maníu að vilja vernda alla hjalla í þessari borg. Allt í lagi að rífa hús sem hafa fyrir löngu tapað gildi sínu og eru orðin ekkert nema lýti og brennumatur. Aftur á móti fatta ég ekki að það þurfi í stað þessara hjalla að byggja steinsteypuklumpa í naumhyggjustíl sem eru enn ljótari en forverar þeirra á hverju einasta auða plássi sem finnst í borginni.

1:52 e.h., mars 28, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home