mánudagur, desember 29, 2008

Aukaatriði

Hver skrifar greinarnar fyrir Jón Ásgeir? Ég dreg auðvitað ekki í efa að þetta er hans málflutningur en hver sér um útfærsluna, þ.e. hin eiginlegu skrif? Þið hafið heyrt hann tala í sjónvarpi og vitið að þessi maður skrifar ekki heila opnugrein á boðlegri íslensku. Það tæki hann tvö ár að koma öllum þessum texta saman.

Svo hver er greinaskrifari Jóns Ásgeirs? Það hlýtur að vera nokkuð merkilegt starf á sinn hátt.

Er það einhver núverandi blaðamaður DV eða Fréttablaðsins?

Vonandi fyrrverandi.

Eða bara einhver góður pr-penni.

26 Comments:

Blogger Sveinn Ólafsson said...

Sæll Ágúst.

Heitir hann ekki Ásgeir Friðgeirsson? Mér finnst þetta ágætlega skrifaðar greinar hjá honum.

kveðja, Sveinn Ólafsson.

9:43 e.h., desember 29, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég myndi halda að Ásgeir Friðgeirsson gegndi slíku hlutverki fyrir Björgólf Guðmundsson.

9:48 e.h., desember 29, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Er hann ekki ágætlega giftur? Ég er viss um að spúsa hans sé alveg ágætlega ritfær.

10:01 e.h., desember 29, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hefur hún verið kennd við ritmennsku? - Ekki það að slíkt þurfi svo sem til. Þú gætir alveg skrifað svona greinar, Maddi.

10:03 e.h., desember 29, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það mun vera lögmaður hans Gestur Jónsson sem skrifar fyrir hann.

Svo er ekki útilokað að Hreinn Loftsson eigi hlut að máli, en hann er þó meira í verkum fyrir pabbann.

Blaðamönnum Baugsmiðlanna hefur aldrei verið treyst fyrir svona verkefni.

10:39 e.h., desember 29, 2008  
Blogger Bergsteinn Sigurðsson said...

Af hverju ætti okkur blaðamönnum Baugsmiðlanna að vera falið slíkt verkefni?

11:11 e.h., desember 29, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sú athugasemd er nú bara svona skætingur í mér. Innblásturinn kom þó af Stöð 2 en viðtal Sindra við Jón Ásgeir rétt eftir að ríkið tók yfir Glitni var eins og Sindri væri að vinna pr-verkefni fyrir Jón Ásgeir. Og í öllu sínum hamagangi gegn syndurum þjóðarinnar í gegnum árin, allt frá pedófílum upp í ráðherra Sjálfstæðisflokksins, svo við tökum tvö dæmi af mönnum sem blaðið hefur hamast hvað mest á, þá hefur það aldrei blakað við Jóni Ásgeiri. Auðvitað ekki.

11:18 e.h., desember 29, 2008  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Það er greinilega prófesjónal PR skríbent sem skrifar en fyrirsögnin er samt arfavond: Setti ég Ísland á hausinn? Þetta eiga eftir að verða áhrinsorð, svipað og "I am not a crook" Nixons.

12:32 f.h., desember 30, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

"I am not a crook" Nixons var örugglega setning frá PR-manni. Misheppnuð ráðgjöf eins og fyrirsögnin á þessari grein.

Frank Zappa hefur gert þessa setningu ódauðlega í mínum haus því hann tautar þetta í lagi sem mig minnir að heiti "Son of Orange Country".

Textinn er nokkurn veginn svona:

And in your dreams you can see yourself
as a prohphet
saving the world
the words from your lips: "I am not a crook" {Zappa tautar þetta, en söngvari í hljómsveitinni syngur hitt}

I just can´t believe you are such a fool (margendurtekið og verður að viðlagi).

Mjög skemmtilegt að sjá þessa vísun í mál Nixons. Erkistaða valdamanns sem liggur undir ásökunum og yfirskrift varnarræðu hans er: I am not a crook - Það var ekki ég sem setti Ísland á hausinn, ég er víst góður og ég ætla að bjarga landinu.

12:38 f.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur verið að grein Jóns Ásgeirs (Gests Jónssonar) í Morgunblaðinu hafi borist án fyrirsagnar? Þótt PR menn og lögmenn hafi legið yfir greininni flaska þeir oft á svona atriði. Það er ekki útilokað að Morgunblaðið hafi sett fyrirsögnina og sótt hana í greinina sjálfa. Ég er sammála því að þetta gætu orðið áhrínsorð.

12:56 f.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ágúst
Ég hef einmitt verið að velta þessu sama fyrir mér í dag.
Hver ætli hafi skrifað þessa grein?
Það var sérstaklega eitt orð sem ég hnaut um sem olli þessum vangaveltum hjá mér.
Þetta var orðið "harðdrægni". Hver notar svona orð?
Amk.ekki Jón Ásgeir svo mikið er víst ;)

Kveðja
Ásta B

3:15 f.h., desember 30, 2008  
Blogger Bergsteinn Sigurðsson said...

Greinin birtist á Vísi undir sömu fyrirsögn og í Mogganum, sem bendir til þess að hún hafi fylgt greininni.

3:18 f.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það sást langar leiðir að þetta var skrifað af sjálfum Jóni Ásgeiri. Þetta var illa útfært og málfar mjög lélegt. Ef einhver hefði skrifað þetta fyrir hann sem kynni að skrifa góða íslensku hefði þetta ekki litið svona illa út. Hann skrifaði þetta sjálfur. Ekki að ég ætli að halda uppi vörnum fyrir hann - fannst þetta léleg grein sem gerði honum ekkert gott - en hvað með það þó svo að hann hefði nú ekki skrifað greinina sjálfur. Ekki skrifa alþingismenn eða ráðherrar greinar sínar sjálfir. Til þess greiðum við skattborgarar fleiri milljónir á ári.

4:54 f.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki finnst mér svosum neitt ólíklegt að Jón Ásgeir hafi mann í vinnu fyrir sig til að skrifa greinar ef með þarf, en samt held ég að hér sé ákveðin ný-mýta í gangi - að þú þurfir að geta talað til að geta skrifað. Ýmsir rithöfundar geta verið óttalega málheftir en skrifað svo eins og englar. Svo var þetta að auki frekar kauðslega skrifaður vaðall sem þarf engann ritsnilling til að færa til bókar ...

4:54 f.h., desember 30, 2008  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Hann hefur staðið yfir ritara, stúdent úr MR upp úr 60, sem hefur bætt við orðum eins og harðýðgi, en fyrirsögnin hlýtur að koma frá JÁ og á skilið að verða að máltæki:

Hva´erta skamma mig? Setti ég Ísland á hausinn?

Alltaf er mér kennt um allt - setti ég Ísland á hausinn?

Úbbs, þar fór ég alveg með það. Setti ég Ísland á hausinn?

3:38 e.h., desember 30, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég var ekkert að segja að greinin væri snilldarlega skrifuð en hún er birtingarhæf. Jón Ásgeir getur ekki skrifað svona texta, hvort sem þið eruð hrifin af textanum eða ekki.

5:41 e.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"Þú gætir alveg skrifað svona greinar, Maddi."

7:05 e.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja herna menn ad velta ser upp ur malfarinu .... kannski er hann slæmur drengur ... en vid erum ad sokkva dypra og dypra ... og menn bara spa hvort malfarid se rett edur ei ... tharf ekki ad leggja alla thjodina inn a hæli ... endurhæfingu til ad na attum aftur ...

10:08 e.h., desember 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski er hann slæmur drengur? Og við djúpt sokkin á leið á hæli? Hann er gerspilltur og rotinn inn að beini og greinaskrif hans siðblind og málfarið hluti af honum. Áttirnar eru skýrar, eigur Jóns Ásgeirs upptækar, Davíð Oddsson frá og helst á hæli og auðmannaríkisstjórnina burt.

3:17 f.h., desember 31, 2008  
Blogger Varríus said...

Nenni ekki að leggja mat á ritsnilli Jóns, eða kremlólógíu um hver gæti huxanlega hafa skrifað hana fyrir hann. Nær væri fyrir þá sem ráða við svoleiðis að fara lið fyrir lið yfir málsvörnina sem þar birtist og hrekja hana ef hrakin verður.

Tek hálfpartinn ofan fyrir Jóni samt, fyrir að vera eini útrásarskúrkurinn sem nennir að flytja mál sitt meðan aðrir kjósa þögnina.

Ég skrifaði um árabil fasta pistla í morgunblaðið (leiklistargagnrýni). Tvisvar kom það fyrir að ég gleymdi að semja fyrirsögn. Í annað skiptið völdu þau eina frasann úr dómnum með innsláttarvillu, sem að sjálfsögðu hélt sér í fyrirsögninni. Í hitt skiptið fundu þau einu jákvæðu setninguna í dómnum og notuðu hana.

9:48 f.h., desember 31, 2008  
Blogger HTB said...

Ég velti einu fyrir mér ... hvað er svo fjarstæðukennt við það að Jón Ásgeir sé skríbent orða sinna?

10:18 e.h., janúar 04, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:18 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.4
vibram fivefingers shoes
christian louboutin shoes
moncler online outlet
moncler outlet
jordan shoes
ralph lauren uk
oakley sunglasses wholesale
fitflops sale clearance
coach outlet
moncler jackets

3:11 f.h., júlí 04, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
coach outlet
coach outlet
jordan 8
nfl jerseys
ralph lauren uk
off white shoes
jordan shoes
ray ban eyeglasses
air jordan 4
oakley sunglasses wholesale

4:26 f.h., júlí 17, 2018  
Blogger te12 said...

qzz0727
suicoke sandals
ugg outlet
swarovski crystal
pandora charms
oakley sunglasses
manchester united jersey
carrera sunglasses
longchamp bags
ugg outlet
nike factory outlet

3:08 f.h., júlí 27, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home