laugardagur, desember 27, 2008

Konur uppseld

Ég held að málfræðilega ætti ég að skrifa "konur uppseldar". En það væri skrítið. Mér skilst að bókin hafi verið prentuð í innan við 1000 eintökum. Kannski 750. Nýhil gaf út í einhverju bríaríi af ástæðum sem mér eru ekki að fullu kunnar. Bókin kom seint út og var ekkert auglýst, ekki einu sinni í Bókatíðindum. En hún fékk afdráttarlaust lof í sjónvarpinu og það dugði til að klára upplagið. Líklega hefði selst mun meira af henni ef meira hefði verið prentað. Mér gæti skjátlast en samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrsta bók Steinar Braga sem hreyfist eitthvað. Hinar hafa líka fengið mjög góða dóma en þetta var svo afdráttarlaust og áberandi núna að það réð úrslitum. Sem segir manni að markaðssetning er alls ekki það eina sem skiptir máli í bókabransanum.

Ég var að skipta bókum áðan og ætlaði að fá Konur en hún var auðvitað ekki til. Vonandi prenta þeir meira eftir áramót.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Samkvæmt mínum heimildum kemur hún út í kilju eftir áramót.

4:09 e.h., desember 27, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það eru góðar fréttir.

4:33 e.h., desember 27, 2008  
Blogger Hermann Stefánsson said...

ja Nýhil er þá ekki fisjað saman.

5:17 e.h., desember 27, 2008  
Blogger Hálfvitarnir said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

6:15 e.h., desember 27, 2008  
Blogger Varríus said...

Náði í eintak af konumfyrir jól og gaf konunni. Erum til í að láta það fyrir ólesið eintak af Ofsa, 5 hamflettar rjúpur og diskinn með FM Belfast.

Nei, grín.

Gleðileg jól kall.

PS: Búinn að lesa Glímuna við Guð eftir Árna Bergmann. Fín bók

6:51 e.h., desember 27, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir kveðjuna Varrius og gleðileg jól.

7:00 e.h., desember 27, 2008  
Blogger nonnimagg said...

Glíman við Guð, lesist: leitin að grundvallartrausti til lífsins og tilverunnar dugar þar til konu kiljan kemur.

10:29 e.h., desember 27, 2008  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:18 f.h., desember 01, 2014  
Blogger yanmaneee said...

supreme outlet
goyard
yeezy supply
goyard
yeezy
goyard handbags
golden goose sneakers
yeezys
golden goose outlet
yeezy

1:16 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home