Meðal ungmenna
Ég skilaði BA-ritgerðinni minni í heimspeki í vikunni. Ég held að þetta sé ekki mjög þung lesning svo vel má vera að ég birti hana hér.
Tilfinningin var dálítið eins og að fermast þegar maður er orðinn fullorðinn. Eða missa sveindóminn á miðjum aldri. Eða drekka fyrsta bjórinn á fertugsafmælinu. Eða eitthvað.
Ég kláraði jafnframt síðasta smásagnakennslukvöldið mitt á þessu misseri. Ég er nokkuð viss um að sú starfsemi heldur áfram.
Áðan var ég í 4 klukkustunda fyrirspurna- og prófatíma í þýskum málvísindum. Samnemendur mínir voru ýmist ófæddir eða slefandi í leikgrind þegar ég var að ljúka stúdentsprófum. Samt fínn félagsskapur. Sérstaklega í hléinu þegar við sóttum okkur kaffi út í Þjóðminjasafn. Aldur er bara eitt af því sem getur aðskilið fólk. Svo eru margir fleiri þættir og þegar maður er með fólki sem hefur áhuga á Þýskalandi, tungumálum, bókmenntum, tónlist, kvikmyndum og fótbolta, þá er aldursmunurinn kannski ekki mikið mál.
Ég er búinn að vera afar afkastamikill á þessu misseri. Tek meira en fullt nám í háskólanum, hefur unnið ýmis launuð verkefni og auk þess haldið nokkuð góðum dampi í skriftum. Er í prófum til 12. maí og eftir þann tíma mun ég nánast helga mig skriftum fram á haust.
13 Comments:
Ég fagna því. Var að klára Hliðarspor; fínasta skáldsaga. Þó finnst mér þú sterkari í smásögunum (að minnsta kosti enn sem komið er). Verður næsta bók smásagnasafn eða skáldsaga?
Kv. Ástvaldur Tryggvason
Sæll og takk fyrir kveðjuna. Ég er sammála þér um að smásagnasöfnin mín eru töluvert betri en Hliðarspor. Hún hefur það þó sér til ágætis að lesa má fyrsta hluta hennar sem sjálfstæða, langa smásögu og sú smásaga er býsna góð. Ég ræð engan veginn við það sjálfur hvort ég skrifa smásagnasöfn eða skáldsögur hverju sinni. Í augnablikinu virðist næsta bók líka vera skáldsöga. Ég stefni hins vegar að því að hún verði betri en Hliðarspor.
Mér finnst reyndar vanta að menn (og konur) séu grimmari í smásögunum, of margir nota þetta sem æfingar fyrir skáldsögur. Það eru ekkert voðalega margir höfundar fyrir utan þig (og Davíð Oddsson) sem eru fyrst og fremst smásagnahöfundar. Það er ekki nauðsynlegt að allir rithöfundar skrifi skáldsögur.
Kv. Ástvaldur Tryggvason
Tim O´Brien: How to tell a true war story - The Things They Carried. Baneitruð snilld.
The Things They Carried er góð saga en það er mjög langt síðan ég las hana. Mig minnir að í stílnum sé mjög taktfast hljómfall og endurtekningar.
Ég var að benda á How to tell a true war story. Engin endurtekning. Lesandinn steinliggur í lokin.
Úr bókinni: The Things They Carried - vildi ég sagt hafa.
Ok. Hins vegar er The Things They Carried líka nafn á einni smásögu eftir Tim O'Brian og hana hef ég lesi í safnriti.
OK. Man ekkert eftir henni. En hún hlýtur að hafa verið beinlínis hrútleiðinleg sbr. hið diplómatíska komment: "mjög taktfast hljómfall og endurtekningar."
Nei, hún er áhrifamikil. Ég þyrfti nú bara að finna hana við tækifæri og reka hana framan í þig. En ég er í prófum. Vertu þarna einhvers staðar til taks, ég tékka á þessu seinna.
Email: abs14@hi.is
jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet
p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta
zzzzz2018.7.17
nike requin
uggs outlet
coach factory outlet
valentino shoes
michael kors outlet clearance
coach factory outlet
ralph lauren outlet
Skrifa ummæli
<< Home