fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ég hef verið að skrifa Cheerios auglýsingar í gær og dag. Kominn tími til. Maður er fyrst orðinn auglýsingamaður við það að skrifa um morgunkorn eða sælgæti. Alveg klassískt. Mig langaði helst að hafa þetta gamaldags: Veljið bragðgott og hollt Cheerios á morgunverðarborð yðar! -

Það eru til algengir kaffibollar með merkingunni illy rauðletraðri. Haldið á þeim er svo lítið að það er ekki hægt að stinga puttanum í gegnum gatið. Fyrir vikið er maður á nálum yfir að missa bollann. Kannist þið við þetta? Væri þetta gott smáatriði í sögu?

3 Comments:

Blogger Skarpi said...

Þekki ekki þessu tegund af bollum þannig, en kannast við tilfininguna, allir ættu að gera það. Amk aðrir en fíngerðar konur.
Sérstakt pain in the ass þegar bollinn er mjög heitur.

10:11 e.h., ágúst 26, 2004  
Blogger Ljúfa said...

ég er með mjög granna fingur og mér reynist jafn erfitt að halda á bollunum og öðrum.

Mér líst líka vel á að hafa slagorðið gamaldags, það væri ágætis tilbreyting frá síbyljunni og töffaraheitunum.

11:19 e.h., ágúst 26, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka kommentin. Það er mikilvægt með svona smáatriði að flestir lesendur kannist við þau. Ef svo er ekki þá missa þau marks. Þetta Cheerios-mál fór auðvitað í hefðbundinn farveg. Hins vegar er það skemmtileg hugmynd ef hún passar við eitthver konsept að skrifa auglýsingatexta á íslensku eins og hún var rituð um miðja síðustu öld, með þérunum og öllu tilheyrandi.

2:53 e.h., ágúst 27, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home