Ég hlýt að vera einhver heilbrigðasti offitusjúklingur landsins. Ég verð 42 ára eftir tvo og hálfan mánuð. Ég er 190 sm á hæð og veg 114 kg. Þessi 114 kg eru eina slæma talan í heilsufari mínu. Ég get nú eftir fjögurra vikna þjálfun skokkað 10 kílómetra á vel innan við klukkustund. Ég hef aldrei nein eftirköst af hlaupunum, fæ ekki í bakið, fæ ekki hálsríg, er hvergi aumur og á hlaupum fæ ég aldrei hlaupasting.
Áðan var ég að gefa blóð eins og ég geri á þriggja mánaða fresti. Við mælingu í Blóðbankanum reyndist blóðþrýstingurinn vera 75-130 sem er optimal og púlsinn milli 60-70 slög á mínútu.
Allt nema þyngdin er á æskustigi. Óneitanlega væri skemmtilegt að ná henni niður, nokkuð sem hefur veist mér erfiðara en nokkuð annað. En spurning hvort ég springi úr heilbrigði ef það tekst.
2 Comments:
Við erum þá að tala um feitan ungling.
Gefa bara og gefa blóð
gefa þar til þyngd er góð.
Skrifa ummæli
<< Home