þriðjudagur, september 28, 2004

Kápan er tilbúin í tveimur útgáfum. Ég er að beygja mig undir sölufortölur og vel kápuna með litmyndina. Þær eru báðar góðar. Ég er með próförkina í höndunum í síðasta skipti og líklega fer bókin í prentun á fimmtudaginn. Hún verður líklega gefin út þann 15. okt.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað eru margar sögur í bókinni?

12:58 e.h., september 29, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað eru margar sögur í bókinni?

12:58 e.h., september 29, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sögurnar eru 9. Sú stysta er 7 bls. en sú lengsta 27.

1:00 e.h., september 29, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Þá gæti bókin allt eins heitið "Níu líf".

1:07 e.h., september 29, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það kemur út smásagnasafn fyrir jólin eftir Hermann Stefánsson sem heitir Níu þjófalyklar. Í henni er saga sem heitir Stolið frá höfundi Stolið frá höfundi stafrófsins. - Það er ekkert svona sniðugt á ferðinni hjá mér, því miður. Reyni bara að skrifa góðar sögur. Það virkar ekki alltaf á jólamarkaðnum.

1:10 e.h., september 29, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home