Í ljósi þess hvað raunverulegir kynferðisglæpir eru skelfilegir og svívirðilegir þykir mér blóðugt að sjá menn tekna af lífi í fjölmiðlum fyrir minni sakir. Það er ekki smekklegt af ungum kennara að senda unglingsstelpum dónaleg sms-skilaboð en verðskuldar ekki fjölmiðlaaftöku og mannorðsmissi. Heimskulegt og ósmekklegt, kannski gert í fylleríi; eitthvað sem ber að stöðva ... á sama tíma og menn missa mannorðið fyrir þetta og fyrir að hössla graða táninga á netinu eða einfaldlega að vera ásakaðir um áreitni, stundum saklausir; þá eru raunverulegir barnaníðingar að eyðileggja líf barna sinna og stjúpbarna víðs vegar um landið, og komast upp með það. Hættum að hengja bakara fyrir smið.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home