mánudagur, september 20, 2004

Sumar bækur endast betur en aðrar og öfugt. Árið 1998 kom út smásagnasafnið Sérðu það sem ég sé eftir Þórarinn Eldjárn. Þegar ég las bókina á sínum tíma fannst mér sumar sögurnar góðar, aðrar sæmilegar og enn aðrar slakar. Núna er ég að lesa bókina í annað sinn og finnst sumar sögurnar frábærar, aðrar góðar og enn aðrar sæmilegar. - Á Borgarbókasafninu er nú dálítil smásagnakynning í einum rekkanum rétt hjá innganginum. Þar er fjöldi af íslenskum smásagnasöfnum frá ýmsum tímum, ólíkum af gerð og gæðum. Tvö eintök af Sumrinu 1970 eftir Sjálfhælinn hafa ratað beint í útlán úr rekkanum og nú er þriðja eintakið komið upp. Það eru reyndar samtals þrjú eintök af bókinni af aðalsafninu í útláni. Auk þess er Í síðasta sinn, eftir sama höfund, í þessum smásagnarekka auk eins og áður sagði, fjölda bóka eftir ýmsa aðra höfunda.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

apropos bækur, er búið að leggja Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness af?

4:18 e.h., september 21, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, það held ég ekki. Ég hugsa að þau verði afhent í nóvember og verðlaunahöfundurinn viti af því nú þegar.

4:20 e.h., september 21, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða víst tilkynnt í lok október. Loksins hefur dómnefnd fundið verðugt handrit. Skilst að dómnefnd skili ekki einu sinni af sér umsögn um innsend handrit, sem varla getur talist faglegt vinnubrögð. Ætli þetta sé almennt þegar um bókmenntasamkeppnir hérlendis er að ræða?

8:50 e.h., september 27, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða víst tilkynnt í lok október. Loksins hefur dómnefnd fundið verðugt handrit. Skilst að dómnefnd skili ekki einu sinni af sér umsögn um innsend handrit, sem varla getur talist faglegt vinnubrögð. Ætli þetta sé almennt þegar um bókmenntasamkeppnir hérlendis er að ræða?

8:50 e.h., september 27, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, svona hefur þetta alltaf verið gert með bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Ég þekki tvo höfunda sem hafa fengið þessi verðlaun, þar af annan mjög vel og þykist af þeim kynnum vita að höfundi hafi verið tilkynnt þetta snemma í sumar, líklega í júní. Hins vegar eru verðlaunin tilkynnt sama dag og bókin kemur út, einhvern tíma hefur nú tekið að ganga endanlega frá handritinu, hanna kápu og prenta; þannig að ljóst er að þetta hefur legið fyrir lengi. Ég sé svo sem ekkert að því. - Tómasarverðlaunin hljóta líka að verða tilkynnt fljótlega og án efa veit verðlaunahöfundurinn af þeim fyrir löngu, annars hefði hann ekki getað gengið frá útgáfu á verðlaunabókinni fyrir jólin. - Því miður hlaut ég hvorug þessi verðlaun en það gæti nú komið að því síðar. Vonandi eru þetta spennandi bækur.

10:17 e.h., september 27, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home