þriðjudagur, mars 01, 2005

http://www.kistan.is/efni.asp?n=3448&f=15&u=95 Undarleg grein á Kistunni þar sem faðir er hylltur og líka gerð uppreisn gegn honum. Jæja, kannski lágkúra að tengja málefni blóðskyldleika með þessum hætti, sleppum því, en dálítið undarleg er sú tilhneiging að skoða heiminn alltaf í kynslóðum þar sem hver kynslóð er í raun bara fæðingarár á einum tugi. Bjartur hefur eins og allir vita sótt gríðarlega í sig veðrið á útgáfumarkaðnum og slíkt ýtir undir viðburði eins og það sem gerðist hjá Sjón. Svo einfalt er það. Bók Einars Más var auðvitað frábær og verðlaun hans komu engum á óvart á sínum tíma. Er ekki annars sirka 6 ára aldursmunur á Einari Má og útgefanda Sjóns, 8 ára aldursmunur á Sjón og Einari Má?

Þetta er samkvæmisleikur.