þriðjudagur, maí 10, 2005

Er ég að verða lesblindur?

Þá verð ég fljótlega rekinn úr vinnunni. Síðasta færsla er byggð á mislestri.

41 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sem rithöfundur hlýtur þú að þekkja það þegar bækurnar þínar eru með tilboðsmiðum á einhverju rosalega niðursettu verði. er það hræðileg tilfinning? ég er að reyna að þykkja skráp minn fyrir framtíðina...
kveðja, tinnbert.

2:55 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Lenda ekki allar bækur á svona útsölum eða næstum því allar, hvort sem þær hafa selst vel eða ekki? Það er bara prentað meira af sölubókunum. Annars þekkirðu þetta betur en ég.

3:44 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

jú mikið rétt, ég þekki útsölur en ekki tilfinninguna að sjá sitt eigið verk með gulum miða á útsölu...

3:57 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

jú mikið rétt, ég þekki útsölur en ekki tilfinninguna að sjá sitt eigið verk með gulum miða á útsölu...
tinnbert.

3:57 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef voða lítið hugsað út í þetta. Skil samt pælinguna.

3:58 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ert þú með bók á leiðinni? Þú hljómar dálítið þannig?

3:59 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ummm... já, ætli það ekki. kannski sjálfsævisögu eða smásögur. veit ekki alveg. gengur illa að byrja þó að hugmyndirnar leki úr eyrunum á mér.
tinnbert.

4:09 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ert þú ein af þeim sem þurfa bara að smella fingra eða segjast vera að skrifa til að fá útgáfusamning, eða er allt óvíst með slíkt?

4:12 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

greini ég biturð í þessum orðum herra ágúst borgþór?
nei, ég er ekki ein af þeim, ég er ekki ein af neinum og mun aldrei sækjast eftir því!
tinnbert.

4:16 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

og bæ ðe vei... þá er ég að stelast til að lesa í vinnunni... merkilegt að vinna í bókabúð og mega ekki lesa bækurnar... og ég er að lesa tvisvar á ævinni... hahaha! enn sem komið er finnst mér mjólk til spillis best.
tinnbert.

4:21 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér þykir rosalega gaman að þú skulir fíla Mjólk til spillis. Það eykur líkurnar á því að þú sért efni í rithöfund sjálf. ÞAð eru ekki allir ánægðir með þá sögu. - Ég vil nú ekki meina að kommentið áðan sé biturt, enda er ég nú útgefainn. En það verða alltaf til skrýtnar sögur (bæði hér og annars staðar) um góðar bækur sem fá seint gefnar út og hörmulegar bækur sem ekkert mál er að fá gefið út. Á síðustu árum þekki ég tvö dæmi um bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eftir að þeim hafði verið hafnað í bak og fyrir víða af útgefendum. Þetta mun alltaf fylgja bókmenntaheiminum og í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Ennig veit ég um bandaríska skáldsögu sem hlaut Pulitzer-verðlaunin en hafði áður verið hafnað af 13 útgefendum og fékkst ekki gefin út fyrr en Saul Bellow fór í málið.

6:07 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hvaða bók er það?
mér finnst eiginkona þýskukennarans líka skemmtileg, ekki samt skemmtilegri en mjólk til spillis...
tinnbert.

6:19 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Vinsælasta sagan er Sektarskipti. Mér hefur lengi sjálfum fundist Mjólk til spillis best.

6:21 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bókin heitir Ironweed. Eftirnafn höfundarins er Kennedy en ég er búinn að gleyma fornafninu. Kvikmynd var gerð eftir bókinni, í henni leika Jack Nicholson og Meryl Streep róna. Myndin er frá 1989.

6:26 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég ætla að lesa ironweed...
berti.

6:30 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hann heitir william!
tinnbert.

6:32 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held hún sé til á íslensku.

William, já. Hvar væri maður staddur án stuðnings þeirra ungu, skörpu og kviku?

6:34 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

í helvíti skyldi ég ætla!
hvað ætli hún heiti á íslensku?... járngras eða járndóp?
berti.

6:37 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Járngresið. Ég held að gamla AB hafi gefi hana út áður en það fór á hausinn. Er ekki viss. Örugglega til á bókasafninu.

6:41 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

sú sem er ekki hér lætur mann fá sting í hjartað og sálina... ég ætla að klára þessa bók í kvöld!
tinnbert.

6:49 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nú skrepp ég í Ríkið og kaupi mér eitthvað til að skála í.

6:51 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er þetta væmið og fallegt hjá ykkur. Það liggur við að maður fari hjá sér. Ágúst á eftir að dansa nakinn í stofunni heima hjá sér og sulla yfir sig freyðivíni. Burtséð frá því, ég veit að BJarna Bjarnasyni var hafnað víða með Maríu Mey. Hver er hinn, höfundur. Plís, ekki segja að það sé trúnaðarmál. Get ekki séð að það skipti nokkru máli þó því sé ljóstrað upp. kv blog.central.is/kristjon

7:01 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Öll Eddu-forlögin höfnuðu Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson, sem Bjartur gaf síðan út.

7:07 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er merkilegt. Ég á þessa bók, kláraði hana ekki, margt í henni var þó höfundinum til sóma. Hann notaði reyndar sama karakter og var í einu af aðalhlutverkunum í sögu sem ég var að skrifa einu sinni, á undan honum þá. Nú skil ég af hverju þeir vildu ekki gefa söguna mína út. Það var helvítis presturinn. kv kkg

7:21 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður sér Gústa fyrir sér ofurölvi virðandi fyrir sér spegilmynd sína í stofurúðunni einhvers staðar í Vesturbænum. Eins og risavaxinn telletubbie. Skemmtileg sjón eða hitt þó heldur.

7:57 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Á Tómasarhaga. Á næstu hæð fyrir neðan Bjarna Fel. Annars ætla ég að fresta þessum hátíðarhöldum, því ég þarf að skrifa í kvöld.

8:02 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég kunni mun síður að meta eiginkonu þýskukennarans en aðrar sögur í bókinni. kann ekki að skýra hvers vegna.
Jónas

8:15 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað segir B Fel um bækurnar þínar?

10:06 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

jæja... búin með bókina. fannst mjólk til spillis, sú sem er ekki hér og eftir sumarhúsið bestar. takk fyrir mig!
tinnbert.

10:16 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Rakst á þá félaga Einar Má og Arto Paasilinna á 50% afslætti (tilynntan á gulgargandi tilboðsmiða á kápu) í M&M. Það þarf semsagt enginn að kvíða félagsskapnum á tilboðsrekkunum...

10:24 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tumi. Ég er yfirleitt feginn ef ég rekst á bækur eftir mig á tilboðsmörkuðum, jafnvel þó að þær myndu kosta 10 kr. Þ.e. sýnileikinn er alltaf góður.

Tinna. Takk fyrir mig líka. Það gleður mig ekki síður að þér skuli líka við Eftir sumarhúsið. Hún varðar nokkuð leiðina inn í framtíðina hjá mér. Haustið 2006 færðu stutta skáldsögu frá mér.

10:28 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:29 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bjarni Fel. les ekki bækurnar mínar. Hann heldur að ég sé ljóðskáld. Ég leiðrétti það samt á hverjum einasta húsfundi.

10:31 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

frábært! hlakka þá til haustsins 2006. keppni! ég byrja á minni núna!
ég gleymdi þó að láta fylgja með áðan að mér fannst hinar sögurnar í bókinni þinni ekki viðbjóður þó ég teldi þær ekki upp.
og spurningin þarna með útsölurnar var einvörðungu borin upp því sjálf hef ég svo viðkvæma sál að ég myndi farga mér ef ég sæi bókina mína á útsölumarkaði á 99.-
blex kex.

10:46 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég var alveg búinn að skilja þig með útsölurnar. Um daginn las ég viðtal við nokkuð þekktan bandarískan höfund sem heitir Ethan Canin. Hann sagðist ekki vita hvort væri skelfilegra að gefa út bók eða fá ekki gefið út. Hann viðurkenndi þó á endanum að það væri illskárra að bókin kæmi út. Ef þú verður dugleg er aldrei að vita nema við verðum með bók á sama tíma næst.

10:48 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og hönd í hönd í tilboðsrekkanum...

5:57 f.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ertu í Vesturbænum, Tumi? Eða er þetta maðurinn hennar Auðar?

12:41 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vestur hvað? Það fer sjálfsagt eftir því hvaðan maður horfir. En nei. Það er eiginlega allsekki hægt að halda því fram að ég sé í nokkrum einasta Vesturbæ. Mannlíf þrífst líka utan hans, það hefur verið sannað. Jafnvel vitsmunalíf. Segja vísindin allavega. Og nei, ég er hvorki Bolli né Kjartan.
Ekki að neitt af þessu komi neinum við. Ég er Tumi.

5:18 f.h., maí 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:57 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:12 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger yanmaneee said...

kobe 11
yeezy shoes
lebron 16
off white shoes
hermes belt
kd 13
jordan shoes
supreme hoodie
calvin klein outlet
yeezy boost

1:37 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home