föstudagur, maí 06, 2005

Ég var rétt í þessu að heyra ferska kjaftasögu um Björn Inga framsóknarmann: Í núverandi eða fyrri Afríkuferð sinni hafi honum ekki litist á matinn sem frumbyggjar báru á borð fyrir hann, brett upp ermarnar og ákveðið að kenna þeim að búa til hvítlauksbrauð!

Ekki fylgir sögunni hvernig þetta matreiðslunámskeið lukkaðist.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fór hann þá með frosið Myllu hvítlauksbrauð með sér? Björn Ingi slær mig ekki sem maður sem getur búið til brauð - með eða án hvítlauks.

Sólbráð

7:09 e.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Fyrr má nú vera. Ég er viss um að hann getur búið til hvítlauksbrauð. Mér líst bara ágætlega á hann, enda er hann góður KR-ingur. En sagan er góð líka, hvort sem hún er sönn eða ekki.

7:18 e.h., maí 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður KR-ingur? Segðu okkur endilega hvernig ekki góður KR-ingur er.
-gumi.

8:48 e.h., maí 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Pilturinn er stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Við höfum lagt áherslu á að kenna þessu fólki að bjarga sér sjálft með fiskveiðum og fl.
Þetta er rökrétt framhald hjá honum: að kenna þeim núna að gera sitt eigið hvítlauksbrauð; ekki getum við reiknað með öðru en að Malavímenn verði á endanum leiðir soðningunni eins og við...

10:55 e.h., maí 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

pólitíkus: tel hann frekar kr-ing af klókindum en upplagi eða sannfæringu einsog þú ert.

11:53 e.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gumi, ég held að það sé ekki til neitt sem heitir ekki góður KR-ingur. Ég veit ekki hversu klókur hann er, mig grunar að hann hafi fengið á sig stærri slóttugheitastimpil en hann verðskuldar. - Það kom t.d. á daginn að hann þekkir Auðunn Georg fyrrverandi fréttastjóra nákvæmlega ekki neitt, aðrir höfðu verið að spinna í þeim málum. En sú furðugáta verður líklega ekki leyst frekar en Geirfinnsmálið sem í gamla daga var líka reynt að klína á Framsóknarflokkinn.

4:29 f.h., maí 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, ekki þekkt hann. Handritshöfundar þekkja ekki alltaf leikarana...

1:31 e.h., maí 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vissi ekki að þessi Björn Ingi væri KR-ingur. Hefði talið hann vera Framara. Hann er einhvern veginn þannig.
/j

4:14 e.h., maí 07, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:12 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home