miðvikudagur, maí 11, 2005

Nú verða sagðar fréttir

Pistlarnir verða í Speglinum á Rás 1 og Rás 2 á föstudögum frá með 3. júní. ÁBS og EÖN skipta föstudögunum á milli sín.

Efnisval er frjálst með þessum undantekningum:

ÁBS má ekki skjóta á EÖN og ekki tala um KR.

EÖN má ekki skjóta á ÁBS og ekki tala um ... hvað heitir fótboltaliðið á Ísafirði?

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bíddu, um hvað ætliði þá að tala?

7:32 e.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Djöfull varstu snöggur!

7:34 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Boltafélag Ísafjarðar. B.Í.
-Hildur

7:37 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

finnst að þið eigið að fá undanþágu frá þessari spennitreyjureglu og níða skóinn hvor af öðrum, bara kalla ykkur "suma".

7:41 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég spilaði einu sinni fótbolta með BÍ. Til hamingju með þetta Eiríkur og Ágúst. KKG

7:41 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég má tala um KR. Og illa um sjálfan mig. Ég má líka tala um BÍ. Og KFÍ, eða Vestra. Ég mun sjálfsagt nýta mér allt þetta frelsi til hins ýtrasta. Mér er hinsvegar gert að blóta ekki. Djöfuls KR! Djöfuls sæljónafaraldur! Andskotans helvítis...

EÖN

7:46 e.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég var að fá þetta meil frá mömmu:

Það er að frétta af Eiríki Erni fjöllistamanni, að hann er líklega í ætt við þig.

Inga frænka þín ætlar að reyna að kanna málið og láta okkur vita.

Mamma

7:50 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hva, þarf ekki annað en blogg og þá er maður kominn inn fyrir á Rás 1??

7:59 e.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Vinsæl blogg, smásögur, skáldsögur, rifrildi og skítkast, nýtt forlag undir Bjarti og sitthvað fleira.

8:00 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ýttu á eftir mömmu þinni. Það væri nú saga til næsta bæjar að Eiríkur Örn Norðdahl væri af sæljónaættum. Herra minn! Það er ekki laust við að það hlakki eilítið í mér.
-Hildur

8:07 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hildur, er það ekki rétt þú sért sjálf komin af sjávarlíffræðingum?

8:17 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, fuglafræðingum. Helvítið þitt.
-Hildur

8:20 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig veistu að það var ég sem skrifaði þetta?

8:23 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo ættfróður.

8:25 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal játa að vera almennt ekki vel að mér í íþróttum, enda í hjarta mínu mótfallin líkamlegri hreyfingu sem lífið krefst ekki beinlínis af mér, en B.Í. hef ég þekkt talsvert lengur en þunglynda krúttskáldið. Og þetta var væntanlega ekki Eiríkur G., þetta verður í Speglinum en ekki Víðsjá. Annars þarftu Þorsteinn, að tékka á sögu sem við fengum senda, Hefnd. Hafðu svo samband við mig þegar þú verður búinn að jafna þig. Muuaahaha.
-Hildur.

10:45 e.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kæri Þorsteinn. Hvernig dettur þér í hug að segja að KR sé lélegt í fótbolta? Á hvaða mælikvarða þá? Jú, allt er afstætt og KR er lélegra en Chelsea og Bayern Müncehn e.t.c. - En fjóra af síðustu sex Íslandsmeistaratitlum hefur KR unnið.

2:35 f.h., maí 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef fyrir því ábyrgar heimildir að Eiríkur G. haldi með UMFB í boltanum. Það er litlu betra en KR.

11:36 f.h., maí 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:56 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home