mánudagur, ágúst 08, 2005

Þegar ég var að spjalla við Evu og Erlu á Súfistanum í dag (sem nóta bene voru báðar alveg þrælhuggulegar þó að þær séu orðnar fertugar) kom upp spursmálið um lífsstíl minn: Hvers vegna er ég að montast um í jakkafötum með bindi á sunnudegi í miðbænum, hvers vegna læt ég glæsimeyjar á Hressó færa mér rándýran hádegisverð á virkum dögum í stað þess að borða í mötuneytinu í vinnunni eins og eðlilegur maður. Og ég svaraði þessu til: í bíómyndum og bókum fá karlmenn sér í glas á kvöldin, borða á veitingastöðum og hnýta á sig bindi. Í raunveruleikanum hlussast karlmenn hins vegar um í flísfötum, eyða frístundum sínum í að þræla upp sólpalli og skjólvegg í einhverju forljótu hverfi í Grafarvoginum, og drösla á undan sér barnavögnum í hvert sinn sem þeir fara í göngutúr. Eva sagði: Þetta er raunveruleikinn! - Og það var að vissu leyti rétt svar. En ég benti henni á að þetta hefði verið öðruvísi fyrir nokkrum áratugum, fyrir daga jafnréttis: Þá fóru karlmenn á barinn eftir vinnu og drukku með félögum sínum á meðan eiginkonan saumaði föt á börnin heima. Þeir drulluðu sér heim seint á kvöldin og skiptu sér ekkert af börnunum sínum. Ég reyni að vera hvorugt: hvorki gamaldags karlremba né kynlaust flísdýr að rísla í garðinum sínum. Ég vil hafa smá stíl í tilverunni.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr.
Karlmenn eiga að fá að vera karlmenn og konur konur, þótt vissulega megi enn bæta úr ýmsu varðandi jafnrétti. Það er munur á jafnrétti og einsleitni. Ég held að við eigum að halda vel utan um muninn milli karla og kvenna um leið og við jöfnum þjóðfélagsstöðuna. Jafnrétti getur aldrei átt sér stað ef konur eru að reyna að vera eins og karlar eða karlar eins og konur.
Finnst mér.

1:35 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ófært að vera meistari með engan stíl

1:51 e.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mælið þér heilir, A.

1:53 e.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er ekki jafnrétti á öllum heimilum. Sums staðar þar sem kynin vinna jafn mikið úti sér konan um allt heima en karlinn eyðir frítímanum í veiðar, fjallasport og fótbolta. Ég er ekki þannig þó að ég mætti vera betri.

1:54 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

geturðu gefið okkar beinan hlekk á vefupptökurnar á ruv.is? Finn þetta ekki.

2:39 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, það er rétt, ég kannast við heimili þar sem bæði eru útivinnandi en karlmaðurinn lyftir ekki litlafingri. Það er mjög átakanlegt einhvernveginn að sjá konuna koma þreytta heim, jafnvel á frídegi karlsins (hann vinnur vaktavinnu) og sjá hann sitja í sófanum á meðan hún notar tímann á meðan maturinn er í ofninum til að ryksuga. Hann hjálpar í mesta lagi til við að taka af borðinu. Ég hef reyndar lúmskan grun um að hann geri það oftar þegar það eru gestir en ella.

3:07 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður auðvitað að koma því inn hjá fólki að heimilsstörf séu ekki kynbundin. Ekki frekar en barnauppeldi og launamál. Eða eiga ekki að vera það réttara sagt.
Sama máli gegnir um kynferðisóra, eins og þú komst inn á ekki alls fyrir löngu, bara svo það sé á hreinu.

3:08 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Tekur enginn eftir því að ÁB er hissa á að konur geti verið myndarlegar eftir fertugt?
OMG.
-hke (leynibloggvinur)

10:58 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ó já, og ég er hrifin af því að menn klæði sig upp á í hádeginu og snæði á veitingahúsum, þó að það sé ódýrara að borða í mötuneytinu, vera með nesti...
Geisp, geisp.
-sama

11:00 e.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er ekkert hissa á því, þær voru bara flestar örugglega ennþá huggulegri fyrir 15 árum.

12:34 f.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða æskudýrkun er þetta? En ég minni á að 40 is the new 30, sem erfitt er að snara svo lipurt sé.
-hk
PS. Svo eru ýmsir mun myndarlegri á miðjum aldri, en til dæmis á síð-unglingsárum, eldast vel, eins og gott vín.

12:47 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er ekki æskudýrkun, í rauninni var ég að deila á æskudýrkun í þættinum. Fólk getur litið vel út um og eftir miðjan aldur en sama fólk leit yfirleitt betur út þegar það var yngra. - Sífellt er reynt að selja fólki hugmyndina um eilífa fegurð, en fólk á bara að sætta sig við að fegurðin fölnar, reyna að halda sér vel en beina að öðru leyti orkunni í annað.

12:51 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:48 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home