föstudagur, ágúst 19, 2005

Reykjavíkurmaraþon í fyrramálið. Ég er ekkert allt of vel upplagður. Borðaði of mikið í gær. Það var ekki gott. Svo verður strekkingsvindur á morgun. Ég er voðalega lítill íþróttamaður og hlakka til þegar þetta er afstaðið svo ég geti aftur farið að skokka áhyggjulaus í rólegheitum. Ætla samt að leggja mig fram og gera mitt besta.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel.

5:56 e.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir það.

6:01 e.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Hvað ætlarðu að hlaupa langt?

8:29 e.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Góður pistill!

8:54 e.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk, Tinna mín. Ég fer 10 km. Við erum búin að fara tvær generalprufur og ég var farinn að gæla við að ná undir klukkutímann. En svo er hífandi rok á morgun og það getur eyðilagt allt.

10:06 e.h., ágúst 19, 2005  
Blogger bjarney said...

Gangi þér vel á morgun! Ímyndaðu þér bara að hvert skref sé setning í nýrri sögu, þá tekurðu ekki eftir vindinum. Síðan skaltu flytja Who til landsins!!!

10:55 e.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kærar þakkir, Bjarney rithöfundur.

11:57 e.h., ágúst 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Pistillinn var "allt í lagi". Það var dáldið erfitt að átta sig á því hvað það var sem þig langaði til að segja: "allir túristar eru eins", eða "gaman að sjá hvað þeir eru sveitó í Duisburg"? Alla vega ekki mjög gáfuleg speki.

12:42 f.h., ágúst 20, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Gangi þér vel í rokinu á morgun.

12:45 f.h., ágúst 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er allt í lagi að hlaupa í rokinu, og enn betra ef maður er með yfirvaraskegg!

Gangi þér vel í 10K!

11:56 f.h., ágúst 20, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home