þriðjudagur, mars 14, 2006

Þegar ég var ungur fylgdist ég með menningarumfjöllun fjölmiðla af töluverðri lotningu og lærði oft mikið af henni. Ég öðlaðist t.d. töluverðan skilning á ýmsum bókmenntastefnum, t.d. módernisma og realisma, með því að lesa TMM. Ég lagði oft við hlustir af áhuga þegar konseptlistamenn ræddu verk sín og leikhúslífið var troðið framsæknum menningarvitum sem vildu ögra og fara nýjar leiðir.

En núna?

Árum saman hefur feullition fjölmiðla verið eitthvað sem höfðar ekki til mín, ekki frekar en golfþættir eða Formúlan. Innslag í Kastljósi gærkvöld var svona dæmigert: ég heyri glaðlega og vinsæla sjónvarpsrödd ræða við leikendur í Litlu hryllingsbúðinni sem nú er víst verið að uppfæra í 857. skipti hér á landi, núna á Akureyri. Í sjálfu sér ekkert við þetta efni að athuga en mér flaug allt í einu í hug að þetta væri dæmigert innslag úr menningarlífinu og ég hefði ekki áhuga á slíku efni lengur, því það snýst yfirleitt um einhverjar mjög svo samkvæmishæfar klisjur, t.d. vel gefið en fullkomlega ófrumlegt fólk að tala um einhverjar gjörsamlega útjaskaðar leiksýningar handa ólæsu fólki eða því sem næst.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er feullition?

5:45 e.h., mars 14, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Menningarsíður fjölmiðla bera þetta nafn enskumælandi og þýskumælandi löndum, í það minnsta. Líklega frönskumælandi líka, hlýtur að vera franskt orð.

5:49 e.h., mars 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú meinar feuilleton.

10:01 e.h., mars 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

sem þýðir:
feuil·le·ton ( P ) Pronunciation Key (fy-tô)
n.

The part of a European newspaper devoted to light fiction, reviews, and articles of general entertainment.
An article appearing in such a section.

A novel published in installments.
A light, popular work of fiction.
A short literary essay or sketch.


--------------------------------------------------------------------------------
[French, from feuillet, sheet of paper, little leaf, diminutive of feuille, leaf, from Old French foille, from Latin folium. See bhel-3 in Indo-European Roots.]

10:53 e.h., mars 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Svona skrifuðu eldri nöldur menningarpostular fyrir 40 ,80,120,..... 10020 árum síðan.Kannski eru þetta meira merki um að þú ert verða gamall nöldur
menningarpostuli.

7:23 f.h., mars 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ÁBS virðist fastur í einhverju flassbakki, þar sem skáld í terlínfötum mætast á Laugaveginum, taka ofan hattinn og bjóða hver öðrum Góðan Daginn! Nú eru skáld misgóðir sölumenn, varan sem þeir bjóða misjafnlega fersk og síðasti söludagur aldrei langt undan. En manni virðist á skrifum ÁBS að hann sé ekki ánægður með sína stöðu gagnvart kollegum í stéttinni, að honum finnist framhjá sér gengið og ekki sýnd tilhlýðileg virðing. Kannski ÁBS geti útlistað hvers vegna fólk eigi að bera virðingu fyrir honum og framlagi hans til íslenskrar menningar?

8:39 f.h., mars 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Alls ekki gera lítið úr honum sem rithöfundi og mér finnst margt gott sem hann hefur skrifað.Meira benda honum á ellimerki hans.

9:04 f.h., mars 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það má ekki gleymast að Ágúst er sannarlega eitt fallegasta skáld Íslands

10:57 f.h., mars 15, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bíddu nú við. Hvaða nútími er það nú sem ég er ekki að kveikja á: Litla hryllingsbúðin! Og fleiri gamlar lummur. Munuð þið einhvern tíma hafa vit og kjark til þess að álíta samtímann heimskan þegar hann er það?

12:05 e.h., mars 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Burtséð frá stöðu Ágústar á skáldabekk finnst mér það móðgun við skáldskapinn í heild sinni að segja að "síðasti söludagur [sé] aldrei langt undan."

Góður skáldskapur er til, og hann er ávallt eilífur, eða ef ég má hér vitna í þrjú skáld mér til vitnis:

"Monumentum exegi, aere perennius" -- Hóras

"hlóðk lofköst
þanns lengi stendr
óbrotgjarn
í bragar túni." -- Egill Skallagrímsson

"So long as men can breathe, or eyes can see,
So long lives this, and this gives life to thee."
-- Shakespeare


Ég nefni þetta ekki til að verja Ágúst heldur til að lemja á þessum Anonymous skáldhatara.

12:07 e.h., mars 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Reyndar er fullstutt síðan Litla hryllingsbúðin var sett upp síðast, en mér finnst hún samt varla útjöskuð. Þetta er þriðja uppfærslan á verkinu hér á landi. Sú fyrsta var fyrir rúmum tveimur áratugum síðan, og önnur fyrir nokkrum árum. Og það má ekki gleyma því að þýðingin á verkinu er algjör snilld. Meistari Megas leysir sína vinnu svo frábærlega vel þar að íslenska þýðingin er miklu betri en upprunalegu textarnir.

En þetta er rétt. Grease er kannski besta dæmið um verk sem var nauðgað svo svakalega í íslensku leikhúsi að það bíður þess aldrei bætur (og reyndar leiðinlegt verk í þokkabót).

Hins vegar verða að vera til léttar leiksýningar á móti þeim þyngri. Ekki gleyma því að um þessar mundir hafa mörg meistaraverk verið sett á fjalirnar. Kabarett, Túskildingsóperan og Pétur Gautur eru nærtækustu dæmin. Inn á milli verður að vera léttmeti.

12:47 e.h., mars 15, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:29 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:53 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:03 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home