föstudagur, mars 31, 2006

Það er partý hjá Benna um helgina. Hann er að gefa út þýðingu á öllum smásögum Tolstojs. Það er gott hjá honum og er ég búinn að festa mér eintak. Ég er alltaf til í að styrkja gott framtak. Ætli séu ekki tveir mánuðir eða meira síðan ég hef farið á krá? Við sjáumst væntanlega á Ölstofunni en slagsmálahundar eru frábeðnir.

Ég kláraði smásögu í gærkvöld en ég er ekkert spenntur fyrir henni. Þetta er take-out úr síðustu bók sem ég endurskrifaði og breytti, þurfti af einhverjum ástæðum að koma henni frá mér, en ég er ekki spenntur fyrir afrakstrinum þó að þetta sé eflaust birtingarhæft efni. Þetta er bara ekki spennandi.

Ég hef ekki litið á hina meintu skáldsögu mína í nokkrar vikur en langar mig að taka hana upp aftur (kannski er þetta bara smásaga). Þessir tveir giftu menn í öngum sínum, á nokkrum sólríkum vordögum, og kvennamál þeirra, - þetta lætur mig ekki í friði þó að verkið hafi til þessa ekki risið hátt. Er kannski kominn tími til að setja á sig boxhanskana og berja þetta í gegn?

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki gott að berja svona hluti í gegn. Undirmeðvitundin verður að fá að vinna sína vinnu í friði. Þetta kemur þegar það kemur.

1:34 e.h., mars 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, en kannski er hún búin að því. Nei, ég held ég fari ekki í mikinn barning en kannski fer að rofa til þarna.

1:36 e.h., mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Örugglega.

1:44 e.h., mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk aldrei botn í þessa slagsmálauppákomu á öldurhúsi hér um daginn. Var einhver að bögga ÁBS?

2:01 e.h., mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fæ ekki við það ráðið, þótt sjálfsagt sé fátt skylt með þessum fyrirbærum, en þegar ég las lýsinguna á megininntaki hinnar "meintu skáldsögu" þinnar kom ósjálfrátt ákveðin kvikmynd upp í hugann, nefnilega Sideways. Þar eru karlarnir reyndar ekki kvæntir, en samt ... Ekki það, tveir karlar í öngum sínum út af kvennamálum var svo sem heldur ekkert nýtt í sjálfu sér þegar sú ágæta kvikmynd var gerð, og líklega eru það bara sólbjörtu vordagarnir sem minna mig á hana fremur en eitthvað annað. Þegar upp er staðið er þetta líklega ekki mjög gáfuleg athugasemd hjá mér, ytri aðstæður eru jú iðulega svipaðar í fjölda sagna, en úrvinnslan skilur á milli. "Maður finnst myrtur og grunur beinist fljótlega að konu hans, yfirmanni, hjákonu hans og eiginmanni hennar." Hvað ætli þetta eigi við um margar gjörólíkar glæpasögur? Nú eða "saga sem segir af uppvaxtarárum ungs drengs í litlu þorpi úti á landi, þar sem margar kostulegar persónur koma við sögu..."
En þar fyrir utan, hvernig fannst þér Sideways?

5:16 e.h., mars 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef ekki séð hana ennþá. Gott að þú minntir mig á það.

5:48 e.h., mars 31, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, nike roshe run, michael kors uk, chaussure louboutin, north face pas cher, lululemon, nike air max, michael kors canada, new balance pas cher, nike free, nike air force, nike blazer pas cher, hollister, true religion jeans, lacoste pas cher, sac louis vuitton, abercrombie and fitch, guess pas cher, ray ban uk, timberland, hermes pas cher, air max pas cher, nike roshe, ralph lauren, oakley pas cher, mulberry, burberry pas cher, vans pas cher, longchamp pas cher, sac michael kors, barbour, ray ban pas cher, air jordan, nike air max, converse pas cher, longchamp, scarpe hogan, north face, louis vuitton, air max, louis vuitton uk, tn pas cher, ralph lauren pas cher, nike free pas cher, louis vuitton pas cher, hollister, sac vanessa bruno

1:41 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:54 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:05 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home