mánudagur, nóvember 24, 2008

Grafalvarlegar ásakanir

http://www.vb.is/frett/1/50107/markmid-davids-oddssonar-var-ad-grafa-undan-rikisstjorninni

Ef þessi ásökun Þorsteins Pálssonar er rétt þá er hverju mannsbarni ljóst að það gengur varla deginum lengur að hafa sömu stórn yfir Seðlabankanum og nú er.

Það er afar ólíkt Þorsteini Pálssyni að fara með fleipur. Væri hann að því í þessu tilviki væri það grafalvarlegt fyrir fjölmiðlun á Íslandi.

Ég trúi honum. Davíð Oddsson verður að víkja. Best ef hægt væri að finna friðsamlega lausn og hann gæti kvatt með reisn.

Á hinn bóginn hafði hann líklega rétt fyrir sér með fjölmiðlafrumvarpið. Það er að vissu leyti tilviljununum háð að Jón Ásgeir sé ekki þegar orðinn eigandi að Mogganum auk Fréttablaðsins. Það er a.m.k. eitthvað sem vel hefði getað gerst núna nýlega. Ef svo væri, þá hefði grein Agnesar Bragadóttur um vafasamar lánveitingar Glitnis ekki birst í Mogganum um helgina. - Hve margar eldfimar greinar eru óskrifaðar vegna þess eignarhalds á fjölmiðlum?

Eignarhald á fjölmiðlum hefur leitt til gagnrýnislausrar umræðu um fjármálalífið undanfarin ár. Engin veit hvað sá skortur á aðhaldi hefur átt stóran þátt í hruninu.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju skildi DO rústari fá að hverfa frá með reisn. Hann á að fara frá með þeirri skömm sem hann á skilið.

4:03 e.h., nóvember 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef að Davíð er að reyna fella stjórnina verður áhugavert að sjá hvernig atkvæði munu falla í vantrausts tillögunni.

Davíð á jú víst að hafa marga í vasanum og veit víst margt óþægilegt um marga aðra.

Ætli hann geti fengið menn til að breyta um skoðun?

4:35 e.h., nóvember 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"Best ef hægt væri að finna friðsamlega lausn og hann gæti kvatt með reisn."

Þessi setning verðskuldar bjartsýnisverðlaun Bröstes.

Rómverji

4:53 e.h., nóvember 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er rétt hjá Þorsteini. Davíð er búinn að vera að grafa undan stjórninni.

En Davíð er ekkert á förum. Geir vinur hans sér til þess. Vinátta þeirra nær út fyrir gröf og dauða -jafnvel dauða heillar þjóðar.

Davíð verður ekki vikið meðan Geir er í forsætisráðuneytinu. Ef það gerist á vakt Geirs þá þýðir það brottför gamla ljónsins í skömm.. sú brottför væri aldrei með neinni reisn fyrir íhaldið. Þess vegna mun rigna eldi og brennisteini áður en Davíð Oddsson víkur úr sæti Seðlabankstjóra meðan Geir H. Haarde er forsætisráðherra. Einkahagsmunir og Flokkshagsmunir eru mikilvægari en Þjóðarhagsmunir. Spurðu bara Geir!

JHE

5:14 e.h., nóvember 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er rétt hjá Þorsteini. Davíð er búinn að vera að grafa undan stjórninni.

En Davíð er ekkert á förum. Geir vinur hans sér til þess. Vinátta þeirra nær út fyrir gröf og dauða -jafnvel dauða heillar þjóðar.

Davíð verður ekki vikið meðan Geir er í forsætisráðuneytinu. Ef það gerist á vakt Geirs þá þýðir það brottför gamla ljónsins í skömm.. sú brottför væri aldrei með neinni reisn fyrir íhaldið. Þess vegna mun rigna eldi og brennisteini áður en Davíð Oddsson víkur úr sæti Seðlabankstjóra meðan Geir H. Haarde er forsætisráðherra. Einkahagsmunir og Flokkshagsmunir eru mikilvægari en Þjóðarhagsmunir. Spurðu bara Geir!

JHE

5:14 e.h., nóvember 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sammála efsta Nafnlaus. Af hverju á DO eitthvað gott skilið?
Hann hefur klúðrað hverju málinu á fætur öðru, hann hefur eytt tíma sínum sem opinber starfsmaður í að þjóna eigin duttlungum og hagsmunum flokksklíku sem hann er meðlimur að, hann hefur verið hluti af vandamálinu en ekki hluti af lausninni,
losum okkur við fíflið

5:36 e.h., nóvember 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg setti thetta bloggid hja ther i maj 2008.

https://www.blogger.com/comment.g?blogID=6766746&postID=4724111679646388665

Eg er hræddur um ad heil kynslod af ungum Islendingum er gjaldthrotta og jafnvel folk sem hefur verid mjog varkart i fjarmalum.Thad eru skuggalegir timar framundan og jafnvel algjor upplausn i samfelaginu. Thjodin var gjorsamlega heilathveginn. Enginn umfjollun um hvernig var stadid ad utrasinn og i raun og veru var Island rekid einsog vogunarsjodur.... flyjum til Noregs og Haraldur mun taka vel a moti okkur....

Bid spenntur eftir kreppusmasogu....

10:35 e.h., nóvember 24, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir þetta.

Það kemur kreppusmásaga.

10:40 e.h., nóvember 24, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:47 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:57 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home