þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Jólabækur


Vinur minn, Bjarni Bjarnason, var að gefa út barnabókina Draugahöndin. Vinnufélagi minn, Kjartan Hallur, myndskreytir. Mér líst nokkuð vel á bókina, þetta virðist vera frumlegt ævintýri.
Ætla að láta son minn, Kjartan, lesa hana, og spyrja hvað honum finnst.

Byrjaði að lesa Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson. Líst rosalega vel á hana. Þetta er bók sem mig langar til að lesa um jólin en ekki er víst að ég geti beðið þangað til.

Ég er hálfnaður með Ódáðahraun eftir Stefán Mána og hún er bæði skemmtileg og forvitnileg.

Það er skjól í bókunum sem eru að koma út - frá fjármálabrálæðinu sem ríður yfir, óvissunni og dökkri framtíð. En þó ekki nógu mikið skjól. Gallinn við peninga er sá að þeir fara fyrst að skipta máli þegar þá vantar. Þess vegna getur umræðan í samfélaginu ekki snúist um annað en þennan efnahagsvanda allt þar til hann fer eitthvað að lagast.