miðvikudagur, maí 13, 2009

Facebook efni frá manni sem er ekki kominn með Facebooksíðu

Það gengur ekki fyrir mann eins og mig að láta aðdáendur sína ekkert vita af sér í viku. En ég var í prófum. Nú eru þau búin. Alls hef ég lokið 35 einingum á þessu misseri. Næstu mánuði verða ritstörfin í aðalhlutverki.

Hin meintu smávægilegu fótboltameiðsli sem ég reifaði um daginn reyndust ekki jafnlítilfjörleg og ég hélt. Ég hef brákað rifbein og hef ekki hugmynd um hvenær ég næ mér af því. Það þýðir ekkert fyrir mig að hlaupa þessa dagana, hvað þá fara í fótbolta, ég verð að hlífa þessu svæði.Tilhugsunin er óneitanlega nokkuð skelfileg með tillliti til brennslu. Ef hún hrapar, eins og hún gerir óhjákvæmileg núna, hleyp ég þá ekki í spik (meira spik)? Niðurstaðan í augnablikinu er sú að ég þori ekki að borða mikið þannig að það er sjálfleyst.

Ríkisstjórninni óska ég alls hins besta. Jón G. Bjarnason hefur aldrei verið draumaráðherrann minn. Hins vegar gat ég ekki annað en hrifist af blikinu í augum hans þegar stjórnin var mynduð á Bessastöðum. Hvað þetta var mikil stund fyrir hann. Hvað hann var augljóslega hrærður.Fyrir nokkrum misserum hefði þetta verið mín martraðarstjórn. En það hefur allt hrunið og allt snúist á hvolf. Gangi þeim vel.

Ég skrifa stutta grein fljótlega sem ég mun vísa í héðan.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú segir Facebook. Þá man ég Narcissus.

6:02 e.h., maí 13, 2009  
Blogger Sveinn Ólafsson said...

35 einingar! Ég vona að þú eigir við 35 ECTS.

Ef þú átt við gamaldags einingar (70 ECTS) þá hefur þú verið á rangri hillu og átt að gerast fræðimaður.
Schade!

kveðja, Sveinn Ólafsson

8:38 e.h., maí 13, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæll. Ég á við nýja kerfið. 180 ects í BA.

10:42 e.h., maí 13, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home