miðvikudagur, maí 20, 2009

Heimskulegasta bloggfærsla allra tíma?

http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/880522/

Ég hef þann ósið að reita hár mitt yfir heimskulegum færslum á Moggablogginu, sérstaklega þegar bloggað er við áhugaverðar fréttir og fyrirsögn bloggsins tekur ekki af allan vafa um að textinn sé einhver þvæla. Það þýðir ekkert að segja mér að ég eigi ekki að lesa Moggabloggið ef það fer svona í taugarnar á mér, það er nefnilega mikið af mjög góðu og nauðsynlegu lesefni á Moggablogginu og þess vegna kanna ég það daglega.

Þetta þykir mér vera heimskulegasta bloggfærsla sem ég hef séð frá því ég byrjaði að lesa blogg.
Og fyrir utan að vera frámunalega, ólýsanlega og andstyggilega heimskuleg, þá er hún líka áhugavert dæmi um það sem sumir vinstri sinnar telja sig nú geta borið á borð vegna heimskreppunnar og brotlendingar frjálshyggjunnar. - Allt í einu er gamla Austur-Þýskaland orðið heilagt og ekki má víkja að því neikvæðu orði. Ekki einu sinni þó að í hlut eigi fyrrverandi þegn Austur-þýska alþýðulýðveldisins sáluga sem nú er kanslari sameinaðs Þýskalands. Ekki má heldur tala illa um Stasi. Þessi höfundur telur sig síðan hafa efni á að gera lítið úr gáfnafari Þýskalandskanslara. Heyr á endemi!

Nú er hægt að stofna nýjan flokk í Íslensku vefverðlaununum. Ég er búinn að finna sigurvegarann. Þið getið fundið upp nafn á flokknum.

14 Comments:

Blogger Bjorn Levi said...

Þetta kallast að tröllast, hvort sem honum er alvara eða ekki.

Sting því upp á Tröllaverðlaununum.

4:16 f.h., maí 20, 2009  
Blogger Jóhann said...

Ég hef nú lesið margt heimskulegra á þessum moggabloggum. Ég hætti að lesa þau eftir einmitt fyrrnenfnda hárreitingu yfir moggabloggara sem hélt því fram að jörðin væri svona 6000 ára, og öðrum sem hélt því fram að konum sem var nauðgað mættu kenna sjálfum sér um.

Mér finnst reyndar furðulegt að dagblað á borð við moggann vilji láta tengja þessi blogg við sitt nafn. Er þetta ekki slæmt 'Branding', spyr ég auglýsingamanninn?

10:43 f.h., maí 20, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefur þú virkilega aldrei lesið pistla eftir Jón Val Jensson?

10:57 f.h., maí 20, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Lestu fleiri færslur eftir Jóhannes. Hann skrifar jafnan af algjöru alvöruleysi með húmorinn í forgrunni. Stundum er það fyndið og stundum fer hann yfir strikið. Stundum er ég sammála honum en oft líka ósammála.

En hvort er "heimskulegra" að þínu mati, að skrifa gáskafullar fræslur eða setja sjálfan sig á háan hest, hafinn yfir "þessa moggabloggara"?

Bestu kveðjur, HH

11:15 f.h., maí 20, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að segja fyrir mína parta að Moggabloggið er ástæðan fyrir því að ég er hættur að lesa mbl.is. Þvælan, fordómarnir og dónaskapurinn sem þar fær að birtast á forsíðu vefsins er með slíkum ólíkindum að það er engin leið að taka slíkan fréttavef alvarlega. Þar til bloggið verður gert minna áberandi nenni ég ekki að skoða moggavefinn.

11:57 f.h., maí 20, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt að þetta væri bara orðið normið í dag.

8:33 e.h., maí 20, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

það má ekki taka hann Jóa svona alvarlega, það er bara bannað, hann hlustar hvort eð er ekki, það sem skrifar stundum getur alveg bjargað deginum, húmorinn er hárbeittur og rosalega háðskur, enn undir niðri meinar hann nú alveg það sem hann segir, bara dálítið ÝKT !

3:35 f.h., maí 21, 2009  
Anonymous Guðmundur Brynjólfsson said...

Ég trúi nú ekki að þér finnist þessi bloggfærsla sú heimskulegasta sem þú hefur lesið. Bara trúi því ekki!
Kveðja,

10:58 f.h., maí 21, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Miðað við mann sem virðist vera með fullu viti og getur tjáð sig á nokkuð lýtalausri íslensku - þá finnst mér hún vera það, já. Ég fer ekki að sparka í unglinga eða vanheilt fólk.

3:11 f.h., maí 22, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Já! Haltu áfram svona Ágúst! Þú ert frábær bloggari, svo góður penni og gáfaður. Auðvitað ertu hafin yfir svona tröllabloggara eins og þessa náunga þarna sem þú nefnir.

Áfram Ágúst Borgþór!!!

3:12 e.h., maí 22, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta síðasta komment var mjög fyrirsjáanlegt og ég er hissa á að það hafi ekki komið fyrir en númer tíu. - Nú passa ég mig á að gagnrýna aldrei nokkurn skapaðan hlut hér eftir vegna þess að einhver nafnleysingi gæti haldið því fram að ég væri að upphefja sjálfan mig. Ég gagnrýni aldrei aftur. Passa mig á því. Not.

2:14 e.h., maí 23, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home