föstudagur, maí 15, 2009

Skrýtinn dagur en rökréttur

Ég skilgreini mig hvorki í atvinnuleit né sem atvinnulausan þó að ég sé ekki í föstu starfi. Ég er rithöfundur. Lausamaður. Námsmaður. Hitt og þetta. Engu að síður var ég í viðtali í morgun, þ.e. ég falaðist eftir mjög áhugaverðu, föstu og ekki of tímafreku verkefni. Ég var langt því frá einn um hituna en engu að síður var viðkomandi nánast búinn að ákveða að ráða mig áður en ég mætti á staðinn. Kannski óvenjulegt en í raun fullkomlega rökrétt miðað við tilefnið og allt samhengið. Mér líkar svona "no-bullshit"-afstaða. Sérstaklega þegar hún hentar mér.

Mamma keyrði mig á staðinn. Þegar ég kom út aftur af hinum velheppnaða fundi kom í ljós að það var sprungið á öðru framdekkinu hjá mömmu. Það þótti mér afskaplega sanngjörn niðurstaða af samanlögðu örlagaspili morgunsins. Guð gefur og guð tekur. Ég splæsti því með glöðu geði í leigubíl til baka og tók nótu fyrir enda bílferðin augljóslega kostnaður vegna starfsemi minnar. Alli bróðir sá svo um að græja bílinn hennar mömmu stuttu síðar.

Íslenska var búin að hafa samband fyrr um morguninn og ég leysti þar af í eftirmiðdaginn. Las yfir tvær auglýsingar, einn bækling og einn flyer. Skrifaði eina útvarpsauglýsingu. Ég sat í gamla sætinu mínu og notaðist við gömlu fartölvuna mína sem Íslenska gaf mér við brottförina í lok janúar. Þegar ég prófaði að ýta á print kom í ljós að tölvan var enn tengd við prentarann hennar Guðrúnar verkefnastjóra alveg eins og síðast.

Fólki þótti skrýtið og gaman að fá mig aftur. Mér líkaði þetta vel en myndi ekki kæra mig um að fara í gamla starfið aftur. Ekki nema einn og einn dag kannski.

En nú er komið kvöld og tími til að reyna að skrifa. Eins og maður. Eins og rithöfundur. (Þeir skrifa einmitt oft svona stuttar málgreinar með endurtekningum).

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kanntu ekki að skipta um dekk?

10:13 e.h., maí 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar maður getur skrifað svona fína hvunndaglýsingu án tilgerðar, þá gerir ekkert til þó maður kunni ekki að skipta um dekk.

1:21 f.h., maí 16, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef skipt um dekk fyrir tuttugu árum, þannig að líklega kann ég það. Maður tjakkar bílinn upp, skrúfar boltana af, tekur dekkið af, setur hitt dekkið á, skrúfar boltana. En ég var að flýta mér. Svo hefði ég getað klúðrað því. Ég get alveg klúðrað svona hlutum.

1:37 f.h., maí 16, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi. Áður en þú tjakkar bílinn upp þá losar þú upp á felguboltunum. Og svo sendir maður ekki háaldraðan bróðir sinn í verkið.

4:02 f.h., maí 16, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvað er hann eitthvað svo mikið eldri en ég?

12:11 e.h., maí 16, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home