sunnudagur, maí 17, 2009

Hrópandinn í eyðimörkinni

http://pressan.is/Frettir/Lesafrett/pressuuttekt-neydarastand-nu-tharf-tafarlaust-ad-gripa-til-adgerda//

Egill Helgason kallaði Ólaf Arnarson hrópandann í eyðimörkinni í Silfrinu í dag. Það er rétt sem sumir hafa verið að benda mér á að ofanlinkuð grein Ólafs er skyldulesning fyrir þá sem vilja vera inni í umræðunni í dag. Mér þótti flata niðurfærsluleiðin fáránleg fyrst en nú er að renna upp fyrir mér að hún snýst um fleira en að létta á skuldabyrði illa staddra heimila og gera í leiðinni vel við þá sem standa vel. Það eru miklu fleiri þættir sem þarna spila inn í, t.d. bráðnauðsynleg aukning neyslu og efasemdir um réttmæti skuldagreiðslna Íslendinga.

Svo er það AGS sem krefst þess að við keyrum allt í þrot hér með absúrd ofurvöxtum. Hvað gerist ef við förum ekki að þeirra ráðum?

  • Hugsanlega forðum við okkur frá öðru hruni sem AGS kann að að vera að steypa okkur í með ráðgjöf sinni
  • Hugsanlega fáum við ekki aðra greiðslu af láninu frá AGS sem hvort eð er hefur ekki viljað greiða okkur

Hverju er þá eiginlega að tapa?

Svo er það hitt hagfræðisjónarmiðið sem m.a. birtist í grein Ólafs Mixa í Fréttablaðinu í gær. Að við þurfum háa stýrivexti vegna þess að endurreisn þessa efnahagslífs byggist á sparnaði. Hvernig má þetta vera? Þurfum við sparnað eða þurfum við aukna neyslu til að forða okkur frá endanlegu þroti og byggja upp á ný?

Ræðst múgurinn á Seðlabankann í kjölfar næstu vaxtaákvörðunar?

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vid islendingar erum bunir ad vera i neydslubrjalædi a girudum lanum,vistolubundnum lanum osv ... nuna er komid ad skuldadogum ...
Vid erum analfabetar a allt sem heitir fjarmal og hagfrædi ..
ad tala um

"bráðnauðsynleg aukning neyslu" .. efast um ad thad gangi ekki upp ...vid thurfum ad framleida okkur ur thessari kreppu, en thad er gridarlegur samdrættur i kringum okkur lika...

Ad halda ad islenskir stjornmalamenn seu ad redda okkur utur thessari kreppu.... gleymdu thvi...

Eg skrifadi einhvur tima a blogginu hja ther thegar Olafur Magnusson fyrrverrandi felagsmalaradherra sagdi med tilkomu 100% husnædislana var tad gert til ad hjalpa unga folkinu til ad geta eignast ibud...
Madurinn fattadi ekkert i raun og veru ekki hvad thessi gjorningur thyddi fyrir ungu kynslodina...

Thad sem hann gerdi var ad retta thvi (skulda)snoru , sem thad hangir i nuna og a sama tima gera 68 (skuldlausu) kynslodina rikari ...eignafærsla milli kynsloda...

Their Reynir og Olafur bentu a eitt sem er algjor forsenda endurreisnar og thad verdur ad vera mun meira gagnsæi i thessu mafiu - eda klikusamfelagi ...

kvedja fra flottamanni....

5:46 e.h., maí 17, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir gott innlegg. Eitt spursmál: Þarf ekki að keyra niður vextina undir eins svo fyrirtækin geti starfað áfram, haft efni á að taka lán í bönkunum sem eru yfirfullir af íslenskum krónum sem því miður eru bara lánaðar við okurvöxtum?

5:58 e.h., maí 17, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Lækkun vaxta er ein af frumforsendum fyrir ad letta rekstrarumhverfid fyrir thau..

....

en thvi midur vegna mjog harra vaxta sidustu ara hafa morg islensk fyrirtæki( og bæjarfelog !) freistast til ad lana i erlendri mynt (morg theirra ekki med tekjur i somu mynt til koma til mots vid skuldbindingar a lanunum) ...thar med er skuldastada theirra mjog erfid ...

Vid erum ekki buin ad sja thad versta ...
Eiginlega vantar einhvurskonar serfrædingastjorn eda krisustjorn til komast i gegnum thetta ovedur....

Stundum finnst mer stjornin vera einsog ahofn a sokkvandi skipi , sem horfir ut yfir sjondeildarhringin og vonar ad thad birti til...

kvedja fra flotamanni

6:37 e.h., maí 17, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mixa er bara einn af mörgum hagfræðingum sem eru að reyna að koma með lausnir.

Ef sparnaður er lausnin í kreppunni af hverju í ósköpunum eru engar aðrar þjóðir að fara þá leið með ofsastýrivöxtum, himinháum innlánsvöxtum o.fl.?

Að spara sig úr kreppu eins og hér er eykur einungis áhrif hennar.

Það borgar enginn banki góða vexti á peninga sem ekki er hægt að endurlána...

9:21 e.h., maí 17, 2009  
Blogger Unknown said...

Er það ekki Már Mixa? Óli Mixa var HNE-læknir að mig minnir...

11:18 e.h., maí 17, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hárrétt, Tómas. Takk fyrir ábendinguna.

1:37 f.h., maí 18, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home