þriðjudagur, desember 29, 2009

Mylsna

“Ég hef ekki hringt í hann ennþá”, segir Drífa Sjöfn og horfir undirleit á hann.
“Hringt í hvern?” spyr Þórir.
“Nú rithöfundinn, þennan sem ég ætlaði að hringja í þegar ...”
Af einhverjum ástæðum klárar hún ekki setninguna, kannski af því það jafngildir að draga konuna hans inn í samtalið.
“Já, en ætlaðirðu ekki að láta hann kíkja á söguna þína?”
Hún hikar og svarar síðan dræmt: “Jújú.” Síðan horfir hún stríðnislega á Þóri.
“Hefurðu lesið eitthvað eftir hann?”
“Smá. Nokkrar smásögur.”
“Mín hugboð eru enginn heilagur sannleikur en ég hef á tilfinningunni að honum veitti ekkert af félagsskap. Ég meina, hann yrði jafnvel bara ánægður að heyra í mér.”

Hún horfir í senn daðurslega og stríðnislega á hann. Honum þykir þetta vægast sagt barnalegt uppátæki hjá henni en það kemur honum í opna skjöldu. Andlit hennar fær á sig æskuljóma, hann sér í því unga og lífsglaða stúlku, ásjónu sem brýst fram í gegnum hrukkur, þreytu, gremju og vonbrigði – sem brýst fram í gegnum tímann.
“Það spillir auðvitað ekki fyrir að mér finnst hann vera mjög myndarlegur, virkilega sjarmerandi strákur. Svona náungi sem bræðir kvenfólk algjörlega án þess að gera sér grein fyrir því.”

Það byrjar að síga í Þóri. Hann kom ekki hingað til að blaðra um einhvern rithöfund. Það furðulega er að hann finnur fyrir afbrýðisemi og til vanmáttar, það eru tilfinningar sem sækja sjaldan á hann. Þessi rithöfundur er örugglega tíu árum eldri en hann og ekki einu sinni mjög þekktur rithöfundur, en hann er engu að síður alvöruhöfundur, margútgefinn, nokkuð sem Þórir getur engan veginn keppt við.

Það hvarflaði aldrei að honum að hann þyrfti að keppa um hylli þessarar konu, hann hefur tekið því sem gefnu að þetta snerist bara um hvað hann vildi, það var aldrei möguleiki í stöðunni að konan væri ekki í boði.

Núna veit hann hins vegar fyrir víst að hann vill hana – hann vill þetta, þetta sem á að gerast og maður talar ekki um, hugsar ekki um, gleymir. Hann kærir sig ekki lengur um að velta fyrir sér mögulegum orsökum, hvað þá afleiðingum.

Þau sitja á Segafredo við Lækjartorg, sama kaffihúsinu og síðast. Ung stúlka er við afgreiðslu núna, mjög lágvaxin, dökkhærð og dökklædd, talar ensku með hreim sem Þórir veit ekki hvaðan er upprunninn. Úti í horni situr dálítill hópur Þjóðverja, hann ber kennsl á þýsku þegar hann heyrir hana talaða, en hann skilur ekkert í því sem er sagt. Þetta er fólk á sextugs- og sjötugsaldri, líklega þrenn hjón, klædd í bláar og rauðar kuldaúlpur; af einhverjum eða engum ástæðum hafa þau öll ákveðið að fá sér litlar súkkulaðikökusneiðar með kaffidrykknum sínum, hvorki fleiri né færri en sex hvítir diskar með slíku eru á borðunum tveimur sem þau hafa lagt undir sig og sitt glaðværa spjall.

Skammt frá Þóri og Drífu situr ungur en þunnhærður maður í lopapeysu, ljósgrænum sjálflýsandi anorak og fjallgönguskóm, hann blaðar í ferðahandbók um Ísland. Aðrir gestir eru ekki á staðnum og þau tvö því einu Íslendingarnir.

Hann horfir á flennistóru veggmyndina af fríðleiksmanninum á útikaffihúsinu. Honum finnst svipur hans hafa breyst dálítið frá því síðast, hann er ekki eins sjálfsánægður og hann er orðinn alvarlegri. Bölvuð vitleysa.

Þórir nenni hvorki að hugsa né hlusta á konuna tala – um rithöfund sem hún er hrifin af eða misheppnað hjónaband sitt og svikulan eiginmann. Þó ætti hvorttveggja að vera að minnsta kosti miðlungi áhugavert söguefni. Áhugaverðara en tíðindaleysið sem hann hefur sett saman um sjálfan sig.

Þar sem hann bregst ekki frekar við tali hennar um rithöfundinn rennur sú stríðni út í sandinn og dálítið vandræðaleg þögn tekur við.
“Þú vinnur við þýðingar, sagðirðu”, segir hún svo, hún sem hefur ekki fengist til að minnast einu orði á hans eigin ritstörf þó að hann hafi nefnt þau nokkrum sinnum við hana (hann hefur ekki talað um þau við nokkurn annan, hann valdi hana til að gera þessa játningu og því er nokkuð kaldhæðnislegt að hún hafi engan áhuga). “Ertu eitthvað að þýða skáldsögur?”
“Nei, leiðbeiningar í farsíma og við hugbúnað. Notkunarleiðbeiningar við þvottavélar, Og auglýsingabæklinga, á skemmtilegum dögum fæ ég að þýða auglýsingabæklinga.”
Drífa Sjöfn kinkar kolli hægt. “Áhugavert.”
Þá langar Þóri til að skella upp úr því auðvitað er þetta ekki áhugavert. Þess í stað segir hann blátt áfram:
“Eigum við að fara heim til þín?”

Drífa Sjöfn lítur undan og svarar ekki strax. Dregur djúpt andann og hann sér ekki betur en hún titri lítið eitt. Nú sjást engin merki um daðurslegu smástelpustríðnina frá því rétt áðan.

Loks spyr hún hvort hann sé á bíl. Hann segir nei, enda er Ása með bílinn í dag, sem hann nefnir ekki, þau hafa ekki nefnt hana eða fjölskylduaðstæður hans yfirleitt. Þau hafa raun ekki sagt margt og setið hér stutt saman, svo sannarlega hafa þau setið hér eins og tvær manneskjur sem hafa fátt hvor við aðra að segja, en þetta frumstæða og ónefnanlega hefur legið í loftinu, í senn gefið fundi þeirra líf og gert hann vandræðalega, ómögulegan.

Þau ganga orðalaust að gula bílastæðahúsinu neðarlegar á Hverfisgötu. Þórir kærir sig kollóttan um hvort einhver sem hann þekkir sjái hann á gangi með henni, ályktar sem svo að ekki geti hvarflað að neinum að neitt sé á milli þeirra.
En um leið og hann er sestur inn í bílinn grípur hann einhver skelfing og hann dregur sig niður í sætinu, undir rúðuhæð. Hann hefur engin orð um þetta og Drífa Sjöfn segir ekkert heldur, ræsir bílinn, ekur af stað, segir ekki eitt einasta orð.
Bíllinn er hvítur og japanskur, virðist ekki nýlegur, gæti verið allt að tíu ára. Þórir horfir upp í dökkgráa loftklæðninguna. Hún er eins og einhvers konar himinn. Hann finnur titring vélarinnar fara um líkamann, finnur sig færast úr stað en hefur ekki hugmynd um hvert er ekið, í eitthvert hverfi í Reykjavík eða til Kópavogs, Hafnarfjarðar? Gildir einu, það er miklu meira heillandi að vita ekki hvert hann er að fara en horfa á húsablokkir og bíla út um gluggann, horfa frekar upp í þennan dökkgráa himinn úr plasti eða gervileðri á meðan hann berst áfram um óséða víðáttu.

Ferðin virðist taka óratíma, hann getur í senn ekki beðið eftir að hún taki enda og óskar þess að hún var að eilífu. Tilfinningin sem ferðamátinn vekur, þessi skynjun, verður honum einhvers konar skáldleg réttlæting á þeirri vitfirringu sem hann er í þann veginn að fara að fremja. “Nú er eitthvað að gerast”, hugsar hann. “Upplifun, söguþráður, ófyrirsjáanleiki.” Hann kemur áhrifunum í áþreifanleg orð, eins og hann væri að skrifa um þetta. Hann hreyfir varirnar eins og í tauti þegar hann segir þetta en gefur ekki frá sér hljóð.

Svo man hann skyndilega eftir heimilisfanginu hennar sem hann fletti svo oft upp á netinu. Þetta er nýbyggt úthverfi, ennþá sálarlausara en hverfið sem hann býr í sjálfur. Það hefði verið skemmtilegra að vita ekki allan tímann hvert hann væri að fara.

Hún stöðvar bílinn nokkrum sinnum á leiðinni og í hvert sinn vaknar spurningin hvort þau séu komin á leiðarenda. En hún tekur alltaf af stað aftur. En þegr hún bakkar hægt eftir stansið og í beygju svo ýlfrar lágt í bílnum, veit hann að þau eru komin.

Hún drepur á bílnum og stígur út úr honum áður en Þórir hreyfir sig úr sætinu. Það er nokkuð átak að rísa upp úr þessari stellingu. Hann verkjar í skrokkinn. Allt umhverfis hann eru nýbyggð og hálfbyggð fjölbýlishús; göturnar eru ómalbikaðar. Framundan er hóll með moldarflagi.

Drífa Sjöfn hirðir ekki um að læsa bílnum á eftir honum, hún gengur rakleitt að ljósgráu húsi án þess að líta um öxl. Sviplaus kápan hennar er næstm samlit húsinu og ljósskottlitu hárinu hennar.

Þórir greikkar sporið og smýgur með henni inn um dyrnar án þess að hún virði hann viðlits. Í stigaganginum er kunnuglegur þefur sem minnir á kattarhlandslykt og hann hefur áður fundið í nýsteyptum húsum en er líklega bara af steypunni, að minnsta kosti eru engir kettir sjáanlegir hér.

Íbúðin hennar er hlýleg, í engu samræmi við húsið eða hverfið. Í stofunni eru innrammaðar myndir af börnum og ungmennum, í skírnarkjólum, með stúdentshúfur. Stórt og geðþekkt landslagsmálverk prýðir einn veginn, ekki eftir þekktan málara. Litirnir eru fullskærir, af engi, fjallshlíð og himni, óraunverulegir litir en aðlaðandi.

Í stofuskápnum eru gamalkunnugir kilir bóka Halldórs Laxness, svartir með hvítu flúri, og einhverjar aðrar íslenskar skáldsögur frá seinni áratugum.
Loksins snýr hún sér að honum. “Þú drakkst kannski nóg kaffi áðan? Viltu bjór?”
Um leið og hún ber upp spurninguna finnur hann fyrir þurrki í hálsinu svo hann á erfitt með að koma upp hljóði. Hann kinkar því bara kolli og hún fer fram í eldhúsið. Hann horfir út um gluggann, á húsin og gulan byggingarkrana í fjarska. Bílar þjóta eftir aðalbrautinni í nokkurri fjarlægð; ennþá lengra úti fyrir eru haf og fjöll.

Hún birtist aftur með tvö glös á hvolfi yfir tveimur flöskum af háljósum bjór, leggur þetta á ílangt sófaborðið sem er úr dökkum við en ofan á því koparplata með óræðum útskurði. Hún sest í sófann og hann sest í stól gegnt henni, hellir sér öl í glasið og sýpur af því, það er bragðlítið.

Skyndilega líður honum eins og þetta sé venjuleg siðsamleg heimsókn svo hann spyr hana hvernig henni líki kennslan.
Drífa Sjöfn horfir ringluð á hann líkt og hún skilji ekkert um hvað hann er að tala. Síðan áttar hún sig.
“Bara ágætlega svona í heildina. Þetta eru bestu grey. Afar misjafnlega búin að heiman. Mig grunar að sum þeirra gætu alveg spjarað sig án kennarans, þau þyrftu bara námsbækurnar og önnur gögn, svo vel eru þau úr garði gerð og vel uppalin. En á meðan eru önnur sem ég veit að ég get aldrei sinnt nógu vel, sama hvað ég reyni. Þau eru svo vanbúin.”
“Eru þau svona misgreind?” spyr Þórir. Hann hefur engan áhuga á umræðuefninu, dauðsér eftir því að hafa bryddað upp á þessu, óttast að það leiði þau inn á svo jarðbundnar brautir að ónefnanlegt ætlunarverkið reynist ógjörningur. Að eftir dálitla stund segi Drífa Sjöfn: Jæja, það var nú gaman að spjalla við þig en voðalega flýgur tíminn.
“Jújú, mikil ósköp, en munurinn liggur ekki bara í því heldur hvað það er misjafnlega hlúð að þeim heima. Sum eru uppfull af andlegri, líkamlegri og tilfinningalegri næringu, aga og sjálfsöryggi, önnur fá ekkert heima hjá sér nema ruslfæði, tölvur, sjónvarp og afskiptaleysi. Það þroskast enginn eðlilega á slíku uppeldi.”

Þórir kinkar kolli. Leitar að leið í huganum út úr þessu.

“Jújú, mér líkar starfið en ég lifi ekki fyrir það.”
“Ég lifi örugglega ekki fyrir mitt starf”, segir Þórir og hlær kuldalega.
“Ég er ekki týpa sem getur lifað fyrir starf”, heldur hún áfram eins og hún hafi ekki heyrt til hans. “Ég hef alltaf viljað bara lifa venjulegu lífi þar sem hlutirnir eru í réttum hlutföllum. Einhvern veginn eins og ég held að sé í samræmi við lífið sjálft. Að sinna starfi sínu vel. Að ala upp börnin sín vel. Eiga heilbrigð áhugamál. Elska maka sinn og eldast með honum. Hlúa að barnabörnunum.”

Hugur Þóris fyllist af andmælum en þau eru bæði óljós og óskiljanleg. Það er þessi illi, frjálsi hluti hans sem leiðist uppbyggilegt kerlingartal þó að innihald þess sé hið eina rétta. En í hinu fullkomna fjölskyldulífi sem kerlingar heimsins af báðum kynjum predika milli þess sem þær klippa runna og gróðursetja hríslur, er engin sjálfshyggja og engin sköpun.

“Þetta var bara það sem mig langaði. Engir villir dagdraumar, bara venjulegt líf og heilbrigt hjónaband.”

Það er engu líkara en rödd hennar sé að bresta. Ef hún hættir þessu tali ekki missir hann af bráðinni. Móralíserandi kona lætur ekki taka sig á stofugólfinu sínu á meðan hún talar um fjölskyldugildi.

En skyndilega rennur upp fyrir honum að lausnin felst ekki í að breyta um umræðuefni heldur er það þögnin ein sem blífur. Svo hann hættir að svara henni, horfir stíft í augu hennar og færir sig nær henni yfir sófaborðið.

Hún þagnar. Hann heyrir og finnur öran andardrátt hennar, eins og golu. Skyndilega fyllir kvíðasvipur andlitið og það er engu líkara en augun grátbæni hann um að láta hana í friði. En hún færir höfuðið líka nær honum og nú er allt í einu lítið bil á milli munnanna, þeir eru að mætast. En hann langar ekki til að kyssa hana, hann vill taka hana og eyðileggja eitthvað.

32 Comments:

Blogger Unknown said...

Ekki hef ég reynslu sem rýnir frekar en almenningur sem kaupir bækurnar, en mér finnst þetta brot lofa góðu.

Nöfn konunnar mynda skemmtilega dularfulla tvennu, en svo verður spennandi að fylgjast með í framhaldinu hvort nafn karlsins (ef komman er tekin í burtu) á vel við hann.

Þú minnist á kaffihús við Lækjartorg. Ég man eftir stórum hópi af Dönum eitt sinn á kaffihúsi við Lækjartorg. Allir sem einn keyptu þeir stóran öl, ekki súkkulaðikökusneiðar sem taka allt of mikið pláss við hlið kaffibollanna. :)

12:49 f.h., desember 30, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hæ og takk fyrir þetta. Þessi bók er annaðhvort skáldsaga eða 5 tengdar sögur. Það er skilgreiningaratriði. Þetta úr þriðja hluta bókarinnar og þetta kaffihús kemur nokkuð við sögu. Það hét Segafredo áður en heitir Espressobarinn núna. Fyrstu þrír hlutarnir gerast í lok vetrar 2007 en seinni tveir gerast síðar. - Nú verður að hamra þetta áfram, það verður þrekraun meðfram vinnunni.

2:23 f.h., desember 30, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:18 f.h., desember 01, 2014  
Blogger نور الهدى said...


شركة غسيل خزانات بالمدينة المنورة و عمال مروبون وحاصلون على شهادة صحية فقط اتصل بنا لتحصل على افضل خدمة غسيل خزانات


10:18 e.h., mars 04, 2018  
Anonymous Cara Menyembuhkan Nyeri Punggung said...


This information is very useful. thank you for sharing. and I will also share information about health through the website

Pengobatan Alami untuk Tipes
Cara Mengobati Kuku Cantengan
Solusi atasi sakit kepala Vertigo
Cara Menyembuhkan Sakit Maag Kronis
Cara Menghilangkan Stretch mark
Cara Mengobati Epilepsi

6:25 f.h., apríl 02, 2018  
Blogger Admin said...

If you have a history of illness that is difficult to recover, maybe our next article will help you to recover

Agen Resmi Qnc jelly gamat di Banjarmasin
cara Mengobati Mata Bengkak
Cara MengobatiAnyang-anyangan
Cara Mengatasi Gatal pada area Vagina
Obat penurun demam pada anak

2:18 f.h., apríl 03, 2018  
Anonymous Pengobatan Scabies Secara Alami said...

This article is interesting and useful. Thank you for sharing. And let me share an article about health that God willing will be very useful. Thank you :)

Obat Penghilang Jerawat dan Bekasnya
Cara Menyembuhkan Batuk Berkepanjangan
Cara Mengobati Pengapuran Tulang
Obat Pengapuran Otak pada Anak
Cara Mengatasi Mata Bengkak
Obat Herpes Zoster

5:43 f.h., maí 28, 2018  
Blogger Riko JR said...

Bismillah Hopefully given the health and sustenance abundant amen :))
apotik qnc jelly gamat pangandaran
gudang agen resmi QnC Jelly Gamat
obat encok asam urat alami
agen qnc jelly gamat yogyakarta
obat sesak nafas
agen qnc jelly gamat semarang

9:53 f.h., júlí 26, 2018  
Anonymous Obat Kista 6,7 dan 8 Cm said...

Bismillah Hopefully given the health and sustenance abundant amen :))
obat jerawat semoga tidak ada apapa kabulkanlah cara mengobati panu dan kurap hanya bisa berdoa obat penyakit hisprung dan hanya bisa memohn ampunan.

3:55 f.h., júlí 27, 2018  
Anonymous Obat Nyeri Haid atau Sumilangeun said...

This article is interesting and useful. Thank you for sharing. And let me share an article about health that God willing will be very useful. Thank you :)

Cara Mengobati radang Usus
Cara Mengatasi sakit pundak dan Leher kaku
Cara Menghilangkan Benjolan di Bibir
Tips Menghilangkan Wajah kusam
Cara Mengobati Bisul
solusi masalah kewanitaan

5:16 f.h., ágúst 11, 2018  
Blogger Admin said...

Request permission, We want to comment here with the aim of sharing some of our own article links, which you can click below

Obat Batu Ginjal
Cara mengobati herpes secara alami
Cara Cepat Menyembuhkan Eksim
Cara Menghilangkan Benjolan Di Pergelangan Tangan
Obat Eritema Multiformis

6:28 f.h., september 26, 2018  
Blogger Riko JR said...

I can only express a word of thanks. Because with the content on this blog I can add knowledge I, thank has been sharing this information. Do not forget to visit our website to share information and knowledge about health.|
cara Mengobati Benjolan Di Kelopak mata |
Obat sakit tumit di apotik |
Cara Mengobati konka hidung bengkak

8:05 f.h., nóvember 07, 2018  
Blogger Siti Solihah said...

This is such a great resource that you are providing and you give it away for free. I love seeing websites that understand the value of providing a quality resource for free. It is the old what goes around comes around routine

risa herbal
penyebab sakit pinggang
cara menyembuhkan mata glaukoma
cara mengobati gagal ginjal
cara menyembuhkan penebalan dinding rahim
obat penghancur kanker
cara menyembuhkan varikokel

4:08 f.h., nóvember 20, 2018  
Anonymous Obat Sakit Kepala Berputar/Vertigo said...

It is great to have visited your website. Thanks for sharing useful information. And also visit my website about health. God willing it will be useful too

Obat Sakit Tumit yang Ampuh
Cara Menghilangkan Tinnitus/Telinga Berdenging

2:45 f.h., desember 07, 2018  
Blogger Unknown said...

Hopefully, sustenance will be easy and simplified in all matters :-) |
OBAT KLIYENGAN ALAMI |
cara memesan herbal QnC Jelly Gamat |
cara Memesan QnC Jelly Gamat |
cara membeli herbal QnC Jelly Gamat |
cara membeli QnC jelly gamat |
cara memesan jelly gamat QnC

8:05 f.h., desember 13, 2018  
Blogger Dark said...


شركة تنظيف منازل بأبها
شركة تنظيف بأبها
شركة تنظيف بالاحساء
شركه تنظيف منازل بالاحساء
شركة تنظيف بالجبيل
شركة تنظيف منازل بالجبيل

10:36 e.h., desember 16, 2018  
Blogger Mai Helmy said...


نقدم لكم عملئنا الكرام افضل شركه تنظيف شركة تنظيف بابها شركة الشرق الاوسط لاعمال التنظيف ان عملية التنظيف تتطلب الجهد الكثير شركة تنظيف منازل بابها مع شركة الشرق الاوسط توفر لكل كل وسائل الراحه شركة تنظيف بخميس مشيط وايضا اسعار في منتهى الراحه كما ايضا تستخدم افضل انواع الالات والمعدات والعمالة المدربة فى اعمال التنظيف شركة تنظيف منازل بخميس مشيط مع شركة الشرق الاوسط نعم لبيت ومكتب وفيلا وشقه وغيرها نظيف تمام من الاوساخ شركة الشرق افضل شركة على الاطلاق فى اعمال التنظيف شركة تنظيف بنجران بجميع انواعه لا تقلق مع شركة الشرق الاوسط شركة نقل عقش ببيشة دائما فى راحة ان شاء الله خدمه 24 ساعه شركة تنظيف بحائل دون توقف

6:37 e.h., desember 22, 2018  
Blogger Mai Helmy said...



نقدم لكم عمئلنا الكرام افضل شركة تنظيف فى بالطائف شركة تنظيف بالطائف شركة اوبى كلين ان عمليه التنظيف من اهم العوامل والوسائل التى تتطلب عملية شديد من الحرص والجهد والتعب اثناء عملية التنظيف شركة تنظيف منازل بالطائف مع شركة اوبى كلين وداعا تمام للتعب والجهد والمشقهه لان الشركة توفر لك كل انواع والعموال التى تساعدك فى عمليه التنظيف كما ايضا شركة اوبى كلين تمتلك افضل العماله المدربة على اكمل وجهه شركة تنظيف خزانات بالطائف حتى نوفر لك خدمه غير متاحه ال لدى شركة اوبى كلين وداعا للتعب بعد الان مع شركة اوبى كلين توفر لك كل سبل الراحه شركة مكافحة حشرات بالطائف لان الشركه متخصصه فى عملية التنظيف منذ زمن بعيد

6:37 e.h., desember 22, 2018  
Anonymous Pengobatan Penyakit Polip said...

the article is very petrifying, hopefully it can be useful and an important lesson

Cara Mengobati Syaraf Kejepit
Cara Mengobati Penyakit Trigliserida Tinggi
Cara Mengobati Paru-Paru Basah
Cara Mengobati Penyakit Herpes
Cara Membasmi Penyakit Kudis
Cara Mengobati Kanker Usus Besar

4:34 f.h., desember 29, 2018  
Blogger Riko JR said...

Hopefully with the content on this blog, I can add to my insight, thank you |
obat seklelan paling ampuh | 100% manjut dijamin original
benjolan di selangkangan paling ampuh
Obat koreng alami di apotik 100% ampuh
obat borok di kepala Terbaik.. Thank You MUach

8:32 f.h., janúar 16, 2019  
Blogger Dark said...



شركة تنظيف منازل بأبها
شركة تنظيف بأبها
شركة تنظيف بالاحساء
شركه تنظيف منازل بالاحساء
شركة تنظيف بالجبيل
شركة تنظيف منازل بالجبيل

3:01 e.h., janúar 17, 2019  
Anonymous Obat Luka Bekas Operasi said...

At this time I will share articles about health hopefully can be useful for everyone.

Cara Mengobati Demam Pada Anak
Obat Difteri Paling Ampuh
Cara Mengobati Kram Dan Kesemutan
Tips Paling Jitu Untuk Mengatasi Penyakit Demam Berdarah Dengue
Khasiat dan Manfaat Sayuran
Obat Balas Bogo Pada Tubuh

3:16 f.h., janúar 21, 2019  
Blogger kk k said...

in kỷ yếu giá rẻ Fyrir einstaklinga eða teymi, í Tien Son er viss um að gera viðskiptavinum hamingjusamur frá vörum til að kosta ...
Árbókin er ný þjónusta sem kynnt hefur verið í Víetnam í nokkur ár, þetta er talið vera sönnun fyrir fallegu blómstímabili. Góða bók, mikilvægasta er ending og ekki-fading tími í gegnum árin, til að mæta þessari eftirspurn, höfum við hleypt af stokkunum hagkvæmasta prentun í Hanoi. og öll héruðin í löndunum.

Tien Son prentunarfyrirtæki langar til að kynna ódýr árbókarprentun til einstaklinga eða bekkjahópa. Í klassískri upptöku er ódýr háskóli árbókin í Tien Son prentuð með hátækni, þá myndar samningur bæklingar, aukin fagurfræðileg og varanlegur fagurfræði með tímanum.

4:50 f.h., febrúar 14, 2019  
Blogger Christian said...

I can only express a word of thanks. Because with the content on this blog I can add knowledge I, thank has been sharing this information. Do not forget to visit our website to share information and knowledge about health.|
Cara Mengobati penyakit kanre pali |
Obat Filariasis Herbal |
cara Mengobati kista Ovarium

8:33 f.h., febrúar 19, 2019  
Blogger Riko JR said...

Thank you for sharing a good and interesting article ...
I hope the new posts will increase and can be a very good reference.
Hopefully more success thank you very much..
Cara Mengobati Kelenjar Ludah Bengkak
Cara Mengobati Borok di Kepala
Obat Kista Ukuran 8 Cm Dan 7 Cm
Cara Menumbuhkan Jaringan Daging
Obat penyakit dompo

3:54 f.h., mars 29, 2019  
Blogger Rose Blackpink said...

It was really a great information thanks for sharing.

obat pembersih rahim tanpa kuret
obat herbal fistula ani
penyebab dan cara mengatasi telinga berdengung
cara mengobati iritasi mata
cara alami mengatasi biang keringat pada bayi
obat borok bernanah
obat tipes tradisional untuk anak dan dewas

9:15 f.h., maí 02, 2019  
Blogger Passport to Be YOU TY said...

شركة جلي بلاط بحائل نحن نوفر خدمات جلي البلاط والسيراميك بحائل خدمات جلي بلاط بحائل على اعلى مستوي من الدقة والمهارة العالية فى الجلي والتلميع والتنظيف
شركة جلي بلاط بحائل شركة العربي يعمل معها نخبة من المتخصصين في أعمال جلي البلاط والسيراميك علي اختلاف انواع البلاط ، فكل نوع أرضية
شركة جلى بلاط بحائل والتي تملك أفضل آلات جلي البلاط بالإضافة لاستخدام أحدث مواد تنظيف وجلي البلاط مع الحفاظ على لمعانه وألوانه.

10:14 e.h., maí 13, 2019  
Blogger Arjuna Bar Bara said...

I can only express a word of thanks. Because with the content on this blog I can add knowledge I, thank has been sharing this information. Do not forget to visit our website to share information and knowledge about health.
jelly gamat untuk kanthelasama
cara mengobati sakit tumit kaki
obat penyakit hisprung
cara mengobati babak

8:26 f.h., maí 22, 2019  
Blogger QnC Jelly Gamat said...


I can only express a word of thanks. Because with the content on this blog I can add knowledge I, thank has been sharing this information. Do not forget to visit our website to share information and knowledge about health. |
obat engap alami |
cara mengobati campak |
OBAT BATU GINJAL ALAMI |
obat kelenjar getah bening |
cara mengobati sesak nafas

8:35 f.h., júní 20, 2019  
Anonymous Nafnlaus said...

The story is structured in three chapters (as was Jia's 2015 movie "Mountains May Depart"). We are first introduced to Bin (Liao Fan), a small time gangster, or jianghu, in the coal mining village of Shanxi. His girlfriend, Qiao, played by Jia's wife, Zhao Tao, who has appeared in almost all of his Coach Outlet nondocumentary movies, enjoys being Ray Ban Outlet a gangster's moll.

New era Yeezy Boost 350 for TV showrunners had officially arrived, one that is sending TV studios and streaming companies New Jordan Shoes 2020 scrambling to line up their own proprietary stables of talent. What causing this mad dash for TV creatives is twofold. One, with deep pocketed streaming companies like Netflix and Yeezy Discount Amazon now Apple to build up their own original content libraries as studios and networks pull Coach Outlet Store back on their Ray Ban Glasses licensing deals, the Coach Handbags Clearance amount of money being thrown around has reached an all time high.

4:34 f.h., október 21, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home