Sem höfundur á markaðstorgi á ég líklega eftir að sakna þessara októberdaga því bókin mín rennur út í Máli og menningu og Eymundsson. Þarna eru vinir, kunningjar og jafnvel ættingjar að skila sér í búðina og svo líklega þeir fáu lesendur mínir sem ég þekki ekki sjálfur, en tilboðsverðið laðar að. Sjálfsagt að minna á það: 2.600 kr. í Eymundsson og Máli og menningu út næsta þriðjudag. Ég verð án nokkurs vafa á sölulistum á næstunni en svo hættir það væntanlega þegar nær dregur jólum og stórkanónurnar koma úr prenti. Hvað um það, aldrei hef ég komist á sölulista áður og ég geri mér vonir um að heildarsalan aukist a.m.k. eitthvað frá því sem verið hefur. Þetta ætlar að verða mitt besta ár sem rithöfundur í skilningi kynningarmála og því get ég ánægður einbeitt mér að skriftum þegar jólavertíðinni er lokið án þess að velta fyrir mér birtingu og útgáfu í langan tíma.
Ég kíkti í hið undarlega smásagnasafn Hermanns Stefánssonr, 9 þjófalyklar, áðan. Þetta virðist vera einn stór bókmenntalegur brandari og persónan Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur kemur fyrir í öllum sögunum. Þetta er fyndið og lipurlega skrifað en spurning til hvaða hóps þetta getur höfðað. Og kannski gildir það einu.
Skopstælingarbragurinn á Hermanni er síðan búinn að smitast úr bókinni sjálfri og yfir í kynninguna á henni en á www.bjartur.is var í gær tilkynnt að Hermann hefði hlotið Bókmenntaverðlaun Guðbjarts Jónssonar og væri fyrsti karlmaðurinn sem þau hlyti.
4 Comments:
Mér datt í hug um daginn þar sem ég labbaði laugaveginn að ég hafi hlustað á sjálfan mig hverfa út í heiminn og verða óþekkjanlegur. Ha? Híhíiííi´´ii´´iííií-ííí, gefurðu annars ekki ættingjunum eintak af bókinni bölllur, Eiríkur Örn gefur öllum sínu. Hvað finnst þér annars um Eirík Örn, hann er ungur og bráðefnilegur?
Æ, hvaða fábjáni er kominn inn á síðuna mína? Ekki koma aftur.
Sjálfur geturðu verið fífl. Ég má koma hérna eins og ég vil, netið er almenningseign. Þú hefur safnað til þín kuski í afskekktu horni almenningsins og ég má alveg labba til þín og blása svolítið. Óg tungumálið er lmannaeign líka. Ég má tala það ´mamámámámaámámámáþað þar sem ég vil.Alltaf alltaf.
Sæl, Auður. Jú, bókin er á tilboði á morgun. Ég hlakka líka til að sjá þig á útgáfukynningunni á miðvikudagskvöldið. Ég sendi þér meil um það á Rithringnum á morgun.
Skrifa ummæli
<< Home