mánudagur, ágúst 22, 2005

Sigurgleði

Það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Ég fór 1o kílómetrana á 58:55 og skildi rúmlega 50 hlaupara í mínum aldursflokki fyrir aftan mig. Um 150 voru hins vegar á undan. Erla varð ofarlega í sínum flokki, í 23. sæti af 120 konum á aldrinum 40-49, með glæsilegan tíma, 55:15.

Mig langar næstum út að hlaupa eftir þetta. Altént er ég fær í flestan sjó og ætla mér að vera á beinu brautinni í mataræði og hreyfingu í vetur. Þetta er lífsstíllinn sem mig dreymdi alltaf um en af einhverjum ástæðum hefur mér nánast aldrei tekist að tileinka mér hann fyrr en núna; oft hef ég náð góðum sprettum í hreyfingu en sjaldan ráðið við mataræðið fyrr en núna. Það er ekki freistandi tilhugsun að snúa til baka af þessari leið.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með hlaupið og frúna og lífstílinn og allt það en ég er við það að fá sár í hvirfilinn, enda ekki snyrt á mér neglurnar allt of lengi - þessir tímar sem gefnir eru upp á síðunni, hvorn þeirra ber á að líta og hvers vegna eru þeir svona gjörsamlega sitt á hvað? Sumir eru með nánast sama tíma beggja vegna, aðrir með aðeins styttri tíma utan sviga, enn aðrir með aðeins lengri tíma utan sviga, og sumstaðar skeikar heilu mínútunum í aðra hvora áttina? Maður hlýtur t.d. að spyrja, hvor ykkar var skjótari á skeiðinu, þú, 59.07 (58.55) eða fyrrverandi fréttastjóri RÚV, átta árum yngri kappinn - 59.58 (58.28). Hér munar 51 sekúndu þér í hag utan sviga, en 27 þér í óhag innan hans, þú ert skráður nr. 697, hann nr. 744... varstu þá á undan honum í mark þótt þú værir lengur að hlaupa eða...hvernig í ósköpunum á maður að skilja þetta?

1:25 f.h., ágúst 22, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir og kærar þakkir. Flögutíminn er réttari því það er sá tími sem líður frá því að maður stígur á mottuna í rásmarkinu við upphaf hlaupsins og þar til maður kemur í mark. Byssutíminn er frá því ræst er og þar til maður kemur í mark, en við ræsingu eru flestir keppendur staddir langt fyrir aftan markmottuna og eru góða stund að komast þangað.

1:28 f.h., ágúst 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju. Vel af sér vikið! Þú stefnir þá á undir 50 næst, er það ekki? Hvað er annars fræðilega mögulegt að bæta sig mikið? - h k

2:12 f.h., ágúst 22, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég verð tíu kílóum léttari eftir ár og búinn að æfa allan tímann (og ekki eyðileggja á mér lappirnar) þá er aldrei að vita. En maður verður svo ekki fljótari við það að eldast.

h k. Hvað skyldi það þýða?

2:15 f.h., ágúst 22, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:03 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:09 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home