fimmtudagur, mars 16, 2006

Egill Helga rak út nefið á Andarunganum í Lækjargötu í fyrradag og skammaði mig fyrir að vera hættur að blogga um annað en sjálfan mig. "Þú mátt ekki vera svona sjálfhverfur", sagði hann. "Já, en ég er sjálfhverfur", svaraði ég. - Ég held reyndar að þetta hafi ekkert breyst. Þetta hafa alltaf verið sirka 70% færslur um sjálfan mig og síðan 30% um þjóðfélagsmál. Agli gengur auðvitað gott til, hann kann að meta það sem ég skrifa um pólitík og og skyld málefni og vill fá meira af því. Hins vegar væri fróðlegt að vita hvers vegna hann tekur allt í einu eftir sjálfhverfninni á síðunni núna. Hljómaði dálítið eins og afrakstur af e-u spjalli (kannski þekkir hann ÞÞ, sem ég reyndar sá á kaffihúsi um daginn og hefði ekkert haft á móti að heilsa, en þar sem mig grunar að hann sé týpa sem hefði ekki tekið undir, sleppti ég því). Hætt er við því að hann sjái ekkert nema sjálfhverfnina hér eftir. Þegar menn hafa bitið eitthvað í sig verður oft ekki aftur snúið.

Ég sá nokkurn hluta af Róskumyndinni endursýndri í gærkvöld, vildi að ég hefði séð hana alla, hún virkaði mjög fróðleg.

Ég er búinn að hafa stanslausar áhyggjur af landsliði Þjóðverja vegna HM í sumar. Þetta lítur allt annað en glæsilega út og sorglegt væri að sjá liðið falla snemma út úr keppni á heimavelli. Það hefur reyndar oft verið þannig að ef Þjóðverjarnir hafa verið með lélegt lið og spilað illa, hafa þeir hnoðað sig alla leið í úrslitaleikinn og tapað honum; en með gott lið hafa þeir hampað titlinum. Hætt er við að hvorugt verði uppi á teningnum núna. Ég er reyndar búinn að reikna þá alla leið í 8-liða úrslit án þess að spila góðan leik (riðillinn þeirra er léttur og þeir gætu hæglega fengið Svía í 16-liða úrslitum, en sænska liðið virðist vera að hrynja). Ég veit hins vegar ekki hvernig þeir eiga að redda sér lengra í keppninni. Brasilíumenn virðast leiðinlega fyrirsjáanlegir heimsmeistarar en vonandi sannar knattspyrnan enn á ný ófyrirsjáanleika sinn.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Róskumyndin var sorglegt dæmi um sjálfhverfu. (Ég er ekki að bauna á þig).

11:51 f.h., mars 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjálfhverfu Rósku, þá?

Var það eitthvað meiri sjálfhverfa en fyrirfinnst hjá listamönnum yfirleitt?

1:58 f.h., mars 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Rósku já. Nei.

9:38 f.h., mars 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Róskumyndin var fín
Kristín Björg

9:17 e.h., mars 17, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:29 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:03 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home