fimmtudagur, janúar 01, 2009

Til stuðnings mótmælunum í gær

Eftir að mótmælin urðu agressívari, fóru yfir á gráa svæðið og urðu um leið fámennari - þá verður að segjast að þau eru orðin miklu markvissari og áhrifameiri.

Tryggva var komið úr Landsbankanum og Jónas í Fjármálaeftirlitinu fékk harkaleg og virkilega verðskulduð skilaboð.

Auðvitað var þetta óþægilegt fyrir þá einstaklinga sem eru starfsmenn Stöðvar 2. Skiljanlegt að þeir séu sárir og reiðir og ég væri það í þeirra sporum.

En förum yfir nokkra punkta:

  • Fjölmiðlar bera sína ábyrgð á bankahruninu með gagnrýnislausum glansmyndafréttaflutningi af útrásarmönnum í gegnum tíðina.
  • Eignarhald sumra stærstu fjölmiðlanna er alþekkt, þeir eru í eigu þeirra sömu manna og sett hafa Ísland á hausinn.
  • Fjölmiðlar hafa haldið áfram að veita auðmönnum þægilegan og gagnrýnislausan aðgang að sér um og eftir hrunið. Sem dæmi má nefna hneysklanlegt einstefnuviðtal við Jón Ásgeir um yfirtöku Seðlabankans á Glitni rétt fyrir neyðarlögin.
  • Hvað eftir annað nálgast fréttamenn Stöðvar 2 mótmælendur á óvinsamlegan hátt og spyrja þá í viðtölum: "Hefur þú einhverjar lausnir?"
  • Kryddsíldin er glansþáttur sem á einstaklega illa við á þessum tímum. Stjórnmálaleiðtogar eru þar hreifir af víni með magann fullan af kræsingum og fréttamenn njóta sín þar með skrýtinn hatt á hausnum í glettnislegu spjalli við ráðamenn. - Í dag er þetta óviðeigandi.
  • Það skal viðurkennt að Sigmundur Ernir er góðra gjalda verður og hefur ekkert til saka unnið - en áhrifamiklum umræðuþætti sem tekur á bankahruninu stjórnar maður sem var í liði með útrásarvíkingunum og reyndi að færa þeim Orkuveitu Reykjavíkur, meðal annars til að skara eld að eigin köku. Viðkunnanlegur maður, Björn Ingi, og góður KR-ingur sem ég hef alltaf heilsað úti á götu - EN ÞAÐ BREYTIR EKKI ÞESSUM STAÐREYNDUM.

Aðgerðirnar í gær voru þegar upp var staðið alveg merkilega markvissar og áhrifaríkar. Þátturinn var eyðilagður. Útsendingin var rofin. Það var nákvæmlega það sem Kryddsíldin átti skilið fyrst stjórnendur hennar höfðu ekki vit á að blása þáttinn af eða breyta um form á honum.

Það er ekki nóg að standa og hrópa á Austurvelli. Þetta er miklu áhrifaríkara og þeir sem lögðu sig í hættu við þessa aðgerð eiga þakklæti mitt - þeir eiga lof skilið.

Þeir fengu táragas í augun í minn stað - á meðan ég hafði það náðugt.

49 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt!

3:48 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

takk og amen.
EBÞ

3:53 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Gústi, þarf ekki Björn Ingi að skýra út hvað átti sér raunverulega stað haustið 2007 í kringum þetta Geysis green dæmi og FL group?

Var hann plataður af Hannesi Smára og Jóni Ásgeiri eða var hann með í plottinu?

Annars verða alltaf einhverjar kjaftasögur í gangi.

kv. úr Vesturbænum

4:00 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þér finnst sem sagt í lagi að valda fólki líkamstjóni og eyðileggja eigur annarra?

4:05 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Með illu skal illt út reka.

4:08 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjaldan ef nokkurn tímann hef ég verið sammála þér Ágúst. Fyrr en núna. Lifðu heill snillingur!

Amma.

4:13 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefði verið nóg að vera með mikla háreysti, það þurfti ekki að skemma útsendingartæki eða meiða fólk. Það var greinilegt í þeim hluta sem komst til skila að mikil mótmæli voru úti við og var truflandi fyrir þáttinn.
Mér dettur ekki í hug að halda að stjórnmálafólk viti ekki af og skilji ekki það sjónarmið þjóðarinnar að breyta verður um t.d. stjórnendur í bönkum og í Seðlabanka, FME. Þessar breytingar eru núna að koma fram, sbr. Kaupþingsuppsagnir. Ég held reynar að annar stjórnarflokkanna sé að vinna í því ljóst en kanski meira í hljóði í því, hinn stjórnarflokkurinn hefur reynt að hamla á móti en er að heykjast á því. Það hefði eing. seinkað breytingum að fara í kosningabaráttu núna, það hefði átt eftir að kjósa, mynda STARFHÆFA stjórn og gefa þeim tíma til að átta sig á málum. Það er bara betra þegar til lengri tíma er liðið að fara þá leið sem annar stjórnarflokkanna er að sveigja hinn til að fara, leið sem endar með kosningum í sumar eða næsta haust. Þá líka nota bene, hefur fólk úr meiri upplýsingum til að vinna úr áður en það tekur afstöðu. Auk þess hafa önnur öfl sem hugsanlega vilja koma að landsmálum lengri tíma til að skipuleggja sig.

Eygló Aradóttir
PS: það er ekki alveg augljóst mál hvernig á að koma hér að ath.semdum án þess að gera það undir liðnum "nafnlaust". Reyndi að koma því undir "Name/URL" og það gengur ekki, ég hef reynt hina möguleikana tvo líka en ekki gengið.

4:13 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Anna meina ég, ekki amma. Og amma mín en ekki þín þá.

4:14 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta voru friðsöm mótmæli hvað sem hver segir alveg þangað til lögreglan missti stjórn á sér og króaði fólk af inni í anddyrinu og gusaði úr gasbrúsunum innandyra.

Það er lögreglan sem kemur óorði á mótmæli en ekki öfugt og fjölmiðlarnir lepja eins þeim er sagt til um af eigendum sínum.

4:25 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

En það þurfti að stöðva þáttinn, Eygló, og til þess þurfti ákveðna valdbeitingu. Þar sýndu mótmælendur geysilega mikið hugrekki og niðurstaðan er stórmerkileg. Og það er mikil einföldun sumra að halda því fram að með þessu hafi mótmælendur verið að stöðva lýðræðislega umræðu. Auðvitað er Kryddsíldin að einhverju leyti lýðræðisleg umræða en þátturinn stendur fyrir svo mikið meira, hann er t.d. bannsettur snobbþáttur, sendur út af Stöð 2 sem sumpart hefur gengið erinda útrásarvíkinga og er enn í eigu þeirra - og í annan stað er þessi þáttur að strjúka og gera vel við stjórnmálamenn en ekki beita þá neinu aðhaldi.

4:28 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja nú er ég sammála þér Ágúst. Í átökum meiðist fólk þannig að ég skil ekki hvað tæknimenn Stöðvar 2 eru að hjóla í mótmælendur. Hlægilegt að sjá visi.is þar sem upphafssíðan er undirlögð af fréttum af þessu.

4:28 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er þitt mat (og annara sem eru þér sammála) að stöðva hafi þurft þáttinn. Það er ekki mitt mat, og ég tel (þá kanski í mínum hroka) að ég sé ekki handbendi últrafrjálshyggjumanna (ég er í grunninn samvinnumanneskja, þó ég sverji af mér öll pólitísk tengsl við Framsókn, ég er flokksbudnin í Samfylkingunni - ennþá). Ég hefði tekið miklu meira mark á fólkinu hefði það haft slíka háreysti að erfitt hefði verið að tala saman inni á Borginni.
Það er ástæða fyrir því að síðustu stórmótmæli með slagsmálum hér á Íslandi tengdist NATÓ málum um miðja síðustu öld. Ýmislegt hefur nú gengið á síðan sem við höfum ekki talið þess virði að missa okkur í slíkar aðgerðir. Við höfum bara ekki talið það vera réttu leiðina til að koma sjónarmiðum á framfæri. Ég tel það ennþá ekki leiðina til að koma fram breytingum.
Fólk hefur auðvitað rétt á að hafa sínar skoðanir, og að koma þeim á framfæri, en til langframa nær fólk meiri árangri með friðsamlegum aðgerðum sem ekki valda skemmdum á eignum annara eða líkamlegum meiðingum. Líklega vegna þess að ALMENNINGUR (ekki endilega valdhafar í hvaða formi sem er) tekur meira mark á mótmælum sem ekki fara yfir velsæmismörk almennings. Ég geri mér fulla grein fyrir að margt í fjármálaheiminum á undanförnum árum hefur farið langt út fyrir þau mörk og þarf að taka á.
Hitt er annað mál (sem þarf að taka til umræðu) hvort viðhorf löggæslunnar til beytingar ýmsum sínum tækjum og tólum þurfi ekki að endurskoða.
Eygló Aradóttir.

4:44 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var á svæðinu, slapp naumlega undan gasi og ákvað þá að fara heim. Var því ekki þarna þegar umrædd eignaspjöll fóru fram, og sá engar stympingar aðrar en þær þegar lögreglan byrjaði að lumbra á sitjandi mótmælendum (slapp rétt undan því að troðast undir þegar fólk fór að fljúga úr höndum lögregluþjóna út af Borginni). Ég hefði kosið að útsendingin fengi að halda áfram, persónulega, og þykir miður ef starfsmenn Stöðvar 2 urðu fyrir meiðslum. En mótmælin voru eftir sem áður að mestu friðsamleg þar til lögreglan fór að úða gasi og munda kylfur. Hún bera alla ábyrgð á því hvernig fór, enda var enginn ofbeldishugur í fólkinu í kringum mig fyrr en lögreglan kom honum í gang.

4:45 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Haukur Már said...

Ágúst Borgþór, bravó! HMH.

5:01 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég tek hatt minn ofan fyrir þér Ágúst Borgþór!

5:13 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst Borgþór, mér vöknaði um augu að sjá þessa færslu þína. Áfram nýr Ágúst.

eggi

5:19 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitt sem vantar inn í þessa upptalningu og það er nú þáttur Ara Edwalds sjálfs. Hann er ekki bara höfuðsmaður í her Jóns Ásgeirs, heldur sat hann einnig í Viðskiptaráði ásamt öllum þeim sem hafa átt þátt í að keyra landið í þrot, studdi línurnar sem Viðskiptaráð lagði um hvað ríkistjórnin ætti að gera til að fyrirtæki gætu fengið að haga sér eins og þeir vildu, með þessum skelfilegu afleiðingum og vildi að engar hömlur yrðu á fyrirtækjum.

5:24 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

100% sammála í þessari færslu. Stöð 2 á vel skilið að fá áminningu og rassskell. Nú þurfum við eldra fólkið að fara út á götu og styðja þessa krakka sem bera eina fánann sem kominn er á loft.
Ég er búinn að öskra mig hásan á Austurvelli, nenni því ekki oftar. Næst mæti ég til að "skúra einhverjar skifstofur niðri í bæ.
Takk Ágúst og gleðileg ár.
JBH

5:37 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg innilega sammála þér Ágúst.

Arnar Helgi Aðalsteinsson

5:45 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Kjartan Hallur said...

Ég er svo aldeilis ... sammála þér.

6:01 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

heyr heyr!

6:11 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir gott innlegg

7:44 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott blogg hjá þér, ég er sammála þér!

7:49 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Mæltu manna heilastur, Ágúst.

8:20 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

góð færsla, sammála þér. Var þarna í gær og er agndofa yfir því hvað fjölmiðlar flytja skekktar fréttir af þessu. Mótmælendur voru ekki neinum ofbeldishug þangað til lögreglan mundaði kylfurnar og fór að úða gasi. Hrikalega slöpp ákvarðanataka hjá löggunni, algjör óþarfi.

Svo finnst mér ótrúlegt þegar að fólk er að tala um eignaspjöll...Halló!!! Eru ekki mestu eignaspjöllin þau sem hafa dunið á fólkinu í landinu? þeim sem hafa misst vinnuna og spariféð sitt ofl. Það eru eignaspjöll! Þúsundir milljarða allt í allt. Svo er fólk að eyða tíma og orku í að tuða yfir einhverjum brotnum rúðum!!

8:58 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Unknown said...

Það er alltaf spurningin hvar setja á mörkin. Mér finnst, t.d. of langt gengið þegar mótmælendur eru lenda í slagsmálum við starfsmenn Hótel Borgar eða þegar tækjabúnaður Stöðvar 2 er skemmdur. Mér finnast þetta vera sýndarmennskumótmæli einstaklinga, sem ekki vilja að það komi fram hverjir þeir eru. Hafi menn viljað stöðva útsendinguna, þá hefði líklegast verið nóg að brjóta eina litla rúðu og þar með hefði ekki heyrst mannsins mál fyrir innan.

9:19 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu.
Fjölmiðill var hindraður í störfum sínum. Engu skiptir hvort þátturinn er merkilegur eða ómerkilegur. Stöð tvö var neydd til að hætta útsendingu, tæki hennar skemmd og einhverjir löskuðust.
Þetta minnir mig óþægilega á aðferðir nasista og annarra ofbeldismanna og umhugsunarefni að maður sem spreytir sig á skriftum og reynir sig annað veifið við útgáfu á verkum sínum telji sigur fólginn í skemmdarverkum og ofbeldi gegn fjölmiðlafólki og stjórnmálamönnum að störfum.
Það er fáránlegt að sjá því haldið fram að Stöð tvö hafi átt sök á þessum óheillaatburði með því einu að vera á Hótel Borg með útsendinguna. Þessi tvö fyritæki hafa fulla heimild til að gera með sér samning um þetta samstarf og ofbeldislýðurinn átti ekkert með að stöðva starfsemi þeirra. Né þagga niður í stjórnmálamönnunum. Þegar skrifað er að þetta hafi verið ögrandi í ljósi aðstæðna er það álíka og réttlæta nauðgun á konu með því að hún hafi verið ögrandi klædd.

10:33 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá þér Ágúst!

þó einhverjar snúrur hafi skemmst ! það er ekkert miðað við það sem 30 manns hafa skemmt fyrir þessari þjóð.
það þarf greinilega eitthvað meira til enn að góna út í loftið á Austurvelli.

10:36 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Rétt er nú að taka fram að af þeim hundruðum sem söfnuðust saman í gær voru kannski 15-20 manns grímuklæddir. Ég var framarlega í þessum hópi og sýndi andlit mitt stoltur. Það er ekki hægt að afgreiða þetta bara vegna þess að einhverjir örfáir eru gungur.

Auk þess voru þeir tveir sem báru eld að köplum. Ég gekk framhjá þeim á leiðinni burt, hvorugur var grímuklæddur og þeir voru báðir vel yfir fertugu.

Svo bið ég þá sem eru að missa sig í réttlátri reiði yfir því að fjölmiðill hafi verið truflaður að athuga að í þrjá mánuði hefur verið reynt að mótmæla friðsamlega. Það hefur ekki gengið. Þegar friðsamleg mótmæli virka ekki færist í þau ófriður - það er einfaldlega lögmál. Ég er sjálfur alfarið á móti ofbeldi og eignaspjöllum og neita að taka þátt í slíku, en ef þið haldið að þetta sé eitthvað til að fjargviðrast yfir skuluð þið bara bíða fram í mars og sjá hvernig mótmælin verða þá, hafi ekki orðið róttækar breytingar hér í landi.

Í dag er skorið á kapla, flugeldar sprengdir og spreyjað á hús auðmanna. Hversu langt verður þar til sprengjurnar verða stærri og efnin á hús auðmanna sterkari? Þetta er grafalvarlegt mál. Stjórnvöld eru, með aðgerðarleysi sínu, að stofna öryggi borgaranna í tvísýnu. Þetta snýst ekki um það að mótmælendur séu brjálaðir. Þetta snýst um það að stjórnvöld eru löngu búin að bregðast okkur og halda því áfram, og þeim sem einfaldlega láta ekki bjóða sér það lengur fer óðum fjölgandi.

Vonum að eitthvað verði að gert áður en fleiri slasast.

10:43 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hárrétt hjá þér. Þetta voru langmarkvissustu mótmælin til þessa. Við þurfum fleiri aðgerðir af þessu tagi til þess að koma elítunni í skilning um að við ætlum að byggja upp annars konar þjóðfélag. Fjölmiðlarnir okkar hafa verið liðónýtir, ekki tekið á því sem skiptir máli. Yfirlýsingar af því tagi sem Ari Edwald gaf í kvöld um vopnaða glæpamenn í hópi mótmælenda dæma sig sjálfar. En þær sýna vel hvernig stærstu fjölmiðlsamsteypu landsins er purkunarlaust beitt til að verja þrönga hagsmuni eigendanna. Það þarf að setja lög sem sundra Baugsauðhringnum. Það er varla hægt að hreyfa sig spönn frá rassi án þess að þeir séu komnir með puttana í vasann hjá manni.

11:32 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Maddi, það er miklu sterkari athöfn að rjúfa þátt með því að klippa á snúrurnar en berja á einhverja gluggi. - Og nafnlaus sem talar um að fjölmiðill hafi verið hindraður í störfum sínum, að virðist á þeim forsendum að fjölmiðlar séu hlutlaus vitni, þá er það ekki svo, íslenskir fjölmiðlar eru leikendur í þessari atburðarrás og Kryddsíldin með sínu formi og sinni áferð er óviðeigandi sjónvarpsefni, móðgun við almenning.

11:35 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært. Akkúrat. Við vitum að mótmælin munu styrkjast og magnast. Það liggur í eðli málsins, fyrst bullshittið heldur áfram frá hendi stjórnvalda.

Magga

11:41 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Heiða said...

Voðalega er frískandi að lesa þetta eftir að hafa setið undir árásum á öllum vígsstöðvum og kölluð "hyski"... í besta falli.

Bendi ykkur á að lesa http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/758972/
En þarna er einmitt atburðarrásin rakin á mjög skilmerkilegan máta.

11:45 e.h., janúar 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt að rithöfundurinn skuli styðja þöggun fjölmiðla, bara af því að eignarhaldið er honum ekki þóknanlegt.

Hverjir eiga að ákveða það hvaða fjölmiðlar eru þóknanlegir og hvaða fjölmiðlum er í lagi að loka? Hverjir mega tala og hverjir ekki? Eiga mótmælendur að hafa það vald?



Svo þykist þú vera lýðræðissinni, eða ertu kannski orðinn fasisti á gamals aldri?

11:59 e.h., janúar 01, 2009  
Blogger Gummi Erlings said...

Mikið er ég sammála þér, Ágúst.

Reyndar finnst mér að Ari og kó verði að upplýsa nákvæmlega hvaða tækjabúnaður skemmdist, hvar tækin voru þegar þau voru skemmd og hverjir nákvæmlega skemmdu þau og hvernig. Það er ólíðandi að skella upp fyrirsögnum um "milljónatjón" og geta svo ekki tiltekið neitt nákvæmara en að einhverjar snúrur hafi verið klipptar í sundur.

2:07 f.h., janúar 02, 2009  
Blogger Jón Örn said...

bravó.

2:30 f.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Etthvð þurfti að gera,svo ráðamenn
færu að hlusta.
Kveðja
Dagný.

4:05 f.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er hressandi að tepruskapurinn sem þjóðin hefur sýnt í garð mótmælenda og mótmæla er að renna af henni. Mér finnst Ágúst hitta naglann á höfuðið í pistlinum. Þetta vorur velheppnuð mótmæli sem náðu þeim tilgangi sínum að stöðva óviðeigandi og ögrandi útsendingu stöðvar 2.
Þeir sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma fengu ekki blíðar móttökur hjá þjóðinni, sem hefði betur verið opnari fyrir þeim boðskap sem þar var fluttur. Í heilbrigðum þjóðfélögum eru mótmæli hluti af lýðræðislegri umræðu og oftast mun meira í húfi en sá tækjabúnaður sem kanna að laskast. Samanber skrámur á vörubíl við Kárhnjúka versus óafturkræf náttúrspjöll og það þjóðfélagsástand sem framkvæmdirnar áttu sinn þátt í að skapa.
Ps tekst ekki að senda þessi skrif inn undir nafni

8:24 f.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Til að sjá hverjir stóðu að þessu þarf bara að skoða síðuna þeirra aftaka.org þarna má auðveldlega sjá að þetta eru skynsamir og vel orði farnir ungir menn með vel ígrunduð markmið sem við ættum öll að geta samsint það er því alveg á hreinu að allir sem ekki eru sammála þessu unga fólki eru í raun í vasa Davíðs, Geirs og Sollu og eiga þar með ekki rétt á að tjá sig.

11:03 f.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Nafnlaus hér beint fyrir ofan:

Aftaka stóð ekki að þessu. En ég held samt að nokkur þeirra hafi verið á svæðinu. Það stóð enginn að þessu.

Annað:
Þegar stöð 2 tala um milljónatjón sýna þeir bara myndir af snúrum! Hvernig væri að sýna myndir af vélunum sem Sigmundur sagði eyðilagðar, eða eru þær kannski ekki til?

Og eins og Eyvindur bendir á þá voru fáir með klúta - ég myndi giska á svona 5% fólksins í allra mesta lagi.

En gengur lýðræðisríki einmitt ekki út á að fólk megi segja sína skoðun nafnlaust - sem gert er í kosningum? Einmitt án þess að þurfa að líða fyrir skoðanir sínar í hversdagslífinu, fjölskylduboðum og vinnustöðum?
Sumum hentar bara betur að fela sig en öðrum - og eru margar góðar ástæður fyrir því!

Frábær færsla!
mbk
Bryndís

1:39 e.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var ekki nógu skýr áðan þegar ég sagði að aftaka.org hefði staðið fyrir þessu, ég var ekki að meina að þeir hefðu staðið fyrir mótmælunum heldur átti ég við að þeir hefðu staðið fyrir skemdaverkunum sem gerð voru í mótmælunum.

Svo vil ég benda Bryndísi hér að ofan að það eitt að það hafi ekki verið hægt að klára útsendiguna er eitt og sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir Stöð 2 vegna mögulegra tapaðra auglýsingatekna ofl.

Ég tel að það hafi verið rétt að láta í sér heira og vera með mótmæli fyrir utan hóteli á meðan á tökum þáttarins stóð, það hefði haldið óánægju fólks inní umræðunni sem þar fór fram og gert bæði stórnmála mönnum og þáttastórnendum erfitt fyrir að líta fram hjá því, þættir sem þessi eru nefnilega nauðsinlegir fyrir alla lýðræðislega umræðu í landinu og það er fyrst og fremst sú umræða sem var skemd með þessum skrílslátum.

Kveðja
Sigurður Ingi

ps. ég kom óvart fram alveg nafnlaus áðan og biðst forláts á því

2:16 e.h., janúar 02, 2009  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Ágúst! JESSS! Takk!

6:23 e.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég þér innilega sammála og takk fyrir góða grein.

Kveðja Inga

6:28 e.h., janúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð grein og vonandi fer fólk að vakna og hættir að láta heilaþvo sig með að mótmæli séu bara skrílslæti.

Kveðja Inga

3:48 f.h., janúar 03, 2009  
Blogger Unknown said...

Sigurður Ingi:

sæll aftur.
Ég samþykki samt ekki að Aftökumenn hafi staðið að snúru-klippingunum. Á síðunni þeirra segir:

"Svo sat fólk og stóð til skiptist, hélt söngnum áfram og skyndilega voru einhverjir farnir að rífa í útsendingasnúrur Stöðvar 2, það yrði sko engin útsending. Í stutta stund átti sér stað reipitog milli fólksins og starfsfólks Stöðvar 2, sem virtist hálfringlað á átökunum. Ein snúra slitnaði svo fólkið snéri sér að þeirri næstu, en vissi ekki að fyrir utan hafði einhver þegar brennt snúrurnar."

Ég held að sumir þeirra sem skrifa þar hafi vissulega tekið þátt - en að þeir hafi STAÐIÐ FYRIR skemmdarverkum er ekki rétt.

Sigurður Ernir sagði að tækjabúnaður og vélar höfðu eyðilagst, og sagði ég að mér þætti áhugavert að sjá myndir af þessum skemmda búnaði. Það að auglýsingar hafi ekki allar skilað sér inn er ekki samskonar tap og skemmdarverk á búnaði. Það heitir "tekjutap" en ekki "skemmdaverk á eigum Stöðvar 2".

mbk
Bryndís

4:38 f.h., janúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er þér yfirleitt sammála Ágúst en nú lyfti ég hattinum.
Ætla að kaupa allt sem fæst eftir þig þegar ég kem heim til Íslands um miðjan janúar. Heyr heyr.

5:37 e.h., janúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ofbeldi er ekki gott, en eg skil reidi unga folksins. Margt folk er buid ad missa vinnuna og ordid i raun og veru gjaldthrota.

Fjolmidlar, bissnessmenn,embættismenn og stjornmalamenn eru bunir ad ljuga ad thjodinni og stela ur almenningssjodum sidustu misseri. Engin tekur abyrgd, engin dæmdur....

midad vid

Thetta eru ekki smamal... getid thid imyndad ykkur ad Icesave malid hefdi ekki haft einhverjar politiskar afleidingar i nagrannalondum okkar....

Ein brotin ruda .... eda voru thær tvær... tittlingarskitur

7:13 e.h., janúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega sammála þér, Ágúst.

Rómverji

4:13 e.h., janúar 05, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:07 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home