mánudagur, júní 28, 2004

Nú er Samkeppnisstofnun farin að hrella Frjálsíþróttasamband Íslands út af heimasíðu sambandsins. Samkeppnisstofnun hefur verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlaumræðu síðustu ára. Engu að síður hefur hún látið gríðarlega mikinn samruna á ýmsum sviðum viðskiptalífsins viðgangast. Og núna amast hún við einhverjum tittlingaskít í framsetningu upplýsinga á netinu hjá FRÍ. Hvílíkir kerfiskarlar!