fimmtudagur, september 23, 2004

Vinur minn (þori ekki að nafngreina hann, þeir eru svo spéhræddir sumir þessara vina minna) er heima í dálitlu fríi frá friðargæsluverkefni sínu á Sri Lanka. Um áramótin klárar hann þetta verkefni og við tekur þriggja mánaða fæðingarorlof. Hann og frúin eignuðust semsagt fremur óvænt þriðja barnið, lítinn strák; þau áttu fyrir tvær stelpur. Ég, Erla og krakkarnir heimsækjum fjölskylduna á eftir. Þegar börn á annað borð koma í heiminn eru allir auðvitað óskaplega glaðir en ekki get ég samt sagt að ég öfundi þennan vin minn þó að hann sé hæstánægður. Ég er nefnilega afar sáttur við að eiga bara tvo stóra krakka, strák og stelpu, og þurfa ekki framar að skipta á bleyjum eða vakna á nóttunni, nema til að segja sjálfum mér að ég megi ekki fá mér að éta fyrr en um morguninn, og sofna aftur. Þetta togar hins vegar dálítið í Erlu, tilhugsunin um þriðja barnið, og ekki batnar það eftir heimsóknina í dag. Ég vona satt að segja að strákurinn grenji og öskri allan tímann, svo freistingin verði minni fyrir Erlu, en það er þó heldur ólíklegt. Mér finnst ungbarnauppeldi vera svona "thirtysomething" dæmi en fimmtugsaldurinn er fyrir öðruvísi uppeldi og unglingavandamál. Erla er hins vegar ekki nægilega viss í sinni sök til að pressa alvarlega á mig, en ef hún bæði mig í einlægni myndi ég auðvitað samþykkja þetta. Annars þarf ég bara að bíða þar til hún er orðin fertug, þ.e. í sirka 8 mánuði, og þá leggur hún ekki framar í þetta.

5 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Nú er bara að vona að konan þín lesi ekki þennan póst.

7:29 e.h., september 23, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hún les þetta voða sjaldan sem betur fer.

7:40 e.h., september 23, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er sund í sælu að eiga ekki lengur smábörn. Ég skil stundum ekki hvernig maður komst í gegnum þessi ár með tvö smábörn, báðar á bleyju, við bæði í fullir vinnu plús yfirvinna, stelpurnar í pössun á sitthvorum stað, snjóþungur vetur, ekkert bílastæði á fálkagötunni, leggja niðri við vídeoljón, staulast á aðra hæð með tvö þreytt börn, tvær töskur barnanna, innkaupin. Svo átti eftir að elda, baða, þvo þvott etc....og alltaf að fara í þvotta húsið niður tvær hæðir til að hengja þúsund smáar flíkur á grind - alltaf eftir 11 fréttir, þegar maður var búin að sofa yfir sjónvarpinu frá því maður settist niður svona um 09:30.....og maður komin af al léttasta skeiði 38 og 39 ára....en þetta voru yndislgir tímar. Núna eru þær 9 og 11 og sjálfbjarga með svo margt, meira að segja ekkert vesen í kennaraverkfalli....Ég hefði ekkert haft á móti því að eignast svona 3 - 4 stykki, en þegar barneignir byrja þegar maður er orðin 35 ára þá segir það sig sjálft að það gengur ekki upp.
Kristín Björg þinn gamli nágranni skrifar þessi orð...

2:47 e.h., september 28, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er á gusugangur.blogspot.com
k.

2:48 e.h., september 28, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta eru góðar minningar en samt erfiði. Sammála því og feginn að vera búinn að þessu. Ég ætla að tékka á blogginu þínu.

2:49 e.h., september 28, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home