Þetta eru strembnir dagar því ég má vart hafa hugann við annað en nauðsynleg verkefni vinnunnar og síðan umfram allt væntanlega útgáfu. Ég er að herja á kunningja- og tengslahópa til að örva sölu á bókinni. Hingað til hef ég alltaf setið á rassinum og ekki gert neitt og selt þetta 150-200 eintök. Núna verð ég á útopnu og sel 300 eintök. Kannski meira. Aðalstressið er fram að útgáfuteitinu 3. nóvember. Eftir það verður þetta þægilegri útgáfurútína með nokkrum upplestrum og vonandi fleiri blaðaviðtölum.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home