laugardagur, október 02, 2004

Ég sat eins og klessa fyrir framan sjónvarpið áðan, þreyttur eftir skokkið. Gísli Marteinn byrjaði. Ég hugsaði með mér að ég væri ekki svo kröfuharður núna að ég gæti alveg horft á þetta. Velti því fyrir mér hver væri aðalgesturinn. Og hver er hann? Bubbi Morthens! Já, Bubbi Morthens! Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta listamanni, má ég biðja um örlítið meiri frumleika? Eða ekki. Ég geng bara burtu frá sjónvarpinu og heyri í fjarska Bubba tala um erfiða æsku og vímuefnanotkun. Er það í þúsundasta skipti eða milljónasta skipti sem ég heyri þetta? Veit ég ekki allt um Bubba Morthens? Veit ekki öll þjóðin allt um Bubba Morthens? Mátti ekki dúkka upp með eitthvert annað frægðarmenni þetta laugardagskvöldið? Lifi ég í svona ofboðslega kliskjukenndu dvergríki eða er þetta bara dæmi um sjónvarpsþátt á niðurleið?

2 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þakka sendinguna. Gaman væri að vita hvert sumt þetta fólk er sem kommentar.

1:23 f.h., október 03, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvers vegna í ósköpunum kallar hann Hemingway módernískan höfund? Er það ég sem er svona lélegur í ismunum? Hvað dettur þér annað í hug en realismi þegar þú heyrir nafnið Hemingway?

1:36 f.h., október 03, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home