Tvær ömurlegar karlrembufréttir í blöðunum í gær: Heimilisofbeldismaður fær dóm skilorðsbundinn vegna þess að dómari taldi konuna eiga sök á ofbeldinu. "Dómur frá steinöld", segir viðmælandi DV réttilega í dag.
Hin fréttin var sú að launamunur kynjanna hjá hinu opinbera er 17%. Þarna er hægt að byrja að taka til því hið opinbera getur ráðið launastefnu sinni, sama hvað hver segir.
Ég þarf ekki að spyrja um hug kvenna en ég spyr karlmenn: Viljið þið heyra fréttir eins og þessar? Viljið þið að þær séu raunveruleikinn?
4 Comments:
Flestir karlmenn sem ég hef rætt um þessi mál eru nokkuð áhugalausir þar til ég breyti spurningunni:
Finnst þér eðlilegt að dóttir þín fái lægri laun en sonur þinn (miðað við sambærilega menntun, starfsreynslu og vinnutíma)?
Sorrý, veit að þú beindir spurningunni til karla en ég varð bara að koma þessu á framfæri.
Mjög góður punktur. Ertu sammála mér í því að í jafnréttisbaráttunni eigi umfram allt að leggja áherslu á þetta tvennt: a)Gegn launamisrétti b)Fjölgun kvenna í áhrifastöðum?
Já, svo sannarlega! Ótrúlega margir karlar klykkja út með að þeir hæfustu séu ráðnir í bestu stöðurnar en það getur bara engan veginn verið að karlmenn séu hæfari í 80-90% (slumpa á töluna) tilfella.
Sælir Pez. Já, ætli það séu ekki einmitt forsendur dómsins sem snerta alla illa fremur en dómurinn sjálfur. Ég er alveg búinn að fá upp í kok á að heyra heimilisofbeldi kallað stormasöm sambúð eða eitthvað viðlíka. Enginn myndi kalla það stormasama sambúð ef ég misþyrmdi þér á skemmtistað.
Skrifa ummæli
<< Home