mánudagur, nóvember 08, 2004

Leiðinleg en gagnleg helgi að baki. Við máluðum stofuna hvíta. Það fór öll helgin í þetta og enn á eftir að bera megnið af dótinu aftur inn í stofu, eftir að gólfið var bónað í gærkvöld. Boring, boring, boooooooring. - Ég komst ekki að tölvunni heima fyrir drasli og bloggefni helgarinnar eru gufuð upp í kollinum. Gaf mér tíma til að lesa blöðin og rakst ekki á neitt um smásagnameistarann en öllu meira um metsölukanónurnar sem nú er búið að hlaða vel flestar. Er að manna mig upp í að halda smásagnaupplestur á Súfistanum í mánuðinum.