miðvikudagur, desember 01, 2004

Annað árið í röð fæ ég boðskort frá Nýju lífi um að vera viðstaddur athöfn þar sem kona ársins verður valin. Ég er ekki áskrifandi að blaðinu og ég er ekki frumsýningartýpan en býst við að þetta stafi af því ég hef átt smásögur í smásagnahefti blaðsins sem gefið er út á sumrin. Varla mæti ég, þetta hefst kl. 17 í dag og ég þá enn í vinnunni. En hver skyldi verða valin? Verður það ekki Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrir að vera orðin borgarstjóri?