miðvikudagur, maí 18, 2005

Æ Æ Æ Æ Æ

Ég kvíði fyrir því að opna DV á morgun. Vonandi er ég að mikla það fyrir mér. En fyrst blaðið er komið í málið er alveg eins gott að ég segi frá því hér.

Það gerðist dálítið á Fylkir-KR í gær, frekar óæskilegt en ekkert stórmál þó. Í fyrra lagi var framkoma lukkudýrs Fylkis óviðeigandi. Það tók sér nokkrum sinnum stöðu fyrir framan áhorfendahóp KR og var með ögrandi táknmál við KR-áhorfendur. - Í síðara lagi: Eftir leikinn gerðist eftirfarandi: Á leiðinni að útganginum gekk einn Fylkismaður með trommu í höndunum að KR-ingi og þrýsti trommunni að höfði hans. Þetta var ekki högg og líklega ekki sárt en mjög ögrandi. Af þessu hlutust einhver orðaskipti en Fylkismennirnir (þarna var lukkudýrið, búið að taka af sér tígishöfuðið og e-r Fylkistrommarar) drógu sig þó strax í hlé.

Þar sem slagsmál mega aldrei verða möguleiki á fótboltaleikjum hér á landi og Fylkir er gott félag sem er vant að virðingu sinni (en auðvitað eru íbúar hverfisins misjafnir eins og annars staðar) þá sendi ég kurteislegt skeyti til varaformanns Fylkis í gærkvöld. Hann svaraði mér að bragði mjög kurteislega og sagðist ætla að kanna málið.

En auðvitað var ekki hægt að þagga þetta niður því menn fóru að ræða þessi tvö atvik (lukkudýrið og trommarann) á spjallrás KR, ég blandaði mér í þær umræður, og andartaki síðar var DV búið að hringja í mig.

Ég vildi sem allra minnst segja, enda hafði ég lofað Fylkismönnum trúnaði, en stundi því útúr mér í lokin að þetta hefði mátt kalla tveggja sekúndna stympingar sem til allrar hamingju hættu undir eins. Samt óvanalegt á íslenskum knattspyrnuvelli.

Nú óttast ég að sjá sjálfan mig á forsíðunni á morgun í þessari óstöðvandi ágengu pressu sem er eins og norsku og dönsku hádegisblöðin og fylgir ströngum siðareglum, og er þess vegna alltaf í heilögum rétti; og risastór fyrirsögn: BLÓÐUG ÁTÖK Á FYLKISVELLI - RITHÖFUNDUR KEMST UNDAN VIÐ ILLAN LEIK.

Nei, kannski er ég að ýkja DV. Kannski verður þetta ekki svona. En þið sem lesið þetta hér: Í sjálfu sér var þetta ekki neitt neitt, engu að síður óviðeigandi og óæskileg framkoma lykilsstuðningsmanna sem ég veit að Fylkismenn fyrirbyggja að gerist aftur.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæljón lemur bleikhært lukkudýr í duftið. Lukkudýrið segir farir sínar ekki sléttar: "Þessi maður er ekki með fulle femm!" Sæljónið hefur dregið bækur sínar úr sölu í Eymundsson.

5:35 e.h., maí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bjartsýnn! Svona verður það:
"Lukkudýrsmaðurinn sýnir bloggrithöfundinum óviðurkvæmileg atlot á almannafæri". "Trommunauðgarinn lætur til skarar skríða."

6:54 e.h., maí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það vill til að þú ert stór og mikill Gústi minn en fyrir utan þetta þá vona ég að KRingarnir vakni til lífsinns og sýni okkur fótbolta í sumar því ef þeir ætla að spila svona sýnir það okkur bara það að það var ekkert að Willum þeim góða þjálfara heldur er einhvað að leikmönnum.
sh

7:09 e.h., maí 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bara svo það sé alveg á hreinu, þá stuggaði enginn við mér á Fylkisvellinum, heldur varð ég vitni að þessu. - Ég held að flestir KR-ingar hafi mjög miklar áhyggjur af KR-liðinu eftir þennan leik. Hins vegar hefur liðið verið að spila betur en þetta í vormótunum og menn vona að allt annar bragur verði á næsta leik.

7:13 e.h., maí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Meistaraheppni, ekkert annað og ekki flókið

7:54 e.h., maí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

bloggdólgurinn, íþróttaníðingurinn, ólukkudýrið, höfuðtrommarinn, hugsanlega uppspretta margra dv-nýyrða...

11:17 e.h., maí 18, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:58 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:13 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:21 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home