þriðjudagur, maí 17, 2005

http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=41685 Tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Helsti munurinn á þessum flokkum er sá hvað Samfylkingin er svakalega leiðinleg. Allt sem hún gerir verður hryllilega langdregið og leiðingjarnt. Þið getið rétt ímyndað ykkur ástandið ef Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn. Endalausar umræður og óákveðni; engar aðgerðir. Vaxandi eftirlitsiðnaður. Endalaus, gjörsamlega botnlaus fjölmiðlaumfjöllun um form. Óendanleg leiðindi.

26 Comments:

Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Er Sjálfstæðisflokkurinn skemmtilegur? Og þurfa ríkisstjórnir að vera skemmtilegar?

4:25 e.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er enginn sérstakur aðdáandi Samfylkingarinnar en ef þú meinar eftirlitsiðnaður með fyrirtækjum þá sýnist mér í ljósi sögunnar að veiti ekki af. Ef þú meinar eftirlitsiðnað með einstaklingum þá efa ég að neinn toppi Sjálfstæðisflokkinn í því.

4:31 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

þetta er í fyrsta lagi EKKI helsti munurinn á sjálfstæðisflokknum og samfylkingunni eins og allir sem ekki eru hægri sinnaðir vita og í öðru lagi veit hver heilvita maður að ingibjörg er þó skömminni skárri en össur!
hana nú!

4:32 e.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu ekki bara að fara á taugum fyrir kvöldið?

4:37 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Dálítið, það hefur nú sjaldan gengið vel í Árbænum.

4:47 e.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað ertu að fara að gera í árbænum?
tinna.

4:53 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Fylkir - KR. Ætlarðu ekki að mæta?

4:55 e.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

jú, þokkalega! neits! ertu ruglaður? á ég að fara hanga ein á einhverjum fótboltaleik, bleikhærð í þokkabót? ég er nú reyndar gamall árbæingur svo ég held náttúrulega með fylki. á m.a.s. appelsínugula sportsokka með fylkismerkinu á.

5:00 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

þetta var ég hér að ofan...

5:00 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Geturðu ekki litað hárið appelsínugult fyrir kvöldið?

5:05 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

jú, góð hugmynd! ég geri það bara. þú kemur með bjórinn, ég kem með pulsurnar. sjáumst!

5:12 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef við ætlum að hittast á Fylkisvellinum í kvöld, drekka bjór, borða pylsur og horfa á leikinn, þá þarftu eiginlega að lita hárið svart og hvítt.

5:16 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

nei maður! ég held ekki með KR... auðvitað myndi ég halda með fylki!!!!

5:18 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá verðurðu bara með þínu fólki og hittir það á Blásteini

5:44 e.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

og fæ mér burger og bjór með þeim til að fagna sigri yfir KR!
tinna.

6:13 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég verð stressaður ef þú talar svona. Versti gallinn við að tapa í Árbænum er sá að maður er svo lengi að koma sér burtu frá fagnandi heimamönnum: Þetta er svo langt niður í dalnum að maður er óratíma að þoka sér upp innan um ofsaglaða Fylkismenn.

6:33 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

ef að sá sem gerði kápuna á hringstiganum er vinur þinn, myndi ég slíta þeirri vináttu. hvað er þetta með þessa mynd af þér með koníak, kaffi og undirhöku í einhverju "soft light"? ég skal gera næstu bókakápu fyrir þig. er með ba í myndlist, látum þessa fjárans gráðu gagnast mér eitthvað.

8:22 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta voru hryllileg mistök sem byggð voru á misskilningi.

8:23 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og já, látum þig gera kápuna.

8:23 e.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

arg! ansans KR-ingar!!!!

11:59 e.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig var leikurinn? Það var ekki einu sinni hægt að hlusta á þetta á netinu, helvítis djöfulsins rugl. kkg

2:44 f.h., maí 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

KR-ingar voru hræðilega lélegir í leiknum og þetta var einn mesti heppnissigur sem ég hef orðið vitni að. Það eina jákvæða voru stigin 3

1:02 e.h., maí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er jákvætt. Það eru nokkur lið sem eiga eftir að tapa stigum í Árbænum, vonandi FH. kv kkg

1:10 e.h., maí 18, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:58 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:13 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:23 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home