laugardagur, ágúst 13, 2005

Er Baugsmálið tvöfalt hneyksli? Annars vegar það að engar almennilegar sakir finnist í löngu ákæruskjalinu þrátt fyrir allan hamaganginn, bara einhver tittlingaskítur?

Og hins vegar það að fjölmiðlaumfjöllun um málið, mjög Baugi í vil, skuli fá þessa einkunn:
http://www.visir.is/?PageID=539&NewsID=50905

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er mjög skrýtið að Egill Helgason skuli telja það fráleitt að hinir ákærðu skuli fá pláss í Fréttablaðinu til að bera hönd fyrir höfuð sér - þegar ákærurnar eru birtar í heild sinni! Mér hefur ekki fundist þessi maður koma skynsamlega fyrir í sjónvarpi en þetta toppar allt!

10:55 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætli þessi Egill vildi ekki gjarna fá tækifæri til að tjá sig ef hann væri ákærður fyrir eitthvað - hvort sem hann væri sekur eða saklaus?
Vonandi losnar maður við hann úr sjónvarpinu. Það hafa ekki allir jafngóðan fatasmekk og Meistarinn.

11:10 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ákærurnar voru ekki birtar í heild sinni.

11:27 e.h., ágúst 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, hvers vegna vantar þennan lokakafla og hvað skyldi vera í honum?

11:28 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, meistarinn tæki sig vel út í sjónvarpi.

11:32 e.h., ágúst 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef ykkur finnst Egill ekki nógu góður sjónvarpsmaður þá held ég að best sé að opna ekkert meira fyrir sjónvarpið.

11:34 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef sjaldan verið fegnari en þegar Egill Helgason yfirgaf SkjáEinn og fór yfir á stöð 2, sem ég stilli aldrei á því ég hef ekki áskrift. Ég lenti stundum í því að sjá brot úr þáttunum hans á Skjánum, og býð þess ekki bætur.
Það eina sem getur mögulega komist í hálfkvisti við þessa tilfinningu var þegar Vala Matt hætti á Skjáeinum (en svo komst ég að því að Innlit/útlit er enn til, og það sló á vímuna).

11:38 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður vill ekki missa af þér. Er þetta eini sjónvarpsþátturinn sem þú hefur komið fram í? Þú tókst þig vel út og þarft ekki að vera þakklátur honum fyrir það.

11:38 e.h., ágúst 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki halda að ég svo barnalegur að ég sé að auðsýna þakklæti mitt. Mér hefur alltaf fundist hann góður sjónvarpsmaður og hef lengi horft á þessa þætti hans. Linkurinn á hann er ekki til að samsinna því sem hann skrifar í þessum pistli, heldur er ég að opna umræðuna hér á þetta.

Á hinn bóginn vona ég og held að ég líti betur út núna en ég gerði í þættinum hans. Fötin voru að springa utan af mér þá.

11:41 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mer fannst hann vera of stressaður hjá Agli.

11:43 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Iss, þú átt ekkert að vera að viðra þig upp við þennan Egil, hann er yesterday's news.

11:44 e.h., ágúst 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Egill er með því besta sem sjónvarp hérlendis hefur upp á að bjóða þó maður sé svo sem ekki alltaf sammála greinum hans og sérstaklega ekki þessari. Kkg

1:35 f.h., ágúst 14, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:01 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home