föstudagur, ágúst 26, 2005

Mér tókst ekki að sofna upp úr miðnætti og fór því fram til að fá mér hnetur og kíkja í Blaðið sem ég hafði ekki lesið fyrr um daginn. Blaðið er ekkert allt of skemmtileg lesning (nema helst það sem Kolbrún Bergþórs birtir) en vekur alltaf upp vangaveltur um fjölmiðlalandslagið. Til skamms tíma gátu bara þrifist tvö dagblöð á Íslandi. Núna eru þau fjögur, þar af tvö þeirra ókeypis. Hvernig má þetta vera? Sumir segja að Baugsmenn eigi lítt arðbæra fjölmiðla til að geta stjórnað umræðunni um sig. En varla reka menn sjónvarpsstöð á borð við Sirkus til að stjórna þjóðfélagsumræðu. Eða Sýn og Bíórásina. - Þetta virðist að hluta til vera bardagi um auglýsingapláss. Grundvöllur að stofnun Blaðsins virðist hafa verið óánægja margra fyrirtækja með að þurfa að auglýsa í Fréttablaðinu. Menn vildu fá annað blað til að auglýsa vörur sínar. - Skjár 1 hefur held ég aldrei komist nálægt því að bera sig en er nú í faðmi Landssímans sem heldur honum uppi. Samkeppni símafyrirtækja virðist knýja sjónvarpsrekstur áfram og halda honum blómlegum. Auglýsingapláss fyrir stórar viðskiptasamsteypur er hvati að ókeypis dagblöðum. Og samt virðist Mogginn ætla að lifa þetta af.

Miðað við fyrri tíð er mér samt ómögulegt að skilja hvernig þessi rekstur getur borið sig.

10 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Mogginn lifir af því að hann er fréttablað framsóknarmanna. Og hverjir stjórna landinu? Jú, framsóknarmenn og aðrir hægri sinnaðir #%*?#$...
Annars er Blaðið drep- og hundleiðinleg lesning. Ég hendi því alltaf beint í tunnuna af því að ég kann ekki við að segja nýbúanum sem ber hérna út hjá mér að ég vilji ekki þennan snepil. Ég er af einhverjum ástæðum sannfærð um að ég myndi særa tilfinningar hennar...

1:46 e.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar ætlar Borgþórinn að auglýsa nóvelluna nýju?

Verður öll umfjöllum um hana vel þegin eða ertu vandlátur?

Hvað ertu eiginlega búinn að skrifa margar blaðsíður, Gústi?

4:35 e.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að svör við þessum spurningum verði að bíða. Þær eru glæsilegar myndirnar sem þú tengir þig við, Tom, þó að ekki megni þær að örva mínar hormóna.

4:39 e.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hvísla nafn þitt en fæ ekkert svar...

5:04 e.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Unknown said...

Blaðið er svo leiðinlegt að meira að segja ég, sem er frétta- og blaðafíkill, nenni varla að lesa það. Ég held að auglýsendur ættu að láta kanna raunverulegan LESTUR á þessum snepli.

Mogginn lifir mest á fornri frægð og öldruðum áskrifendum.

8:03 e.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Óskylt: Ég var að skoða kort af Hessen í Þýskalandi og kanna íbúafjölda ýmissa borga þar (vitandi að ég fæ að skreppa einn til Þýskalands og skrifa í janúar) þegar ég fékk komment frá farfugli.

8:07 e.h., ágúst 26, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, hollister, air jordan, nike free pas cher, mulberry, scarpe hogan, vans pas cher, timberland, ralph lauren pas cher, michael kors uk, longchamp, barbour, michael kors canada, louis vuitton, nike air max, tn pas cher, louis vuitton uk, air max pas cher, nike air force, longchamp pas cher, air max, nike free, nike blazer pas cher, burberry pas cher, true religion jeans, north face, sac louis vuitton, ray ban uk, chaussure louboutin, sac michael kors, sac vanessa bruno, hollister, lululemon, louis vuitton pas cher, oakley pas cher, north face pas cher, guess pas cher, lacoste pas cher, converse pas cher, ralph lauren, ray ban pas cher, hermes pas cher, nike roshe run, abercrombie and fitch, nike air max, nike roshe, new balance pas cher

2:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home