miðvikudagur, apríl 02, 2008

Hvíldarblogg

Bloggsvæðin hafa hvert sitt svipmót. Á blogspot leið mér dálítið eins og ég væri úti í móa með einhverju krúttliði með lopahúfur á hausnum. Átti ekki alveg heima þar en eignaðist þó einmitt nokkra unga vini, t.d. Eyvind Karlsson og Kristjón Kormák (eða er hann óvinur? man það ekki). Vísisbloggið, þegar ég kvaddi það fyrir stuttu, var mestanpart orðið að risastórri ruslakistu, hlaðinni óskrifandi vitleysingum, rangt stafsetjandi fimmaurabrandaramaskínum og furðufuglum.

Hér á Eyjunni líður mér eins og ég þurfi að rausa um einkaþotuflug og trukkamótmæli í dag þegar mig langar ekkert til þess og hef engan áhuga á því.

En auðvitað hugsa ég um kreppuna. Hitti ungan lögfræðing í hádeginu og lagði mín spil á borðið fyrir hann, atvinnumál, eignastöðu og skuldastöðu. Hann sagði að ég þyrfti engu að kvíða, kreppan myndi varla hafa nein áhrif á líf mitt. Þegar við kvöddumst sagði hann með þungri áherslu: "Þið flytjið aldrei úr Vesturbænum!"

Er staddur á Segafredo eins og svo oft áður þegar fer að vora. Á borðinu er litla skáldsagan sem ég var að hnoða saman allt frá vorinu 2005, þá gjarnan staddur á Segafredo eða Hressó, og bloggandi um allt saman.

Ég er enn að vinna á þessari auglýsingastofu og átti ansi strembinn vinnudag sem stóð fram til hálfníu - lítið kreppuhljóð þar enn sem komið er.

Í tölvunni er enn ein smásagan og ég kom hingað til að láta daginn líða úr mér með einum Remy Martin sem er seldur svo ódýrt hér. Hér eru menntaskólastelpur að hlusta á Spegilinn í tölvu og ein þeirra segir að hann sé (orðrétt) "Spegill samfélagsins." Og þá man ég að ég var einu sinni pistlahöfundur á Speglinum. Voðalega líður tíminn hratt . Ég skrifaði tvo af þessum pistlum í brasbúllunni í Varmahlíð í Skagafirði sumarið 2005.

En svo dettur mér í hug að Remy Martin dugi ekki til að láta þennan vinnudag líða úr mér - en það þarf að gerast svo ég geti einbeitt mér að smásögunni sem ég ætla að skila innan tveggja vikna - og þá vaknar sú spurning hvort hægt sé að hvíla sig með því að blogga.

Og það er ég að gera núna.

Með þessu samhengislitla blaðri.

Á meðan þið hugsið um kreppuna, trukkamótmælin og það að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafi flogið með einkaþotu en ekki í almenningsflugi. Einhvern tíma mjög fljótlega verður það allt gleymt en þá stendur þessi ómerkilega færsla eftir sem enn ein heimildin um líf mitt og mannlífið í þessari borg.

Ég er allur að endurnærast og nú tek ég til við smásöguna.

Góðar stundir.

11 Comments:

Blogger Óli Sindri said...

Þér að segja ertu enn á Blogspot, hvort sem Eyjan er með tengil á þig eða ekki.

Ég græt það hins vegar ekki, enda ertu búinn að opna athugasemdakerfið hérna aftur og þar með svipta hulunni af gömlum fjársjóðum.

12:21 f.h., apríl 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, tæknilega.

Gaman að sjá þig.

Eða er það gaman? Finnst það nokkrum?

12:31 f.h., apríl 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þér að segja Gústi, myndi ég aldrei spyrja ungan lögfræðing um fjárhagslega framtíð mína. Og því síður gamlan lögfræðing !

1:29 f.h., apríl 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þannig að það fer þá allt til fjandans og ég enda uppi í Grafarholti?

1:48 f.h., apríl 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju er svona slæmt að enda i Grafarholti... ja eða Breiðholti? :-)

2:32 f.h., apríl 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér finnst Seljahverfið reyndar ágætt og jafnvel Vesturberg. En er ekkert á leiðinni þangað.

3:00 f.h., apríl 03, 2008  
Blogger Óli Sindri said...

Ég hef heyrt af fólki sem hefur gaman af að sjá mig. Þú verður að gera upp við þig sjálfur hvort þú ert í þeim hópi.

Ég hef samt gaman af að lesa þig, og þó þætti mér það enn skemmtilegra ef þú nýttir það tækifæri að hafa endurvakið þessa síðu til að endurvekja sama bloggstíl og þú hafðir fyrir nokkrum árum.

4:27 f.h., apríl 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

En er ekki smá hroki í þessari færslu?

12:47 e.h., apríl 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú all nokkur hroki. Smá.

kveðja,
Guðmundur Brynjólfsson bloggari á Vísi

3:06 e.h., apríl 03, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home