föstudagur, október 24, 2008

1992

Ég fékk viðtal uppi í Háskóla í dag. Þar tóku yndislegar konur á móti mér og útskýrðu fyrir mér hvað gera þyrfti til að ég gæti gerst háskólastúdent á gamals aldri. Planið er að klára heimspekina og taka síðan þýsku sem aukafag. Ef ég fengi að hefja nám á næsta vormisseri myndi ég væntanlega vera kominn með BA-próf vorið 2010. Það kallar þó á miklu minni launavinnu og erfitt er að sjá hvað yrði um skriftirnar á meðan.

Og svo væri kennslufræðin eftir.

Engu að síður er þetta líklegt. Stundum vill maður bara gera sumt. Skrifa bók. Fara í háskóla. Giftast stúlku frá Vopnafirði. Og maður gerir það.

Hvað um það. Ég fékk útprentun af 50 einingunum mínum frá því forðum. Þær voru jafnar og nokkuð góðar. Auk þess var normaldreifing á útskriftinni og þá kom í ljós að ég hafði orðið efstur í hópnum í einhverju námskeiði sem kallaðist þekkingarfræði. Ætli við höfum þá lesið Faidon? Ég man ekkert eftir þessu. Minnislaus dúx í þekkingarfræði.

Þetta var sérkennileg upplifun.

Þegar ég var að raða í uppþvottavélina í kvöld missti ég eldgamlan disk í gólfið og hann brotnaði. Erla spurði innan úr stofu hvað ég hefði verið að brjóta. Ég sagði: "Æi einn af gulu diskunum sem pabbi gaf okkur og konan hans þá. Hvað hét hún eiginlega? Ég er búinn að steingleyma því. " - Erla: "Fransiska".

Og það var einmitt á þessum árum, háskólaárunum sem ég kláraði aldrei. Pabbi bjó með einhverri Fransisku á Grettisgötu.

Þegar ég var að labba burtu mætti ég Óla Sindra strompreykjandi í rokinu. Þá þyrmdi yfir mig. Drottinn minn dýri. Ætla ég að deila kjörum og vinnusvæði með þessum manni sem gæti verið barnabarn mitt? Vonandi er hann hvorki í heimspeki né þýsku.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki málið að skella sér í hagfræðina?

11:53 f.h., október 24, 2008  
Blogger Varríus said...

Við vorum að einhverju leyti samskipa í heimspekinni. Vorum við ekki t.d. saman í þekkingarfræðikúrs sem Erlendur Jónsson kenndi?

Lásum Þeatetos, að hluta til upphátt eins á leiklestri. Erlendur gjarnan í hlutverki Sókratesar. Frekar fyndið.

Gangi þér vel að klára.

Þorgeir T.

PS: les gjarnan bloggið þitt. Skemmtilegt og yfirvegað og klárlega skrifað út frá þínum sjónarhóli en ekki einhverjum forskrifuðum flokks/lífsskoðunarpakka. Á enn eftir að koma í verk að lesa eftir þig skáldskap. Hlýtur að koma að því.

6:53 e.h., október 24, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég man vel eftir þér og af góðu einu. En ég man ekki rassgat eftir þessu námskeiði. Takk fyrir kveðjuna.

8:25 e.h., október 24, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þá verður þú að taka þetta námskeið aftur.
Rassgat dugar ekki.
Erlendur.

11:35 e.h., október 24, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home