Mál og menning kl. 18.15
Einhvern veginn virðist mér það lenska þessa dagana hjá þeim sem eru að senda frá sér menningarafurðir, sérstaklega skáldsögur, að segja að út úr þeim megi lesa spásögn um bankahrunið núna í haust. Í viðtali við Sigurð Pálsson um nýtt leikrit hans virtist mér ansi langt seilst í þessu tali. Stefán Máni, höfundur Ódáðahrauns, getur hins vegar stært sig af því að bókin hans fjallar í raun og veru um þetta. Þar tengist verðbréfabrask fíkniefnaheiminum. Ég er kominn á blaðsíðu 134 eftir lestur á kaffistofunni í M&M. Mér finnst bókin skemmtileg og held að Páll Baldvin hafi gefið henni allt of harðan dóm í Fréttablaðinu um daginn.
Þá er komin út ný skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson, Dimmar rósir. Hún byrjar inni í Glaumbæ árið 1969 svo varla getur hún þóst fjalla um bankahrunið núna.
Nýja Ísland - listin að týna sjálfum mér, eftir Guðmund Magnússon, virðist mér vera mjög forvitnileg bók. Mun örugglega lesa hana.
Enn einn góður höfundur, Auður Jónsdóttir, er með skáldsöguna Vetrarsól sem kemur út á fimmtudaginn. Ég hitti Auði hérna rétt áðan og við röbbuðum um efnahagsástandið. Okkur þótti báðum að allt sem við hefðum trúað á væri hrunið. Hún sagði að þetta væri eins og að verða fullorðinn aftur. Maður hættir að trúa á jólasveininn og svo neyðist maður til að hætta að trúa á útrásina, hætta að trúa því að allt verði alltaf í lagi og að hægt sé að búa til peninga úr engu. Ég þarf þó örugglega að éta meira ofan í mig en hún enda verið miklu lengra til hægri í skoðunum. - Við minntumst ekkert á íslam og ég bað að heilsa Tóta Leifs.
Heima í rúminu á kvöldin er ég að lesa Pálsbók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Ég átti alltaf eftir þessar sögur hans um Pál blaðamann, hef bara lesið Hreiðrið og haug af smásögum eftir Ólaf Jóhann. Gangvirkið er frábær lesning, hrein unun, og eflaust gefur Seiður og hélog henni ekkert eftir.
Eins og ég minntist á um daginn þá var ég síðast þegar ég vissi með bók í smíðum, skáldsögu eða 3-4 tengdar nóvellur, það fer eftir því hvernig öllu verður raðað saman á endanum. Bókin fjallar um þrjá vini og hjónabandsvesen þerrra. Hún hefst í miðju bullandi góðæri en síðan áttu mennirnir að fara í gegnum dálitla kreppu, kannski einn þeirra að missa vinnuna. Þó átti það að vera aukaatriði. En þetta ástand sá ég auðvitað ekki fyrir enda ekki sami snillingurinn og allir hinir rithöfundarnir sem þykjast hafa spáð fyrir um þessa ofsakreppu. Af þessum sökum hef ég ekkert getað skrifað í 10 daga en nú verð ég að fara að rjúfa vítahringinn, þoli þetta ekki lengur. Spurning um einhverja freestyle-hugleiðslu. Eða fá sér tölvu með ekkert netkort. Það er bara svo ferlega leiðinlegt að skrifa ef maður getur ekki þvælst um vefinn þess á milli eða bloggað.
Þess má geta að ég verð með smásögu í næsta TMM sem mér hefur verið tjáð að sé núna í umbroti. Tímaritið kemur út í næsta mánuði. Sú saga er sniðin út úr þessu bókarhandriti sem er í smíðum.
2 Comments:
jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet
pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max
Skrifa ummæli
<< Home