mánudagur, janúar 12, 2009

Busi

Í Fréttablaðinu í dag sá ég að fyrrverandi fréttastjóri er að fara í háskólanám í guðfræði. Hann hefur úr hærri söðli að falla en ég. Og er á svipuðum aldri.

Ég hef lengi óttast að ég yrði næstelsti nemandinn í HÍ á þessu misseri. Umkringdur smákrökkum sem góna á mig og spyrja: "Hvað er hann að gera hérna?"

Sá elsti er þá fyrrverandi vinnufélagi minn sem er yfir fimmtugt.

Ég vinn út þennan mánuð og eins og vanalega á mánudögum förum við í fótbolta í hádeginu. En strax eftir fótboltann þarf ég að mæta í forspjallsvísindin, fíluna. Í heimspekinni átti ég nefnilega bara eftir þennan byrjendakúrs og síðan BA-ritgerðina sem ég er kominn nokkuð áleiðis með nú þegar. Mér virðist að á vefsvæðinu mínu á Háskólavefnum sé allt námsefnið sem ég þarf að lesa í kúrsinum í pdf-fælum. Öðru máli gegnir um þýskuna sem ég byrja að stunda á morgun. Þar renni ég nokkuð blint í sjóinn nema ég veit að ég er þokkalegur í þýsku og ætti að standa vel að vígi.

Þá skilst mér að kennd verði eftir mig smásaga í bókmenntakúrsi núna á vormisseri. Það hefði verið fyndið að skrá sig í það og skrifa ritgerð um eigin sögu. En það verður ekki.

Það eru að opnast gáttir í nýju bókinni minni. Ég sé fyrir mér að vera búinn með hana í lok sumars. Það er þá bara spurning hvernig útgáfumálin standa. Næsta vetur hef ég líklega ekki tíma til að gera neitt nema stunda nám því þá verð ég bæði í uppeldis- og kennslufræðum og í þýsku, ætla að útskrifast með BA og kennsluréttindi vorið 2010.

47 ára gamall framhaldsskólakennari - ef allt fer að óskum.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsti samnemandi minn á háskólaferlinum var 70 ára og það er ekkert met.

12:17 e.h., janúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott hjá þér. Einn samnemandi minn í H. Í. var 82 ára. Guðfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og fyrrverandi prestur.

Rómverji

12:43 e.h., janúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hjá þér Ágúst. Gangi þér vel í náminu.

Kveðja
Jón H.

12:43 e.h., janúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér allt í haginn.

3:30 e.h., janúar 12, 2009  
Blogger Unknown said...

Frábært hjá þér gangi þér allt í haginn. Mundu að með aldri dvínar hæfileikinn til að muna en á sama tíma eykst hæfileikinn til að skilja. Held þetta plan sé skothelt.

6:11 e.h., janúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar vel. Gangi þér vel með þetta.

Elín.

1:17 f.h., janúar 13, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ein sem byrjaði með mér í lagadeild HÍ haustið 2002 var þá 84-86 ára, hafði þurft að hverfa frá sama námi á sínum yngri árum vegna veikinda. Hún útskrifaðist núna í október að mig minnir með Mastersgráðu.

3:30 e.h., janúar 13, 2009  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:19 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home