mánudagur, febrúar 09, 2009

Við - þeir

http://www.visir.is/article/20090209/FRETTIR01/807865029/-1

Er einhver bunker-stemning í Seðlabankanum? Hvers vegna er þessi sami starfsmaður bankans alltaf að lenda í útistöðum við mótmælendur?

Bankastjórar bankans eru hámenntaðir og eflaust mjög vel stæðir menn sem væsir ekki um í tilverunni þó að þeir missi starfið sitt, ekki eins og 200-400 þúsund króna fólkið sem missir vinnuna (og er ekki svo heppið að geta farið að halda smásagnanámskeið og fá starfslaun frá Launasjóði rithöfunda á besta tíma).

Hvers vegna geta þeir ekki skilið að burtséð frá hæfni þeirra og réttlætinu þá þurfa þeir að víkja? Þetta snýst um meira en þeirra persónu. Bankakerfið hrundi. Því er eðlilegt og grundvöllur að endurnýjuðu trausti erlendis á íslensku fjármálalífi - að skipt sé um ríkisstjórn, skipt sé um stjórn fjármálaeftirlits og skipt sé um bankastjórn Seðlabanka.

Ofboðslega eru menn sjálfhverfir að geta ekki drullast til að skilja þetta.

http://www.portfolio.com/news-markets/international-news/portfolio/2009/02/09/Icelands-President-and-First-Lady Það væri síðan eðlilegt að forseti Íslands segði af sér líka. Hann treður virðingu þessa embættis dýpra í svaðið með degi hverjum, sífellt dýpra en maður teldi að hún gæti sokkið.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uss Ágúst! Þú bara mátt ekki segja svona!

7:28 e.h., febrúar 09, 2009  
Blogger Hjörvar Pétursson said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

12:00 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger Hjörvar Pétursson said...

Að þér skuluð segja svona meistari! Stundum veit maður hreinlega ekki hvort þér eruð í liði með okkur eða þeim!

12:01 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jamm. Ég er orðin liðslaus núna, Hjörvar, á bara eftir að ganga frá því formlega. Ég er samt ekki orðinn vinstri sinnaður. En ég þarf að fara að heyra í þér á næstunni eða rekast á þig. Það væri gaman.

12:08 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger Hjörvar Pétursson said...

Heyrðu, sem minnir mig á. Við þurfum að skiptast á tölvupóstföngum upp á nýtt í ljósi nýrra kringumstæðna okkar beggja. Ég verð með gamla vinnupóstfangið út þennan mánuðinn (ef þú ert með það ennþá), en er búinn að fleygja þínu þaðan út. Hafðu endilega samband svo þetta detti ekki uppfyrir - það er að renna út tími.

12:36 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

abs14@hi.is

1:31 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home