þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Konur geta verið óskaplega miklir hræsnarar þegar kemur að kynlífi. Á kvennavefnum femin.is er allt morandi í auglýsingum á kynlífshjálpartækjum, titrurum af öllum stærðum og gerðum, eggjum, unaðsolíum og öllum fjandanum. Á spjallþráðum femin.is ræða konurnar síðan oft fram og aftur um notkun þessara tækja. En inn á milli má þarna finna örvæntingarfullan reiðilestur frá konum sem hafa staðið eiginmenn sína að því að skoða klámmyndir í heimilistölvunni og jafnvel fitla við sig í leiðinni. Ein sagðist vera farin að vakta manninn þegar hann færi í bað til að koma í veg fyrir að hann fitlaði við sig undir vatnsborðinu. Yfirleitt fá svona innlegg samúðarfull viðbrögð og oftast nær er tekið undir með sjónarmiðunum, jafnvel í svarbréfum ráðgjafanna á vefnum, sem þó titla sig oft kynlífsfræðinga.

Það er vægast sagt undarlegt og mótsagnakennt að rekast á svo mikið frjálslyndi og svo mikið afturhald í sama málaflokknum á sama vefnum.

Eflaust hugsa margar konur með sér sem lesa þetta að höfundurinn hugsi með einu líffæri og það sé ekki heilinn. Það er partur af hræsninni. Ég kæri mig kollóttan um það. Ég ræði um það sem mér þykir vera mikilvægt og það eru ekki endilega málefni sem eru áberandi í fjölmiðlum og þau þurfa hvorki að snúast um peninga né stjórnmál.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eru þetta endilega sömu konurnar? Það munu um 12.000 gestir heimsækja femín.is á viku og ég sé ekki af hverju þar ættu ekki að koma fram ólík viðhorf.

12:06 f.h., nóvember 10, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, en samkvæmt því sem ég er að segja þá eru ekki að koma fram ólík viðhorf þarna heldur er niðurstaðan þessi: Sjálfsfróun og kynlífshjálpartæki eru fyrir konur en ekki karla.

11:02 f.h., nóvember 10, 2004  
Blogger Hildigunnur said...

omg! Hvað myndu karlar segja í sömu stöðu? myndu þeir ekki líta á það sem skelfilega móðgun við eigin karlmannleika að konan þeirra keypti hjálpartæki eða leitaði í klám?

Ergo! Hjálpartæki/klámmyndir/sjálfsfróun á sannarlega rétt á sér í þeim tilvikum sem fólk á ekki mótaðila í kynlífinu eða þá að mótaðilinn nær ekki að fullnægja hvötinni. Alveg skiljanlegt að significant other fái smá sjokk, samt að ná ekki að vera nóg svörun.

ókei, þessi sem vaktaði manninn sinn í baðinu er trúlega þokkalega paranoid eða þá prudish!

1:51 f.h., nóvember 14, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home