mánudagur, ágúst 22, 2005

Hvaða kvikmynd er það sem byrjar á bílaþvottastöð? Myndavélin er inni í bílnum og maður veit ekki alveg hvað er að gerast, sér bara vatnsstrauminn á rúðunum. Svo ekur bíllinn undan burstunum og heldur út í kvikmyndina. Rosalega langt síðan ég sá þessa mynd.

Þegar ég reiddi hjólið mitt áðan, í björtu veðri, upp stíginn í garðinum að Laufásvegi 49, garði sem eftir nokkrar vikur verður í eldrauðum haustlitum, skildi ég mætavel hvað Hallgrímur Helga á við þegar hann skrifar um fegurð 101 í samanburði við sálarleysi og ljótleika annarra hverfa í Reykjavík. Og vissi það allt saman fyrir ...

Það er heillandi að fylgjast með fólki að fóta sig í lífinu. Að prófa mataruppskriftir og vesenast í bönkum. Og allt blessast þetta einhvern veginn og blessuð ástföngnu krílin spjara sig og styrkjast í lífsbaráttunni.

Ég óttast það stundum að glata máltilfinningunni og verða lesblindur. Þá væri ég jafngóður dauður.

Það gladdi mig að sjá The Who á uppáhaldslista Egils Helgasonar. Það vantaði Frank Zappa.

Drengurinn er að byrja í skóla. Ég á aldrei eftir að spá í leikskóla framar. Lífið heldur áfram og gránar í vöngum.

8 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Jamm... Það blessast víst alltaf ef maður gefst ekki upp. Ég býð þér kannski í kjötbollurnar einhvern tímann.

7:00 e.h., ágúst 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Aldrei leikskóli aftur?

Gústi, ég held að þú lumir á nokkrum góðum skotum í viðbót. Ertu ekki að finna aukinn lífskraft með heilbrigðara líferni?

Er þá ekki alveg hægt að bóka að eitt barn detti inn í viðbót?

Hvað segir Erla?

7:46 e.h., ágúst 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Lífið gránar ekki í vöngum. ÞÚ gránar. Lífið eldist ekki. ÞÚ eldist. Lífið deyr ekki. ÞÚ deyrð.
En ef þú ert duglegur að hlaupa og megra þig muntu sennilega deyja heilbrigður.

8:33 e.h., ágúst 22, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, það væri ekki langt að fara í hádegismatinn.

10:45 e.h., ágúst 22, 2005  
Blogger Gummi Erlings said...

Blessaður, börnin verða farin að senda þig í leikskólann eftir barnabörnunum áður en þú veist af.

1:59 f.h., ágúst 23, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:03 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:09 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
nike shoes for women
pandora jewelry
ugg boots
cheap ray bans
fitflops sale clearance
moncler online
yeezy

4:34 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home