fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Það er dálítið erfitt að átta sig á réttu og röngu í heimi hinna pólitískt réttrúuðu. Sverri Jakobsson hefði ég talið í hópi þeirra. Hann skrifar að mörgu leyti þarfa grein um refsigleði í bandarísku réttarkerfi en eyðileggur hana síðan með eftirfarandi dæmi:

"Í Bandaríkjunum þykir sjö og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing fyrir kennslukonu sem „tældi“ 12 ára strák. Sá maður er nú orðinn fullorðinn og gerir sér enn ekki grein fyrir því að hann sé fórnarlamb. En hver veit nema að hann hafi orðið fyrir ósýnilegum sálrænum skaða út af þessu? Var ekki réttast að senda þessa kennslukonu í langa fangavist, svona til vonar og vara?"

Hefði pólítískt réttrúaður getað hugsað sér að tilfæra svona dæmi með karlmann í hlutverki kennarans? Hvað köllum við karlkennara sem tæla 12 ára nemendur sína? Barnaníðinga.

Hefði ég haft gott af því að hafa mök við kennarann minn þegar ég var í 12 bekk í Landakotsskóla? Ansi er ég hræddur um að veröld mín hefði farið á hvolf.

Er þetta línan á hinu feminíska, samfylkjaða og vinstrigræna svæði?
Er konum allt leyfilegt í kynferðismálum en körlum ekki?

7 Comments:

Blogger Audur said...

Ég er alveg hissa að enginn skuli comennta um þetta hjá þér. Þú hefur margt til þíns máls. Þú nefnir þennan dóm sem kennslukonan fékk í Bandaríkjunum, það sem ég veit um þeirra réttarkerfi er það að hún mun líklega ekki vera í fangelsi í þennan tíma sem þú nefndir. Sleppur út fyrr vegna t.d. góðrar hegðunar.
Annars held ég að hér hjá okkur sé sá að gerandinn sé oft dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, eða mjög stutta fangavist.
Held að það vanti rannsóknir á þessum málum.

6:07 e.h., ágúst 12, 2004  
Blogger Audur said...

Jæja smá viðbót, ég held að þetta hafi ekkert með það að gera hvar fólk er í pólitík, hvernig það lítur á þessi mál.Ég vona að e-h.feministi tjái sig.
Jæja gott í bili, en hver veit hvert þessi umræða leiðir. Kannski verður þetta til þess að breyta hugsunarhætti fólks, þegar fram líða stundir, jafnvel að e-h. taki sig til og rannsaki þessi mál.

Eins hinn almenni borgari, ef hann veit um slíkt að láta rétt yfirvöld vita.
Sorglega málið sem gerðist fyrir stuttu, þar held ég að nágrannar hefðu getað afstýrt dauðsfallinu. Ég þekki nágranna, þeir sögðu: Þetta var ekki stundarbrjálæði, konan var veik, og vildi ekki að börnum sínum liði eins ílla og henni, semsagt þeirra hugsun var sú að hún hefði ætlað að bjarga börnum sínum ... Þetta er vitsmunafólk. Úff ég fengi sektarkend um að hafa ekki látið vita. Um leið og þú nefnir þessi mál Ágúst þá verð ég að tjá mig, kannski vegna þess að ég er móðir?

Sem betur fer get ég ekki skilið þetta, hvernig er hægt að gera ýmislegt við varnalaus og saklaus börn
Er ekki best að taka það fram að sem betur fer hef ég alldrei upplifað slíkt, sem barn, né foreldri.

6:44 e.h., ágúst 12, 2004  
Blogger Hr. Pez said...

Þetta er erfið spurning Ágúst Borgþór. Þetta er erfitt viðfangsefni og ekki auðvelt að kljást við án þess að týna sér í alhæfingum og tilfinningasemi. Það er mjög erfitt að leggja kalt mat á hvað er skiljanlegt (ef óæskilegt) og hvað er viðurstyggð.

Eins og þú sjálfur var ég einu sinni tólf ára. Ég man að mann dreymdi um að lenda í svona löguðu - maður var jú kominn með hvolpavitið. En hvaða áhrif það hefði haft á mig ef eitthvað slíkt hefði hent mig í alvörunni (ef "draumurinn hefði ræst"), það hef ég ekki hugmynd um. Ég bara veit ekki hvort það hefði orðið mér skaðlaust eða til ills eins. Kannski hefði það farið eftir aðstæðum.

Mér finnst þó sem grundvallaratriðið, það sem mestu máli skiptir, sé ekki það hvort um kynferðislegt samneyti af einhverju tagi sé að ræða. Eða hvort gerandinn (eða "hinn meinti gerandi," svo reynt sé að gæta hlutleysis) er kvenmaður eða karlmaður. Aðalmálið hlýtur að snúast um valdbeitingu. Hvort gerandinn hafi neytt hvors heldur sem er, aflsmunar eða vits- (eða einhvers lags sálrænnar kúskunar), til að fá fórnarlambið ("meint..." jada jada) til fylgilags við sig, með eða gegn þess vilja. Ef umrædd kennslukona beitti einhverjum slíkum brögðum, þá á hún skilið að kallast barnaníðingur (vara þó aftur við tilfinningasemi). Ég er ekki viss hvort hún hafi gert það - ég veit það ekki. En burtséð frá alvarleika glæpsins finnst mér þó eðlilegt að þetta sé nokkuð sem sé í það minnsta litið hornauga.

Hvort allir þeir sem leggjast með tólf ára börnum eru glæpamenn er lagalegt atriði - það vill segja, auðvitað eru þeir glæpamenn, af hvoru kyni sem þeir eru! Um það er ekki deilt. Hvort þeir eru allir sem einn miskunnarlaus skrímsli sem eiga skilið að rotna innan fangelsismúra, af hvoru kyni eða af hvaða aldri sem þeir eru; tjah, það bara veit ég ekki. En mér þykir þó að óreyndu ekki líklegt að manni þætti mikið til þeirra koma í viðkynningu.

11:37 f.h., ágúst 13, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Komiði sæl. Ég er ekki alveg sammála viðhorfi Pez og lögin eru það heldur ekki. Áður en lengra haldið vil ég þó taka fram að ég tel 7 ára fangelsisdóm allt of harða refsingu fyrir kynferðisbrot af þessu tagi og ekki ætla ég að mæla bót refsigleði Bandaríkjamanna (nú né okkar Íslendinga í fíkniefnamálum, en það er önnur saga). Eflaust er það svo að kynferðislegt samneyti barna eða unglinga við fullorðna veldur ekki í öllum tilfellum skaða, en hættan á sálarskaða er án efa alltaf fyrir hendi. Ég held hins vegar að kynferðislegt samneyti við börn sé ávallt misnotkun, þó að með samþykki og jafnvel einlægum vilja barnsins sé enda hefur það ekki þroska til að meta þessa löngun sína. Fullorðið fólk, konur og karlar, eiga einfaldlega að láta börn í friði á þessu sviði og því yngri sem börnin eru því verri er verknaðurinn.

12:04 e.h., ágúst 13, 2004  
Blogger Hr. Pez said...

Veistu Ágúst Borgþór, eins þversagnakennt og það kann nú að hljóma, þá er ég fyllilega sammála öllu því sem þú segir, þótt það sé kannski ekki að öllu leyti gagnkvæmt.

Það sem ég vildi sagt hafa skolaðist kannski til. En það er hversu erfitt er að leggja hlutlægt mat á mál af þessu tagi. Það er svo auðvelt að láta tilfinningarnar spilla fyrir manni dómgreindinni þegar grunur er um kynferðislega misnotkun á börnum. En það er eðlilegasti hlutur í heimi að þær geri það. Það eru tilfinningarnar sem gera okkur mennsk, ekkert síður en rökhugsunin (og jafnvel frekar, hvort sem okkur líkar betur eða verr). En þegar spurt er um réttlæti og refsingar er höfuðkrafa að tilfinningunum sé haldið til hlés, svo sem unnt er.

Það er kannski þar sem hundurinn liggur grafinn, sá er þig langar til að róta upp úr bakgarði femínista og vinstri manna.

12:36 e.h., ágúst 13, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég vissi reyndar að þú værir sammála mér. En það er erfitt að tjá þá tilfinningu því skoðanaskipti á prenti eru þrátt fyrir allt takmarkaður tjáningarmáti. Ég viðurkenni líka að kynferðisbrot gegn börnum hafa afar misjafnlega alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri sá ógæfusami vesalingur að girnast dóttur mína, sem er 9 ára, og hefði ekki hemil á þeirri löngum, þá myndi ég eyðileggja líf hennar. Vel má hins vegar vera að 12 ára drengur sem óvænt fær að snerta sköp kennarans síns, beri engan skaða af því. Engu að síður er kynlíf barna og fullorðinna ólöglegt, og það ekki að ósekju, og það hlýtur að eiga jafnt yfir karla og konur að ganga.

Því er heldur ekki að neita að mér finnst oft stutt í óheilindi og hræsni vinstra megin við miðju, þar sem vindhanar ráða för. Vinstri grænir er flokkur sem hefur á stefnuskrá sinni að nánast gera sjálfsfróun (þ.e. sjálfsfróun karla) ólöglega. Vændisfrumvarpið margfræga er upphaflega orðið til í höndum þingkvenna Vinstri grænna og þar hafa verið inni ákvæði sem kveða á um fangelsisdóma fyrir áhorf á klámmyndir og klámvafr á netinu (nokkuð sem gerir mig að síbrotamanni). Það er því undarlegt að rekast á svona mótsagnir í málflutningi sem ættaður er úr þessum flokki, jafnvel þó að viðkomandi einstaklingur hafi ekki tekið þátt í þessari ofstækisumræðu.

12:48 e.h., ágúst 13, 2004  
Blogger Audur said...

Málið er líka það að það er svo erfitt að sanna svona mál. Það eru oft engin vitni. Ef svona mál fara fyrir rétt er orð á móti orði. Oft þó að barn segji mjög ýtarlega frá, ég held að það sé mjög erfitt fyrir barn að lýsa svona atburðum og tel ég ´því að það sé að segja satt. En því miður eru mörg dæmi þess að !gerandinn! sleppur...

Og þetta með kennslukonuna, hún mun örugglega ekki sitja í fangelsi í 7. ár, losnar fyrr út t.d. vegna hegðunar og svo er yfirleitt nokkur ár skilorðsbundin.
Þakka fyrir góða og þarfa umræðu.

3:37 e.h., ágúst 13, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home